Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.
Mesta fjarlægð Plútós frá jörðu er um það bil 7530 milljón kílómetrar en þegar Plútó er næst jörðu er fjarlægðin um það bil 4290 milljón kílómetrar. Ef við ætluðum okkur að fljúga með flugvél til Plútó væri þægilegast að flúgja með Concorde-þotu sem er hraðskreiðasta farþegaþota heims. Eðlilegur flughraði hennar er nálægt tvöföldum hljóðhraða, eða 2.150 kílómetrar á klst. Ef að við miðum við minnstu fjarlægð jörðu frá Plútó, værum við því um það bil 1.995.348 klst á leiðinni, eða 227 ár og 284 daga að fljúga með Concorde-þotu til Plútó frá jörðu.
Kannski vill spyrjandinn vita hversu lengi geimflaug væri á leiðinni. Geimskutla ætti að geta náð sporbaugshraða sem er um 27.360 km/klst. Þá tæki flugið rúmar 156.798 klst eða um 17 ár og 328 daga.
Heimildir og mynd:
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.
Katrín Birgisdóttir. „Hvað tekur langan tíma að fljúga til Plútó?“ Vísindavefurinn, 27. mars 2003, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3287.
Katrín Birgisdóttir. (2003, 27. mars). Hvað tekur langan tíma að fljúga til Plútó? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3287
Katrín Birgisdóttir. „Hvað tekur langan tíma að fljúga til Plútó?“ Vísindavefurinn. 27. mar. 2003. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3287>.