Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvar lifir grænlandshvalur?

Jón Már HalldórssonGrænlandshvalur

Grænlandshvalur er annað heiti á grænlandssléttbak (Balaena mysticetus). Annað heiti yfir hann er norðhvalur. Á enskri tungu kallast þessi hvalur bowhead og vísar það til höfuðlagsins, eða arctic right whale en það nafn er sprottið undan rifjum hvalveiðimanna sem töldu þennan hval vera hinn "rétta", enda afar verðmæt bráð fyrir hvalfangara fyrri alda.

Sléttbakur þessi var mun útbreiddari hér áður fyrr. Gegndarlausar veiðar hófust á honum mjög snemma, eða á 17. öld, en þeim var hætt snemma á 19. öld. Grænlandshvalurinn var að öllum líkindum verðmætastur allra stóru reyðarhvalannna fyrir hvalfangara, enda fóru mörg hvalveiðiskip hér áður fyrr langar leiðir til að ná í hann, þeirra á meðal basknesk hvalveiðiskip.
Grænlandssléttbakurinn lifði um allt norðurhvel jarðar en í dag eru þekktir fimm aðskildir stofnar. Þeir eru Svalbarðastofninn sem finnst nyrst á Atlantshafi, stofn sem kenndur er við Hudson flóa við Kanada, Davidssundsstofninn, Okhotskhafsstofninn við Síberíu og Beringshafsstofninn.

Í dag telja vísindamenn að í Norður-Atlantshafi séu aðeins um 700 dýr eftir en stofnarnir sem lifa í Norður-Kyrrahafi telja allt að 8.000 dýr.

Mynd og kort:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.3.2003

Spyrjandi

Hálfdán Eiríksson, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar lifir grænlandshvalur?“ Vísindavefurinn, 26. mars 2003. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3279.

Jón Már Halldórsson. (2003, 26. mars). Hvar lifir grænlandshvalur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3279

Jón Már Halldórsson. „Hvar lifir grænlandshvalur?“ Vísindavefurinn. 26. mar. 2003. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3279>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar lifir grænlandshvalur?


Grænlandshvalur

Grænlandshvalur er annað heiti á grænlandssléttbak (Balaena mysticetus). Annað heiti yfir hann er norðhvalur. Á enskri tungu kallast þessi hvalur bowhead og vísar það til höfuðlagsins, eða arctic right whale en það nafn er sprottið undan rifjum hvalveiðimanna sem töldu þennan hval vera hinn "rétta", enda afar verðmæt bráð fyrir hvalfangara fyrri alda.

Sléttbakur þessi var mun útbreiddari hér áður fyrr. Gegndarlausar veiðar hófust á honum mjög snemma, eða á 17. öld, en þeim var hætt snemma á 19. öld. Grænlandshvalurinn var að öllum líkindum verðmætastur allra stóru reyðarhvalannna fyrir hvalfangara, enda fóru mörg hvalveiðiskip hér áður fyrr langar leiðir til að ná í hann, þeirra á meðal basknesk hvalveiðiskip.
Grænlandssléttbakurinn lifði um allt norðurhvel jarðar en í dag eru þekktir fimm aðskildir stofnar. Þeir eru Svalbarðastofninn sem finnst nyrst á Atlantshafi, stofn sem kenndur er við Hudson flóa við Kanada, Davidssundsstofninn, Okhotskhafsstofninn við Síberíu og Beringshafsstofninn.

Í dag telja vísindamenn að í Norður-Atlantshafi séu aðeins um 700 dýr eftir en stofnarnir sem lifa í Norður-Kyrrahafi telja allt að 8.000 dýr.

Mynd og kort:

...