Sólin Sólin Rís 07:33 • sest 19:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:22 • Sest 18:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:37 • Síðdegis: 15:05 í Reykjavík

Hvort er tunglið eða Mars lengra frá jörðu?

Anna Þyrí Hálfdánardóttir
Mars er mun lengra frá jörðu en tunglið og getur verið í allt að þúsundfaldri fjarlægð tunglsins frá jörðu. Mars er reikistjarna eins og jörðin en tunglið er fylgihnöttur jarðarinnar. Tunglið er að meðaltali 384.400 km frá jörðu. Mesta fjarlægð þess er 405.500 km en sú minnsta 363.300 km.

Misjafnlega langt er á milli Mars og jarðarinnar því reikistjörnurnar eru báðar á braut í kringum sólina. Þær fara á mismunandi hraða þannig að stundum eru þær sömu megin við sólina en stundum hvor sínum megin. Minnsta fjarlægð milli jarðar og Mars er um það bil 78.000.000 km, en mest getur fjarlægðin orðið um það bil 380.000.000 km.

Lesa má nánar um fjarlægðir milli jarðar, tunglsins og Mars í svörum á Vísindavefnum við spurningunum Hvað er tunglið langt frá jörðu? og Hvað er langt til Mars?

Myndir: Exploring Meteorite Mysteries


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

grunnskólanemi í Valhúsaskóla

Útgáfudagur

18.3.2003

Spyrjandi

Eva Benediktsdóttir, f. 1991

Tilvísun

Anna Þyrí Hálfdánardóttir. „Hvort er tunglið eða Mars lengra frá jörðu?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2003. Sótt 30. september 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=3249.

Anna Þyrí Hálfdánardóttir. (2003, 18. mars). Hvort er tunglið eða Mars lengra frá jörðu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3249

Anna Þyrí Hálfdánardóttir. „Hvort er tunglið eða Mars lengra frá jörðu?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2003. Vefsíða. 30. sep. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3249>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort er tunglið eða Mars lengra frá jörðu?Mars er mun lengra frá jörðu en tunglið og getur verið í allt að þúsundfaldri fjarlægð tunglsins frá jörðu. Mars er reikistjarna eins og jörðin en tunglið er fylgihnöttur jarðarinnar. Tunglið er að meðaltali 384.400 km frá jörðu. Mesta fjarlægð þess er 405.500 km en sú minnsta 363.300 km.

Misjafnlega langt er á milli Mars og jarðarinnar því reikistjörnurnar eru báðar á braut í kringum sólina. Þær fara á mismunandi hraða þannig að stundum eru þær sömu megin við sólina en stundum hvor sínum megin. Minnsta fjarlægð milli jarðar og Mars er um það bil 78.000.000 km, en mest getur fjarlægðin orðið um það bil 380.000.000 km.

Lesa má nánar um fjarlægðir milli jarðar, tunglsins og Mars í svörum á Vísindavefnum við spurningunum Hvað er tunglið langt frá jörðu? og Hvað er langt til Mars?

Myndir: Exploring Meteorite Mysteries


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

...