Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Ber ekki að ávarpa þingforseta og ráðherra á sama hátt á Alþingi?

ÞV

Upphafleg spurning í heild er sem hér segir:
Á vef Alþingis, www.althingi.is, í kaflanum "Upplýsingar-Ýmis hugtök...- Umræður," er greint frá hvernig þingmönnum ber að haga ræðu sinni. Þar eru meðal annars sýnd þessi tvö dæmi um ávörp: "hæstvirti forseti" og "hæstvirtur forsætisráðherra". Af hverju er þetta haft hvort með sínu móti?
Textagreinin sem spyrjandi vísar til hljóðar svo í heild:
Í þingsalnum mæla menn úr ræðustól, beina ræðu sinni til forseta þingsins og ávarpa hann frú forseti, herra forseti eða hæstvirti forseti. Í ræðu skal ekki ávarpa einstaka þingmenn eða beina máli til þeirra beint (þú), heldur alls þingheims. Þegar þingmenn eru nefndir á nafn eru þeir kenndir við kjördæmi og kosninganúmer sitt, t.d. 1. þingmaður Vestfjarða. Einnig má nefna þingmenn fullu nafni, en ávallt eru þeir kallaðir háttvirtir . Ráðherrar eru ávarpaðir sem hæstvirtir ráðherrar, t.d. hæstvirtur forsætisráðherra.
Okkur sýnist ekki að þarna sé um raunverulegan mun á kórréttu ávarpi að ræða, heldur sé verið að nefna dæmi. Þannig sé hvorttveggja jafnvel við hæfi, þegar við á að öðru leyti, að segja "hæstvirtur forseti" og "hæstvirti forseti", og sömuleiðis að segja "hæstvirtur forsætisráðherra" eða "hæstvirti forsætisráðherra." Fyrra formið á eitt við samkvæmt almennri málvenju þegar verið er að tala um manninn frekar en við hann: "Hæstvirtur forseti/forsætisráðherra hefur sagt ..." Síðara formið getur einungis átt við í beinu ávarpi: "Hæstvirti forseti/forsætisráðherra --- Ég hef tekið eftir því ..." En í þessu síðara dæmi væri líka hægt að segja "hæstvirtur ..." samkvæmt almennri málvenju, að vísu um frekar hátíðlegt mál.

Almennt nota menn ýmist sterka eða veika beygingu lýsingarorðs þegar þeir ávarpa áheyrendur sína í upphafi ræðu: "Góðir Íslendingar," "kæru vinir," "góðir fundarmenn," "ágætu samstarfsmenn." Um þetta virðast fyrst og fremst gilda reglur máltilfinningar og hefðar.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

11.4.2000

Spyrjandi

Ólafur S. Björnsson

Efnisorð

Tilvísun

ÞV. „Ber ekki að ávarpa þingforseta og ráðherra á sama hátt á Alþingi?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2000. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=329.

ÞV. (2000, 11. apríl). Ber ekki að ávarpa þingforseta og ráðherra á sama hátt á Alþingi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=329

ÞV. „Ber ekki að ávarpa þingforseta og ráðherra á sama hátt á Alþingi?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2000. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=329>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ber ekki að ávarpa þingforseta og ráðherra á sama hátt á Alþingi?
Upphafleg spurning í heild er sem hér segir:

Á vef Alþingis, www.althingi.is, í kaflanum "Upplýsingar-Ýmis hugtök...- Umræður," er greint frá hvernig þingmönnum ber að haga ræðu sinni. Þar eru meðal annars sýnd þessi tvö dæmi um ávörp: "hæstvirti forseti" og "hæstvirtur forsætisráðherra". Af hverju er þetta haft hvort með sínu móti?
Textagreinin sem spyrjandi vísar til hljóðar svo í heild:
Í þingsalnum mæla menn úr ræðustól, beina ræðu sinni til forseta þingsins og ávarpa hann frú forseti, herra forseti eða hæstvirti forseti. Í ræðu skal ekki ávarpa einstaka þingmenn eða beina máli til þeirra beint (þú), heldur alls þingheims. Þegar þingmenn eru nefndir á nafn eru þeir kenndir við kjördæmi og kosninganúmer sitt, t.d. 1. þingmaður Vestfjarða. Einnig má nefna þingmenn fullu nafni, en ávallt eru þeir kallaðir háttvirtir . Ráðherrar eru ávarpaðir sem hæstvirtir ráðherrar, t.d. hæstvirtur forsætisráðherra.
Okkur sýnist ekki að þarna sé um raunverulegan mun á kórréttu ávarpi að ræða, heldur sé verið að nefna dæmi. Þannig sé hvorttveggja jafnvel við hæfi, þegar við á að öðru leyti, að segja "hæstvirtur forseti" og "hæstvirti forseti", og sömuleiðis að segja "hæstvirtur forsætisráðherra" eða "hæstvirti forsætisráðherra." Fyrra formið á eitt við samkvæmt almennri málvenju þegar verið er að tala um manninn frekar en við hann: "Hæstvirtur forseti/forsætisráðherra hefur sagt ..." Síðara formið getur einungis átt við í beinu ávarpi: "Hæstvirti forseti/forsætisráðherra --- Ég hef tekið eftir því ..." En í þessu síðara dæmi væri líka hægt að segja "hæstvirtur ..." samkvæmt almennri málvenju, að vísu um frekar hátíðlegt mál.

Almennt nota menn ýmist sterka eða veika beygingu lýsingarorðs þegar þeir ávarpa áheyrendur sína í upphafi ræðu: "Góðir Íslendingar," "kæru vinir," "góðir fundarmenn," "ágætu samstarfsmenn." Um þetta virðast fyrst og fremst gilda reglur máltilfinningar og hefðar.

...