Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig þekkir maður í sundur stafafuru og bergfuru?

Þröstur Eysteinsson

Stafafura og bergfura eru báðar svokallaðar tveggja nála furur, sem þýðir að nálarnar eru tvær og tvær saman í knippum. Auk þess skarast ýmis augljós einkenni og mælanlegar stærðir milli þeirra. Nálar stafafuru eru til dæmis 3-5 cm langar en 3-6 cm langar á bergfuru, könglar eru svipaðir að stærð og svo framvegis. Þess vegna getur verið erfitt að þekkja þær í sundur.

Einn mælanlegur munur er þó á stafafuru og bergfuru sem hægt er að miða við. Slíður sem umlykur nálaknippin neðst eru 4-9 mm löng á stafafuru en 9-15 mm löng á bergfuru (samkvæmt bókinni Tré og runnar á Íslandi eftir Ásgeir Svanbergsson).

Flestir miða þó við almenn útlitseinkenni til að greina tegundirnar í sundur og með þjálfun verður það auðvelt. Nálarnar eru yfirleitt dökkgrænar á bergfuru en ljósari eða jafn vel grágrænar á stafafuru. Nálarnar eru yfirleitt lengri á bergfuru en á stafafuru og virðist bergfura því oft „bústnari“. Stafafura hefur meiri tilhneigingu til að vaxa sem einstofna tré með einn ríkjandi topp (en getur þó verið margstofna), en bergfura er oftar margstofna og með nokkra um það bil jafnháa toppa (en getur þó verið einstofna).

Margfalt meira hefur verið gróðursett af stafafuru á Íslandi en bergfuru auk þess sem bergfura hefur víða drepist úr skæðum sveppasjúkdómi, sem stafafuran er ekki eins viðkvæm fyrir. Þess vegna er mun líklegra að fura sem maður kann að rekast á sé stafafura.

Mynd af stafafuru: David Blevins Nature Photography

Mynd af bergfuru: Scérén

Höfundur

Þröstur Eysteinsson

skógræktarstjóri

Útgáfudagur

24.3.2003

Spyrjandi

Anton Örn Sandholt, f. 1993

Tilvísun

Þröstur Eysteinsson. „Hvernig þekkir maður í sundur stafafuru og bergfuru?“ Vísindavefurinn, 24. mars 2003, sótt 3. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3272.

Þröstur Eysteinsson. (2003, 24. mars). Hvernig þekkir maður í sundur stafafuru og bergfuru? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3272

Þröstur Eysteinsson. „Hvernig þekkir maður í sundur stafafuru og bergfuru?“ Vísindavefurinn. 24. mar. 2003. Vefsíða. 3. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3272>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig þekkir maður í sundur stafafuru og bergfuru?
Stafafura og bergfura eru báðar svokallaðar tveggja nála furur, sem þýðir að nálarnar eru tvær og tvær saman í knippum. Auk þess skarast ýmis augljós einkenni og mælanlegar stærðir milli þeirra. Nálar stafafuru eru til dæmis 3-5 cm langar en 3-6 cm langar á bergfuru, könglar eru svipaðir að stærð og svo framvegis. Þess vegna getur verið erfitt að þekkja þær í sundur.

Einn mælanlegur munur er þó á stafafuru og bergfuru sem hægt er að miða við. Slíður sem umlykur nálaknippin neðst eru 4-9 mm löng á stafafuru en 9-15 mm löng á bergfuru (samkvæmt bókinni Tré og runnar á Íslandi eftir Ásgeir Svanbergsson).

Flestir miða þó við almenn útlitseinkenni til að greina tegundirnar í sundur og með þjálfun verður það auðvelt. Nálarnar eru yfirleitt dökkgrænar á bergfuru en ljósari eða jafn vel grágrænar á stafafuru. Nálarnar eru yfirleitt lengri á bergfuru en á stafafuru og virðist bergfura því oft „bústnari“. Stafafura hefur meiri tilhneigingu til að vaxa sem einstofna tré með einn ríkjandi topp (en getur þó verið margstofna), en bergfura er oftar margstofna og með nokkra um það bil jafnháa toppa (en getur þó verið einstofna).

Margfalt meira hefur verið gróðursett af stafafuru á Íslandi en bergfuru auk þess sem bergfura hefur víða drepist úr skæðum sveppasjúkdómi, sem stafafuran er ekki eins viðkvæm fyrir. Þess vegna er mun líklegra að fura sem maður kann að rekast á sé stafafura.

Mynd af stafafuru: David Blevins Nature Photography

Mynd af bergfuru: Scérén...