Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er fæða mörgæsa?

Jón Már Halldórsson




Rannsóknir á mörgæsum sem lifa við strendur Ástralíu og Nýja-Sjálands, benda til þess að helsta fæða þeirra sé fiskur, krabbar og smokkfiskar. Líffræðingar sem hafa stundað vistfræðirannsóknir á mörgæsum á Phillipseyju við Ástralíu, hafa séð miklar breytingar á fæðuvali mörgæsanna sem þar lifa. Fyrir 30 árum voru ansjósur og sardínur stór hluti af fæðunni, eða um 74% af lífvigt (þyngd lifandi fæðu), en í dag er hlutfallið um 30%. Þessar fisktegundir eru mikið veiddar af stórum fiskiskipaflotum á Suðurhöfum. Þegar mörgæsirnar hafa unga í hreiðri, borða þær einungis fisk og vitað er að þegar fiskgengd er lítil, kemur það hart niður á lífsafkomu unganna og afföll aukast stórlega.

Rannsóknir á keisaramörgæsum (Aptenodytes forsteri) sem lifa á Suðurheimskautslandinu, benda til þess að uppistaðan í fæðu þeirra séu ýmsar tegundir fiska. Önnur tegund mörgæsa sem lifir einnig á Suðurheimskautslandinu, Adeliemörgæsin (Pygoscelis adeliae), lifir aðallega á suðurhafsljósátu, dýrum litlu minni en rækjur. Rannsóknir hafa sýnt að því norðar sem mörgæsategund lifir, því stærri hlut vegur fiskur í fæðu hennar.

Allar mörgæsir ganga í gegnum árlegt föstuskeið og lifa þá á uppsafnaðri líkamsfitu. Flestar tegundir fasta á meðan varptímanum stendur, sumar tegundir einnig á pörunar- og meðgöngutíma. Mörgæsir fasta einnig þegar þær fella fjaðrir. Lengd föstutíma mörgæsa er háð tegund, kyni og tímabili (vegna fjaðrafellis, meðgöngu eða pörunar).

Lengsta föstutímabilið sem þekkist meðal mörgæsa er hjá keisaramörgæsinni. Karlfuglarnir éta ekkert á pörunartímanum, fylgja kvenfuglinum í gegnum meðgöngutímann og gæta síðan eggja þegar varpi er lokið, á meðan kvenfuglarnir halda á haf út og fita sig að nýju. Slíkt föstutímabil getur varað í 90-120 daga hjá karlfuglunum.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.4.2003

Spyrjandi

Sigríður María Kristinsdóttir, f. 1989

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er fæða mörgæsa?“ Vísindavefurinn, 7. apríl 2003, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3315.

Jón Már Halldórsson. (2003, 7. apríl). Hver er fæða mörgæsa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3315

Jón Már Halldórsson. „Hver er fæða mörgæsa?“ Vísindavefurinn. 7. apr. 2003. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3315>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er fæða mörgæsa?



Rannsóknir á mörgæsum sem lifa við strendur Ástralíu og Nýja-Sjálands, benda til þess að helsta fæða þeirra sé fiskur, krabbar og smokkfiskar. Líffræðingar sem hafa stundað vistfræðirannsóknir á mörgæsum á Phillipseyju við Ástralíu, hafa séð miklar breytingar á fæðuvali mörgæsanna sem þar lifa. Fyrir 30 árum voru ansjósur og sardínur stór hluti af fæðunni, eða um 74% af lífvigt (þyngd lifandi fæðu), en í dag er hlutfallið um 30%. Þessar fisktegundir eru mikið veiddar af stórum fiskiskipaflotum á Suðurhöfum. Þegar mörgæsirnar hafa unga í hreiðri, borða þær einungis fisk og vitað er að þegar fiskgengd er lítil, kemur það hart niður á lífsafkomu unganna og afföll aukast stórlega.

Rannsóknir á keisaramörgæsum (Aptenodytes forsteri) sem lifa á Suðurheimskautslandinu, benda til þess að uppistaðan í fæðu þeirra séu ýmsar tegundir fiska. Önnur tegund mörgæsa sem lifir einnig á Suðurheimskautslandinu, Adeliemörgæsin (Pygoscelis adeliae), lifir aðallega á suðurhafsljósátu, dýrum litlu minni en rækjur. Rannsóknir hafa sýnt að því norðar sem mörgæsategund lifir, því stærri hlut vegur fiskur í fæðu hennar.

Allar mörgæsir ganga í gegnum árlegt föstuskeið og lifa þá á uppsafnaðri líkamsfitu. Flestar tegundir fasta á meðan varptímanum stendur, sumar tegundir einnig á pörunar- og meðgöngutíma. Mörgæsir fasta einnig þegar þær fella fjaðrir. Lengd föstutíma mörgæsa er háð tegund, kyni og tímabili (vegna fjaðrafellis, meðgöngu eða pörunar).

Lengsta föstutímabilið sem þekkist meðal mörgæsa er hjá keisaramörgæsinni. Karlfuglarnir éta ekkert á pörunartímanum, fylgja kvenfuglinum í gegnum meðgöngutímann og gæta síðan eggja þegar varpi er lokið, á meðan kvenfuglarnir halda á haf út og fita sig að nýju. Slíkt föstutímabil getur varað í 90-120 daga hjá karlfuglunum.

Heimildir og myndir:...