Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir „á öldum ljósvakans”?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið ljósvaki er rakið til Jónasar Hallgrímssonar skálds. Hann notaði það fyrstur manna í þýðingu sinni Stjörnufræði eftir G. F. Ursin (Kaupmannahöfn 1842:9). Þar stendur (stafsetningu breytt): „Sumir halda ljósið streymi út úr hinum lýsendu líkömum; aftur halda sumir, það komi af skjálfta eður bylgjugangi í harðla smágjörvu frumefni, því er kalla mætti ljósvaka (æther); hyggja menn að ljósvaki fylli allan himingeiminn, og segja ljósið kvikni þar við hristinginn, að sínu leyti og hljóðið kviknar, við hristingu jarðlofts vors.”

Sú hugmynd, að ljósvakinn væri efni sem fyllti rúmið milli hnatta og efnisagna, er löngu úrelt en orðasambandið á öldum ljósvakans lifir í fremur hátíðlegu máli. Þá er verið að vísa til útvarpsbylgna sem flytja efni úr útvarpi til hlustenda og sagt t.d.: „Fréttin barst á öldum ljósvakans inn á hvert heimili.” Þá er átt við að útvarpið hafi flutt fréttina.

Meira má lesa um ljósvaka í svari Stefáns Inga Valdimarssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað er ljósvaki? Er hann til?

Mynd: University of Wisconsin-Madison

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

26.3.2003

Spyrjandi

Guðmundur Gunnarsson, f. 1991

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir „á öldum ljósvakans”?“ Vísindavefurinn, 26. mars 2003, sótt 9. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3283.

Guðrún Kvaran. (2003, 26. mars). Hvað þýðir „á öldum ljósvakans”? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3283

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir „á öldum ljósvakans”?“ Vísindavefurinn. 26. mar. 2003. Vefsíða. 9. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3283>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir „á öldum ljósvakans”?
Orðið ljósvaki er rakið til Jónasar Hallgrímssonar skálds. Hann notaði það fyrstur manna í þýðingu sinni Stjörnufræði eftir G. F. Ursin (Kaupmannahöfn 1842:9). Þar stendur (stafsetningu breytt): „Sumir halda ljósið streymi út úr hinum lýsendu líkömum; aftur halda sumir, það komi af skjálfta eður bylgjugangi í harðla smágjörvu frumefni, því er kalla mætti ljósvaka (æther); hyggja menn að ljósvaki fylli allan himingeiminn, og segja ljósið kvikni þar við hristinginn, að sínu leyti og hljóðið kviknar, við hristingu jarðlofts vors.”

Sú hugmynd, að ljósvakinn væri efni sem fyllti rúmið milli hnatta og efnisagna, er löngu úrelt en orðasambandið á öldum ljósvakans lifir í fremur hátíðlegu máli. Þá er verið að vísa til útvarpsbylgna sem flytja efni úr útvarpi til hlustenda og sagt t.d.: „Fréttin barst á öldum ljósvakans inn á hvert heimili.” Þá er átt við að útvarpið hafi flutt fréttina.

Meira má lesa um ljósvaka í svari Stefáns Inga Valdimarssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað er ljósvaki? Er hann til?

Mynd: University of Wisconsin-Madison...