Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvers vegna héla ekki rúður í bílum á þeirri hlið sem snýr að húsi?

Þorsteinn Vilhjálmsson



Hér er einnig svarað spurningu Ástu Hauksdóttur, "Af hverju er alltaf minna eða ekkert hrím á bílum gangstéttarmegin?"

Snæbjörn gerir nánari grein fyrir spurningunni sem hér segir:
Dæmi í morgun 11 stiga frost á Ak, bíllinn uþb. 2 m frá húsinu sem er einnar hæðar með þakskeggi. Rúður sem snúa að húshlið alveg hreinar, hinar þrjár með mjög harðri hélu, sbr. hitastigið. Engin rúða í bílnum opin. Reyndar er bílskúr án þakskeggs að aftanverðu við bílinn en þar giska ég á að fjarlægðin hafi verið vel yfir 5 metrum.

Fyrsta hugsunin er hitageislun frá húsi en einhvern veginn finnst mér það ekki duga til að skýra svona afgerandi mun.
Spyrjandi á kollgátuna; fyrirbærið stafar af varmageislun sem er oft meiri og afdrifaríkari en við gerum okkur ljóst.

Sem dæmi má nefna að veðurfræðingar tala oft um að nú muni kólna í nótt eða í fyrramálið af því að það sé að létta til. Þetta má rekja til þess að skýjahula yfir jörðinni dregur úr varmageislun frá henni þannig að hún kólnar minna en ella, og hið sama gildir þá um loftið næst henni. Þegar skýjahulan hverfur eykst geislunin og jörðin og loftið kólna.



Hrím sem sest á bíla og fleiri hluti er ekkert annað en raki úr andrúmsloftinu sem sest á kalda hluti svipað og þéttivatn sem við höfum áður fjallað um í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig og við hvaða aðstæður myndast móða á gleri? Bíllinn er þá kaldari en umhverfið lengra frá honum, loftlagið næst honum kólnar og rakinn úr því þéttist á bílnum og frýs síðan ef hitinn er fyrir neðan frostmark.

Bíllinn kólnaði í upphafi meðal annars með því að geisla frá sér varma. Þessi varmageislun getur verið talsvert mismunandi eftir aðstæðum í mismunandi áttir frá bílnum. Hún er mikil í átt að heiðskírum himni þar sem ekkert truflar hana, alveg eins og geislunin frá jörðinni sem áður var lýst. Ef hlutir í grennd við bílinn eru kaldari en hann verður einnig talsverð varmageislun í áttina til þeirra. Nettógeislun er hins vegar engin í átt að hlutum sem eru jafnheitir eða –kaldir og bíllinn, og hún er minni en engin til hluta sem eru heitari en hann; slíkur hlutur geislar meiri varma til bílsins en bíllinn geislar til hans og hitar því bílinn frekar en hitt.



Þetta á meðal annars við um húsið sem Snæbjörn hefur í huga í spurningu sinni og um húsin sem standa handan við gangstéttina í spurningu Ástu. Bíllinn kólnar síst í upphafi á þeirri hlið sem snýr að húsinu eða húsunum og rúðurnar héla þess vegna síst þeim megin.

Nánar tiltekið er varmageislun frá hlut í beinu hlutfalli við Kelvín-hitann í fjórða veldi, en hitinn í kelvínum er nálægt 273 + hitinn í selsíusstigum (°C). Það þýðir meðal annars að geislunin vex mjög ört með hita og er til dæmis um 1,5 sinnum meiri frá hlut við 20°C en frá sama hlut í 10 stiga frosti. Þetta er meginskýringin á því að varmageislun getur orðið svo öflug og afdrifarík. Hún á til dæmis oft verulegan þátt í húshitun.

Myndir af frosti á rúðum: Graysage.com

Mynd af héluðum bíl: Philipveale.com

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

19.3.2003

Spyrjandi

Snæbjörn Friðriksson, Ásta Hauksdóttir

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna héla ekki rúður í bílum á þeirri hlið sem snýr að húsi?“ Vísindavefurinn, 19. mars 2003. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3258.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 19. mars). Hvers vegna héla ekki rúður í bílum á þeirri hlið sem snýr að húsi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3258

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna héla ekki rúður í bílum á þeirri hlið sem snýr að húsi?“ Vísindavefurinn. 19. mar. 2003. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3258>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna héla ekki rúður í bílum á þeirri hlið sem snýr að húsi?


Hér er einnig svarað spurningu Ástu Hauksdóttur, "Af hverju er alltaf minna eða ekkert hrím á bílum gangstéttarmegin?"

Snæbjörn gerir nánari grein fyrir spurningunni sem hér segir:
Dæmi í morgun 11 stiga frost á Ak, bíllinn uþb. 2 m frá húsinu sem er einnar hæðar með þakskeggi. Rúður sem snúa að húshlið alveg hreinar, hinar þrjár með mjög harðri hélu, sbr. hitastigið. Engin rúða í bílnum opin. Reyndar er bílskúr án þakskeggs að aftanverðu við bílinn en þar giska ég á að fjarlægðin hafi verið vel yfir 5 metrum.

Fyrsta hugsunin er hitageislun frá húsi en einhvern veginn finnst mér það ekki duga til að skýra svona afgerandi mun.
Spyrjandi á kollgátuna; fyrirbærið stafar af varmageislun sem er oft meiri og afdrifaríkari en við gerum okkur ljóst.

Sem dæmi má nefna að veðurfræðingar tala oft um að nú muni kólna í nótt eða í fyrramálið af því að það sé að létta til. Þetta má rekja til þess að skýjahula yfir jörðinni dregur úr varmageislun frá henni þannig að hún kólnar minna en ella, og hið sama gildir þá um loftið næst henni. Þegar skýjahulan hverfur eykst geislunin og jörðin og loftið kólna.



Hrím sem sest á bíla og fleiri hluti er ekkert annað en raki úr andrúmsloftinu sem sest á kalda hluti svipað og þéttivatn sem við höfum áður fjallað um í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig og við hvaða aðstæður myndast móða á gleri? Bíllinn er þá kaldari en umhverfið lengra frá honum, loftlagið næst honum kólnar og rakinn úr því þéttist á bílnum og frýs síðan ef hitinn er fyrir neðan frostmark.

Bíllinn kólnaði í upphafi meðal annars með því að geisla frá sér varma. Þessi varmageislun getur verið talsvert mismunandi eftir aðstæðum í mismunandi áttir frá bílnum. Hún er mikil í átt að heiðskírum himni þar sem ekkert truflar hana, alveg eins og geislunin frá jörðinni sem áður var lýst. Ef hlutir í grennd við bílinn eru kaldari en hann verður einnig talsverð varmageislun í áttina til þeirra. Nettógeislun er hins vegar engin í átt að hlutum sem eru jafnheitir eða –kaldir og bíllinn, og hún er minni en engin til hluta sem eru heitari en hann; slíkur hlutur geislar meiri varma til bílsins en bíllinn geislar til hans og hitar því bílinn frekar en hitt.



Þetta á meðal annars við um húsið sem Snæbjörn hefur í huga í spurningu sinni og um húsin sem standa handan við gangstéttina í spurningu Ástu. Bíllinn kólnar síst í upphafi á þeirri hlið sem snýr að húsinu eða húsunum og rúðurnar héla þess vegna síst þeim megin.

Nánar tiltekið er varmageislun frá hlut í beinu hlutfalli við Kelvín-hitann í fjórða veldi, en hitinn í kelvínum er nálægt 273 + hitinn í selsíusstigum (°C). Það þýðir meðal annars að geislunin vex mjög ört með hita og er til dæmis um 1,5 sinnum meiri frá hlut við 20°C en frá sama hlut í 10 stiga frosti. Þetta er meginskýringin á því að varmageislun getur orðið svo öflug og afdrifarík. Hún á til dæmis oft verulegan þátt í húshitun.

Myndir af frosti á rúðum: Graysage.com

Mynd af héluðum bíl: Philipveale.com...