Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:49 • Sest 15:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:06 • Síðdegis: 23:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:41 • Síðdegis: 17:31 í Reykjavík

Hvað éta búrhvalir?

Jón Már Halldórsson

Hér er einnig svarað spurningunni: Hefur bardagi búrhvals og risablekfisks náðst á filmu?


Búrhvalurinn (Physeter macrocephalus) er risinn meðal tannhvala úthafanna. Hann getur orðið allt að 15 metrar á lengd og vegið yfir 50 tonn. Margir þættir í fæðunámi búrhvalsins eru enn á huldu, til dæmis hvernig hann veiðir bráðina, á hvaða dýpi og hvað nákvæmlega hann étur. Þó hafa farið fram ýmsar athuganir á fæðuvali hans byggðar á magainnihaldi veiddra dýra.

Vitað er að búrhvalir kafa djúpt í leit sinni að fæðu, nokkrar sannanir fyrir því hafa fengist með hjálp mælitækja sem hafa verið fest á búrhvali. Þau sýna að þeir fara allt niður á 1200 metra dýpi og kannski jafnvel enn dýpra í veiðiferðum. Búrhvalir geta ennfremur verið í kafi í um klukkustund.

Helsta fæða búrhvala eru smokkfiskar (blekfiskar) og þá oftast stórvaxnir risasmokkfiskar af tegundinni Architeuthis dux en fjöldi slíkra skepna hefur fundist í maga búrhvala. Vísindamenn telja að búrhvalir séu einu afræningar þessara smokkfiska.

Rannsóknir sýna að allt að 80% af fæðu búrhvala eru smokkfiskar sem þeir ráðast á og hremma á talsverðu dýpi. Hin 20% skiptast á milli tegunda eins og kolkrabba, bolfiska, rækja, tífættra krabba og jafnvel smávaxinna og meðalstórra botnlægra hákarla.
Hvað mest heillandi við lífshætti búrhvala eru gríðarstór sár sem margir þeirra hafa fengið í átökum við risasmokkfiska í undirdjúpunum. Þó risasmokkfiskurinn sé stór, á hann ekki mikla möguleika í búrhval. Því miður fyrir áhugamenn um lifnaðarhætti hvala, hefur slíkur bardagi ekki verið festur á filmu og nær öruggt er að enginn maður hefur orðið vitni að slíkum bardaga milli búrhvals og risasmokkfisk.Á Vísindavefnum má lesa nánar um búrhvali í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru til margir búrhvalir í heiminum?

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

31.3.2003

Spyrjandi

Helgi Þór Þorsteinsson, f. 1993
Jón Pétursson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta búrhvalir? “ Vísindavefurinn, 31. mars 2003. Sótt 4. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=3297.

Jón Már Halldórsson. (2003, 31. mars). Hvað éta búrhvalir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3297

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta búrhvalir? “ Vísindavefurinn. 31. mar. 2003. Vefsíða. 4. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3297>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað éta búrhvalir?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hefur bardagi búrhvals og risablekfisks náðst á filmu?


Búrhvalurinn (Physeter macrocephalus) er risinn meðal tannhvala úthafanna. Hann getur orðið allt að 15 metrar á lengd og vegið yfir 50 tonn. Margir þættir í fæðunámi búrhvalsins eru enn á huldu, til dæmis hvernig hann veiðir bráðina, á hvaða dýpi og hvað nákvæmlega hann étur. Þó hafa farið fram ýmsar athuganir á fæðuvali hans byggðar á magainnihaldi veiddra dýra.

Vitað er að búrhvalir kafa djúpt í leit sinni að fæðu, nokkrar sannanir fyrir því hafa fengist með hjálp mælitækja sem hafa verið fest á búrhvali. Þau sýna að þeir fara allt niður á 1200 metra dýpi og kannski jafnvel enn dýpra í veiðiferðum. Búrhvalir geta ennfremur verið í kafi í um klukkustund.

Helsta fæða búrhvala eru smokkfiskar (blekfiskar) og þá oftast stórvaxnir risasmokkfiskar af tegundinni Architeuthis dux en fjöldi slíkra skepna hefur fundist í maga búrhvala. Vísindamenn telja að búrhvalir séu einu afræningar þessara smokkfiska.

Rannsóknir sýna að allt að 80% af fæðu búrhvala eru smokkfiskar sem þeir ráðast á og hremma á talsverðu dýpi. Hin 20% skiptast á milli tegunda eins og kolkrabba, bolfiska, rækja, tífættra krabba og jafnvel smávaxinna og meðalstórra botnlægra hákarla.
Hvað mest heillandi við lífshætti búrhvala eru gríðarstór sár sem margir þeirra hafa fengið í átökum við risasmokkfiska í undirdjúpunum. Þó risasmokkfiskurinn sé stór, á hann ekki mikla möguleika í búrhval. Því miður fyrir áhugamenn um lifnaðarhætti hvala, hefur slíkur bardagi ekki verið festur á filmu og nær öruggt er að enginn maður hefur orðið vitni að slíkum bardaga milli búrhvals og risasmokkfisk.Á Vísindavefnum má lesa nánar um búrhvali í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru til margir búrhvalir í heiminum?

Heimildir og myndir:...