Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hver er meðalaldur Íslendinga?

Stefán Ólafsson

Meðalaldur tiltekins hóps manna er skilgreindur sem meðaltal af aldri einstaklinganna. Með öðrum orðum eru aldurstölurnar lagðar saman og deilt í með fjöldanum. Meðalævi er hins vegar tala sem lýsir því hversu gamlir menn verða að meðaltali. Meðalaldur getur breyst án þess að meðalævi breytist, til dæmis ef hlutfall fæðinga er að breytast. En yfirleitt hefur meðalævi þó mest áhrif á meðalaldur.

Samkvæmt heimildum Hagstofu Íslands var meðalaldur Íslendinga árið 1999 34,6 ár. Karlar voru að meðaltali heldur yngri en konur, eða 33,9 ára á móti 35,3 ára meðalaldri kvenna, enda lifa konur að jafnaði lengur en karlar. Með bættum lífskjörum þjóðarinnar og framförum í heilbrigðisvísindum hefur meðalaldurinn hækkað jafnt og þétt, til dæmis á hverju ári síðan 1970. Árið 1990 var meðalaldurinn 33,1 ár en við lok seinni heimsstyrjaldarinnar var hann 30,2 ár. Ef við lítum enn lengra aftur í tímann þá kemur til dæmis í ljós að um aldamótin 1900 var meðalaldurinn 28,1 ár og árið 1850 var hann 27,8 ár.

Ef litið er til annarra þjóða þá virðist ljóst að Íslendingar eru frekar ungir miðað við þróuðu þjóðirnar á Vesturlöndum, vegna þess að fæðingartala er hér enn nokkru hærri en þar. Hins vegar er meðalaldur í mörgum þróunarlöndum mun lægri, enda meðalævi styttri þar vegna lakari lífskjara.

Höfundur

prófessor í félagsfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.4.2000

Spyrjandi

Bjarki Freyr Hauksson

Efnisorð

Tilvísun

Stefán Ólafsson. „Hver er meðalaldur Íslendinga?“ Vísindavefurinn, 7. apríl 2000. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=327.

Stefán Ólafsson. (2000, 7. apríl). Hver er meðalaldur Íslendinga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=327

Stefán Ólafsson. „Hver er meðalaldur Íslendinga?“ Vísindavefurinn. 7. apr. 2000. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=327>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er meðalaldur Íslendinga?
Meðalaldur tiltekins hóps manna er skilgreindur sem meðaltal af aldri einstaklinganna. Með öðrum orðum eru aldurstölurnar lagðar saman og deilt í með fjöldanum. Meðalævi er hins vegar tala sem lýsir því hversu gamlir menn verða að meðaltali. Meðalaldur getur breyst án þess að meðalævi breytist, til dæmis ef hlutfall fæðinga er að breytast. En yfirleitt hefur meðalævi þó mest áhrif á meðalaldur.

Samkvæmt heimildum Hagstofu Íslands var meðalaldur Íslendinga árið 1999 34,6 ár. Karlar voru að meðaltali heldur yngri en konur, eða 33,9 ára á móti 35,3 ára meðalaldri kvenna, enda lifa konur að jafnaði lengur en karlar. Með bættum lífskjörum þjóðarinnar og framförum í heilbrigðisvísindum hefur meðalaldurinn hækkað jafnt og þétt, til dæmis á hverju ári síðan 1970. Árið 1990 var meðalaldurinn 33,1 ár en við lok seinni heimsstyrjaldarinnar var hann 30,2 ár. Ef við lítum enn lengra aftur í tímann þá kemur til dæmis í ljós að um aldamótin 1900 var meðalaldurinn 28,1 ár og árið 1850 var hann 27,8 ár.

Ef litið er til annarra þjóða þá virðist ljóst að Íslendingar eru frekar ungir miðað við þróuðu þjóðirnar á Vesturlöndum, vegna þess að fæðingartala er hér enn nokkru hærri en þar. Hins vegar er meðalaldur í mörgum þróunarlöndum mun lægri, enda meðalævi styttri þar vegna lakari lífskjara....