Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er höfuðborg Brasilíu?

Anna Þyrí Hálfdánardóttir

Höfuðborg Brasilíu heitir einfaldlega Brasilía. Hún varð höfuðborg 21. apríl 1960 en áður hafði Rio de Janeiro verið höfuðborgin. Borgin Brasilía er í Sambandshéraðinu (pg. Distrido Federal) og er miðstöð stjórnsýslu landsins, auk þess sem þar er að finna erlend sendiráð.

Brasilíumenn höfðu lengi haft á dagskránni að byggja sérstaka höfuðborg í miðju landsins, til að létta álaginu af hafnarborginni Rio de Janeiro. Ráðist var í framkvæmdir árið 1956 á áður nánast óbyggðu svæði. Borgin Brasilía var því skipulögð sem heild frá grunni og þykir svo einstök vegna skipulagsins og byggingarstíls aðalbygginga, að hún var sett á skrá UNESCO árið 1987 yfir staði sem ber sérstaklega að varðveita (e. World Heritage site).

Tveir brasilískir arkitektar eiga mestan heiður að útliti borgarinnar. Lúcio Costa skipulagði borgina og lagði áherslu á öxulkerfi þjóðveganna, en þeir liggja frá norðri til suðversturs og frá norðvestri til suðausturs. Oscar Niemeyer hannaði aðalbyggingar borgarinnar, byggingar hins þrískipta valds við Valdskiptingartorgið og forsetabústaðinn, Höll dögunarinnar.




Árið 1959 voru íbúar Brasilíuborgar 64.000 en hafði fjölgað í 272.000 árið 1970. Nú er talið að um 1.700.000 búi í borginni og borgarfylkinu. Brasilía er stærsta land Suður-Ameríku og Rio de Janeiro ein af stærstu borgum heims.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

grunnskólanemi í Valhúsaskóla

Útgáfudagur

26.3.2003

Spyrjandi

Auður Elva, f. 1988

Tilvísun

Anna Þyrí Hálfdánardóttir. „Hver er höfuðborg Brasilíu?“ Vísindavefurinn, 26. mars 2003, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3280.

Anna Þyrí Hálfdánardóttir. (2003, 26. mars). Hver er höfuðborg Brasilíu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3280

Anna Þyrí Hálfdánardóttir. „Hver er höfuðborg Brasilíu?“ Vísindavefurinn. 26. mar. 2003. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3280>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er höfuðborg Brasilíu?
Höfuðborg Brasilíu heitir einfaldlega Brasilía. Hún varð höfuðborg 21. apríl 1960 en áður hafði Rio de Janeiro verið höfuðborgin. Borgin Brasilía er í Sambandshéraðinu (pg. Distrido Federal) og er miðstöð stjórnsýslu landsins, auk þess sem þar er að finna erlend sendiráð.

Brasilíumenn höfðu lengi haft á dagskránni að byggja sérstaka höfuðborg í miðju landsins, til að létta álaginu af hafnarborginni Rio de Janeiro. Ráðist var í framkvæmdir árið 1956 á áður nánast óbyggðu svæði. Borgin Brasilía var því skipulögð sem heild frá grunni og þykir svo einstök vegna skipulagsins og byggingarstíls aðalbygginga, að hún var sett á skrá UNESCO árið 1987 yfir staði sem ber sérstaklega að varðveita (e. World Heritage site).

Tveir brasilískir arkitektar eiga mestan heiður að útliti borgarinnar. Lúcio Costa skipulagði borgina og lagði áherslu á öxulkerfi þjóðveganna, en þeir liggja frá norðri til suðversturs og frá norðvestri til suðausturs. Oscar Niemeyer hannaði aðalbyggingar borgarinnar, byggingar hins þrískipta valds við Valdskiptingartorgið og forsetabústaðinn, Höll dögunarinnar.




Árið 1959 voru íbúar Brasilíuborgar 64.000 en hafði fjölgað í 272.000 árið 1970. Nú er talið að um 1.700.000 búi í borginni og borgarfylkinu. Brasilía er stærsta land Suður-Ameríku og Rio de Janeiro ein af stærstu borgum heims.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....