Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur lognið?

Ólafur Páll Jónsson



Það er logn í dag, en það var ekki logn í gær, og því hlýtur lognið að hafa komið. Og ef lognið, sem er hér í dag en var hér ekki í gær, hefur komið, þá hlýtur það að hafa komið einhversstaðar frá. Og þá liggur beint við að spyrja: Hvaðan kom lognið?

Það hefur verið rotta undir rúminu mínu í dag, en það var engin rotta undir rúminu mínu í gær, og því hlýtur rottan að hafa komið. Og ef rottan, sem er undir rúminu mínu í dag en var þar ekki í gær, hefur komið, þá hlýtur hún að hafa komið einhversstaðar frá. En hvaðan kom rottan?

Rottan undir rúminu mínu hefur kannski komið í gegnum rifuna í gólfinu, eða inn um opnar svaladyrnar, nema óforskammaðir prakkarar hafi komið henni þar fyrir. Þá var það að vísu ekki rottan sem kom, heldur var komið með hana. En allt um það, ég veit hvernig ég á að snúa mér í svona efnum. Á morgun hendi ég rottunni út um gluggann.

En hvað með lognið. Í gær var austan rok. Hvaðan kom það? Vindurinn blés að austan, þess vegna var þetta austan rok en ekki sunnan rok. Rok er bara hreyfing loftmassa og austan rok er hreyfing loftmassa frá austri til vesturs. En vindurinn, sjálf hreyfing loftmassans frá austri til vesturs, kom ekki að austan. Hvaðan kom þessi hreyfing eiginlega? Lægðin sem olli rokinu kom frá Þanghafinu, og fór í norð-austur fyrir suð-austan land. Ekki langt frá Halamiðum. En lægðin er ekki rokið. Og svo þegar lægðin var farin hjá, þá lægði smám saman. Loks kom logn. Og hvaðan kom lognið? Það kom í kjölfar lægðarinnar, það sagði veðurfræðingurinn í sjónvarpinu að minnsta kosti, en lognið, sem er ekkert annað en hreyfingarleysi í loftmassanum, kom samt ekki á hraðri siglingu sunnan úr Þanghafi. Nei, orðin blekkja okkur. Við spurningunni um það hvaðan lognið kom er ekki til neitt flókið svar, svarið er eins einfalt og hugsast getur: Það bara kom.

Þegar slökkt er á kertinu, þá fer eldurinn. En hvert fer eldurinn? Hann bara fer. Lognið bara kemur og eldurinn bara fer. Þannig er lífinu líka farið. Þegar við fæðumst þá kemur það, og það bara kemur, og þegar við deyjum þá fer það, og það bara fer. Rotta er hlutur, og þess vegna getur hún ekki komið nema koma einhversstaðar frá, og þess vegna geta líka óforskammaðir prakkarar veitt hana í fötu og komið fyrir undir rúmi hjá saklausum heimspekingum. En logn, eldur og líf eru ekki hlutir. Þetta eru eiginleikar sem eru þannig að ef þeir koma, þá bara koma þeir. Og þegar þeir fara, þá bara fara þeir.

Mynd: The Ontario County Department of Records, Archives and Information Management Services

Höfundur

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

8.4.2003

Spyrjandi

Árni Ibsen

Efnisorð

Tilvísun

Ólafur Páll Jónsson. „Hvaðan kemur lognið?“ Vísindavefurinn, 8. apríl 2003, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3319.

Ólafur Páll Jónsson. (2003, 8. apríl). Hvaðan kemur lognið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3319

Ólafur Páll Jónsson. „Hvaðan kemur lognið?“ Vísindavefurinn. 8. apr. 2003. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3319>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur lognið?


Það er logn í dag, en það var ekki logn í gær, og því hlýtur lognið að hafa komið. Og ef lognið, sem er hér í dag en var hér ekki í gær, hefur komið, þá hlýtur það að hafa komið einhversstaðar frá. Og þá liggur beint við að spyrja: Hvaðan kom lognið?

Það hefur verið rotta undir rúminu mínu í dag, en það var engin rotta undir rúminu mínu í gær, og því hlýtur rottan að hafa komið. Og ef rottan, sem er undir rúminu mínu í dag en var þar ekki í gær, hefur komið, þá hlýtur hún að hafa komið einhversstaðar frá. En hvaðan kom rottan?

Rottan undir rúminu mínu hefur kannski komið í gegnum rifuna í gólfinu, eða inn um opnar svaladyrnar, nema óforskammaðir prakkarar hafi komið henni þar fyrir. Þá var það að vísu ekki rottan sem kom, heldur var komið með hana. En allt um það, ég veit hvernig ég á að snúa mér í svona efnum. Á morgun hendi ég rottunni út um gluggann.

En hvað með lognið. Í gær var austan rok. Hvaðan kom það? Vindurinn blés að austan, þess vegna var þetta austan rok en ekki sunnan rok. Rok er bara hreyfing loftmassa og austan rok er hreyfing loftmassa frá austri til vesturs. En vindurinn, sjálf hreyfing loftmassans frá austri til vesturs, kom ekki að austan. Hvaðan kom þessi hreyfing eiginlega? Lægðin sem olli rokinu kom frá Þanghafinu, og fór í norð-austur fyrir suð-austan land. Ekki langt frá Halamiðum. En lægðin er ekki rokið. Og svo þegar lægðin var farin hjá, þá lægði smám saman. Loks kom logn. Og hvaðan kom lognið? Það kom í kjölfar lægðarinnar, það sagði veðurfræðingurinn í sjónvarpinu að minnsta kosti, en lognið, sem er ekkert annað en hreyfingarleysi í loftmassanum, kom samt ekki á hraðri siglingu sunnan úr Þanghafi. Nei, orðin blekkja okkur. Við spurningunni um það hvaðan lognið kom er ekki til neitt flókið svar, svarið er eins einfalt og hugsast getur: Það bara kom.

Þegar slökkt er á kertinu, þá fer eldurinn. En hvert fer eldurinn? Hann bara fer. Lognið bara kemur og eldurinn bara fer. Þannig er lífinu líka farið. Þegar við fæðumst þá kemur það, og það bara kemur, og þegar við deyjum þá fer það, og það bara fer. Rotta er hlutur, og þess vegna getur hún ekki komið nema koma einhversstaðar frá, og þess vegna geta líka óforskammaðir prakkarar veitt hana í fötu og komið fyrir undir rúmi hjá saklausum heimspekingum. En logn, eldur og líf eru ekki hlutir. Þetta eru eiginleikar sem eru þannig að ef þeir koma, þá bara koma þeir. Og þegar þeir fara, þá bara fara þeir.

Mynd: The Ontario County Department of Records, Archives and Information Management Services ...