Sólin Sólin Rís 03:26 • sest 23:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:21 • Sest 11:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:44 • Síðdegis: 24:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:37 • Síðdegis: 17:48 í Reykjavík

Hvers vegna er Tómasarguðspjall ekki í Biblíunni?

Jón Ma. Ásgeirsson (1957-2012)

Sögulegar ástæður

Nú mætti færa fyrir því ýmis söguleg rök hvers vegna Tómasarguðspjall er ekki í Biblíunni. Það mætti til dæmis halda því fram að guðspjöll sem byggja á frásögum eins og guðspjöll Nýja testamentisins (að Jóhannesarguðspjalli meðtöldu) hafi notið vaxandi vinsælda á kostnað eldri rita sem þá hafi jafnvel þótt efnislega fátækleg í samanburði við frásagnarhefðina. Heimildir að baki guðspjöllum Nýja testamentisins sem bera skyldleika við Tómasarguðspjall hafa ekki varðveist að því er enn er vitað að minnsta kosti. Það kann að benda til þess að þegar þessar fornu heimildir höfðu verið notaðar í nýju samhengi lengri frásagna þá hafi ekki þótt ástæða til að halda þeim til haga (endurútgefa þau að þeirra tíma hætti). En það eru þó einkum kirkju-pólitísk rök sem trúlega hafa ráðið úrslitum í þessu samhengi.

Það var ekki fyrr en á fjórðu öld að þau rit sem þekkt eru sem Nýja testamentið í dag voru öll talin til sem trúarbók hins nýja kristna átrúnaðar. Frá sama tíma er þekkt kirkjuleg tilskipun sem kveður á um að brenna skyldi (bannfæra) ýmis rit hinna fjölmörgu kristnu hópa sem þróast höfðu á ýmsum landsvæðum frá fyrstu öld og síðar. Sá tími hafði runnið upp í sögu kristinnar kirkju að öflug miðstýring var orðin til sem taldi það á sínu valdi eða öllu heldur tók sér það vald að kveða upp úr hvaða rit úr frumkristni skyldu mynda trúarbók kristinnar kirkju sem ekki skyldi heldur lengur samanstanda af fjölmörgum greinum eins og hún hafði gert frá upphafi heldur einum stofni undir alvalda miðstjórn í Róm. Að Tómasarguðspjall var enn lesið ásamt ýmsum ritum sumum skyldari en öðrum fjarskyldari fram á fjórðu öld vitnar fundur þess til í Egyptalandi árið 1945. Tómasarguðspjall er eitt fimmtíu og tveggja rita sem þá komu óvænt í leitirnar í einum frægasta handritafundi síðustu aldar og kenndur er við bæinn Nag Hammadi í Suður-Egyptalandi. Ef til vill var þar enn til hópur fólks sem rakti uppruna sinn til fyrstu aldar og var ekki tilbúið að setja til hliðar orð og dæmisögur Jesú sem Tómasarguðspjall varðveitir án hins síðara frásöguforms sem guðspjöll Nýja testamentisins vitna um.

Ný kirkju-pólítík

Sérfræðingar á sviði biblíufræða hafa á undanförnum árum bent á að ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að Tómasarguðspjall hlyti sess í trúarbók kristinna manna. Að skilningi bæði hinnar heilögu rómversku kaþólsku kirkju og ýmissa deilda siðbreytingarmanna er fjöldi rita í þessari trúarbók engan veginn afgreitt mál. Með vissum rétti má halda því fram að ekki verði mikið nær ummælum Jesú sjálfs komst - handan frásöguramma guðspjalla eins og í Nýja testamentinu þar sem ummæli Jesú eru með ýmsum hætti aðlöguð nýju umhverfi og missa við það sinn upprunalegri áhrifamátt. En er hin pólitíska stefna kirkjunnar (hver svo sem hún er eða hverra deilda) tilbúin að horfast í augu við réttlætiskröfu Jesú í orðum Tómasarguðspjalls eða Fjallræðunnar einnar (svo vitnað sé í eina skylda heimild við ummæli Jesú í Tómasarguðspjalli)?

Mynd: WebNexus

Höfundur

prófessor í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

17.3.2003

Spyrjandi

Karl Magnússon

Tilvísun

Jón Ma. Ásgeirsson (1957-2012). „Hvers vegna er Tómasarguðspjall ekki í Biblíunni?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2003. Sótt 30. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3248.

Jón Ma. Ásgeirsson (1957-2012). (2003, 17. mars). Hvers vegna er Tómasarguðspjall ekki í Biblíunni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3248

Jón Ma. Ásgeirsson (1957-2012). „Hvers vegna er Tómasarguðspjall ekki í Biblíunni?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2003. Vefsíða. 30. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3248>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er Tómasarguðspjall ekki í Biblíunni?
Sögulegar ástæður

Nú mætti færa fyrir því ýmis söguleg rök hvers vegna Tómasarguðspjall er ekki í Biblíunni. Það mætti til dæmis halda því fram að guðspjöll sem byggja á frásögum eins og guðspjöll Nýja testamentisins (að Jóhannesarguðspjalli meðtöldu) hafi notið vaxandi vinsælda á kostnað eldri rita sem þá hafi jafnvel þótt efnislega fátækleg í samanburði við frásagnarhefðina. Heimildir að baki guðspjöllum Nýja testamentisins sem bera skyldleika við Tómasarguðspjall hafa ekki varðveist að því er enn er vitað að minnsta kosti. Það kann að benda til þess að þegar þessar fornu heimildir höfðu verið notaðar í nýju samhengi lengri frásagna þá hafi ekki þótt ástæða til að halda þeim til haga (endurútgefa þau að þeirra tíma hætti). En það eru þó einkum kirkju-pólitísk rök sem trúlega hafa ráðið úrslitum í þessu samhengi.

Það var ekki fyrr en á fjórðu öld að þau rit sem þekkt eru sem Nýja testamentið í dag voru öll talin til sem trúarbók hins nýja kristna átrúnaðar. Frá sama tíma er þekkt kirkjuleg tilskipun sem kveður á um að brenna skyldi (bannfæra) ýmis rit hinna fjölmörgu kristnu hópa sem þróast höfðu á ýmsum landsvæðum frá fyrstu öld og síðar. Sá tími hafði runnið upp í sögu kristinnar kirkju að öflug miðstýring var orðin til sem taldi það á sínu valdi eða öllu heldur tók sér það vald að kveða upp úr hvaða rit úr frumkristni skyldu mynda trúarbók kristinnar kirkju sem ekki skyldi heldur lengur samanstanda af fjölmörgum greinum eins og hún hafði gert frá upphafi heldur einum stofni undir alvalda miðstjórn í Róm. Að Tómasarguðspjall var enn lesið ásamt ýmsum ritum sumum skyldari en öðrum fjarskyldari fram á fjórðu öld vitnar fundur þess til í Egyptalandi árið 1945. Tómasarguðspjall er eitt fimmtíu og tveggja rita sem þá komu óvænt í leitirnar í einum frægasta handritafundi síðustu aldar og kenndur er við bæinn Nag Hammadi í Suður-Egyptalandi. Ef til vill var þar enn til hópur fólks sem rakti uppruna sinn til fyrstu aldar og var ekki tilbúið að setja til hliðar orð og dæmisögur Jesú sem Tómasarguðspjall varðveitir án hins síðara frásöguforms sem guðspjöll Nýja testamentisins vitna um.

Ný kirkju-pólítík

Sérfræðingar á sviði biblíufræða hafa á undanförnum árum bent á að ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að Tómasarguðspjall hlyti sess í trúarbók kristinna manna. Að skilningi bæði hinnar heilögu rómversku kaþólsku kirkju og ýmissa deilda siðbreytingarmanna er fjöldi rita í þessari trúarbók engan veginn afgreitt mál. Með vissum rétti má halda því fram að ekki verði mikið nær ummælum Jesú sjálfs komst - handan frásöguramma guðspjalla eins og í Nýja testamentinu þar sem ummæli Jesú eru með ýmsum hætti aðlöguð nýju umhverfi og missa við það sinn upprunalegri áhrifamátt. En er hin pólitíska stefna kirkjunnar (hver svo sem hún er eða hverra deilda) tilbúin að horfast í augu við réttlætiskröfu Jesú í orðum Tómasarguðspjalls eða Fjallræðunnar einnar (svo vitnað sé í eina skylda heimild við ummæli Jesú í Tómasarguðspjalli)?

Mynd: WebNexus...