Sólin Sólin Rís 07:00 • sest 19:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:39 • Sest 07:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:17 • Síðdegis: 18:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:15 • Síðdegis: 12:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:00 • sest 19:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:39 • Sest 07:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:17 • Síðdegis: 18:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:15 • Síðdegis: 12:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er þetta?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson

Orðið þetta er ábendingarfornafn. Tilgangur þess er að benda á hlut eða fyrirbæri og merkingin hverju sinni ræðst af samhenginu.

Eins og orðið núna sem fjallað er nánar um í þessu svari er orðið þetta svokallað ábendingarorð. Merking ábendingarorða ræðst af samhengi og aðstæðum hverju sinni. Ef ég segi "Sjáðu þetta!" er bráðnauðsynlegt fyrir viðmælanda minn að gera sér grein fyrir á hvað ég er að benda til að ljóst sé hvað þetta á við. “Þetta” vísar þarna til þess hlutar sem ég bendi á eða gef með öðrum hætti í skyn að ég eigi við, hvort sem hluturinn er stór eða lítill, nálægt eða langt í burtu.



Nú getur vel verið að spyrjendur okkar hafi verið að benda á einhverja ákveðna hluti eða haft ákveðna hluti í huga þegar þeir lögðu inn spurninguna. Svarið við slíkri spurningu getur verið hvað sem er, til dæmis "fótboltaskór", "regnhlíf", "Laugardalshöllin" eða "mynd af forseta Finnlands". Tölvupósturinn kemur því hins vegar ekki til skila til okkar hvað spyrjandi var að benda á eða hafði í huga þegar hann sendi okkur spurninguna. Við ætlum heldur ekki að fara að stríða spyrjendum með því að þráspyrja þá um þetta, enda félli spurningin þá um sjálfa sig með svörum þeirra.

Við viljum miklu frekar hugsa okkur að spyrjendur setji spurninguna svona fram að yfirlögðu ráði og í fullri einlægni; hún eigi að vera svona og engan veginn öðruvísi; engar viðbótarupplýsingar eigi að fylgja. Okkur sýnist að þá komi tvö svör til greina.

Annað svarið byggist á því að ábendingin í orðinu “þetta” sé eins einföld og nærtæk og hugsast getur; hún vísi til þess sem við horfum á þegar við lesum spurninguna. Svarið væri þá svona: Þetta er spurning.

Hinn möguleikinn er sá að “þetta” í spurningunni sé ekki ábendingarfornafn heldur eins og hvert annað orð, rétt eins og við hefðum spurt “Hvað er sem?” Sumir fræðimenn mundu þá umrita spurninguna með því að setja í hana gæsalappir: Hvað er “þetta”? Svarið samkvæmt þessu sjónarhorni er auðvitað: Þetta (“þetta”) er íslenskt orð, nánar tiltekið ábendingarfornafn.

Við látum lesandanum eftir að hugleiða þessa valkosti og kannski bæta fleirum við ef honum sýnist svo.

Mynd: HB

Höfundar

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

4.4.2003

Spyrjandi

Óskar Páll Elfarsson

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er þetta?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2003, sótt 18. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3313.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 4. apríl). Hvað er þetta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3313

Eyja Margrét Brynjarsdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er þetta?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2003. Vefsíða. 18. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3313>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er þetta?
Orðið þetta er ábendingarfornafn. Tilgangur þess er að benda á hlut eða fyrirbæri og merkingin hverju sinni ræðst af samhenginu.

Eins og orðið núna sem fjallað er nánar um í þessu svari er orðið þetta svokallað ábendingarorð. Merking ábendingarorða ræðst af samhengi og aðstæðum hverju sinni. Ef ég segi "Sjáðu þetta!" er bráðnauðsynlegt fyrir viðmælanda minn að gera sér grein fyrir á hvað ég er að benda til að ljóst sé hvað þetta á við. “Þetta” vísar þarna til þess hlutar sem ég bendi á eða gef með öðrum hætti í skyn að ég eigi við, hvort sem hluturinn er stór eða lítill, nálægt eða langt í burtu.



Nú getur vel verið að spyrjendur okkar hafi verið að benda á einhverja ákveðna hluti eða haft ákveðna hluti í huga þegar þeir lögðu inn spurninguna. Svarið við slíkri spurningu getur verið hvað sem er, til dæmis "fótboltaskór", "regnhlíf", "Laugardalshöllin" eða "mynd af forseta Finnlands". Tölvupósturinn kemur því hins vegar ekki til skila til okkar hvað spyrjandi var að benda á eða hafði í huga þegar hann sendi okkur spurninguna. Við ætlum heldur ekki að fara að stríða spyrjendum með því að þráspyrja þá um þetta, enda félli spurningin þá um sjálfa sig með svörum þeirra.

Við viljum miklu frekar hugsa okkur að spyrjendur setji spurninguna svona fram að yfirlögðu ráði og í fullri einlægni; hún eigi að vera svona og engan veginn öðruvísi; engar viðbótarupplýsingar eigi að fylgja. Okkur sýnist að þá komi tvö svör til greina.

Annað svarið byggist á því að ábendingin í orðinu “þetta” sé eins einföld og nærtæk og hugsast getur; hún vísi til þess sem við horfum á þegar við lesum spurninguna. Svarið væri þá svona: Þetta er spurning.

Hinn möguleikinn er sá að “þetta” í spurningunni sé ekki ábendingarfornafn heldur eins og hvert annað orð, rétt eins og við hefðum spurt “Hvað er sem?” Sumir fræðimenn mundu þá umrita spurninguna með því að setja í hana gæsalappir: Hvað er “þetta”? Svarið samkvæmt þessu sjónarhorni er auðvitað: Þetta (“þetta”) er íslenskt orð, nánar tiltekið ábendingarfornafn.

Við látum lesandanum eftir að hugleiða þessa valkosti og kannski bæta fleirum við ef honum sýnist svo.

Mynd: HB...