Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Skynjum við hið rétta eðli heimsins með skilningarvitunum?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Til að geta svarað þessari spurningu þurfum við að vita tvennt: hvað það er sem við skynjum með skilningarvitum okkar og hvert hið rétta eðli heimsins er. Hið fyrrnefnda hafa heimspekingar átt í nokkrum vandræðum með að koma sér saman um en þó getum við gert okkur vonir um að finna svarið með því að rýna nógu mikið í skynjunina. Svarið við hinu síðarnefnda, það er hvert hið rétta eðli heimsins sé, er öllu snúnara.



Þannig er að helsti aðgangur okkar að heiminum í kringum okkur er gegnum skilningarvitin. Til þess að finna út hvert hið rétta eðli heimsins geti verið þurfum við að skoða heiminn. Til að skoða heiminn notum við skilningarvitin. En nú getum við ekki gefið okkur fyrirfram að þessi skilningarvit okkar séu áreiðanleg tæki til að kanna hið rétta eðli heimsins því að það er einmitt það sem við erum að reyna að komast að. Þær upplýsingar sem við höfum aðgang að gegnum skilningarvitin eru nákvæmlega þær sömu hvort sem við hugsum okkur að skilningarvitin endurspegli heiminn nákvæmlega eins og hann er eða að þau blekki okkur rækilega um eðli heimsins.

Við getum kannski hugsað okkur að við hefðum einhverjar aðrar leiðir en skilningarvitin til að uppgötva hið rétta eðli heimsins. Til dæmis rökhugsun eða eitthvað slíkt. Þá gætum við kannski með því að hugsa nógu vel og lengi um heiminn fundið út hvers konar eðli er rökrétt. Kannski kæmumst við þá að því að skynjun okkar væri einmitt alveg í samræmi við þetta eina rökrétta eðli. Þær heimspekikenningar sem komast næst því að halda einhverju slíku fram eru þær sem fela það í sér að samkvæmt skilgreiningu hljóti heimurinn að vera nákvæmlega eins og við skynjum hann. Slíkar kenningar geta ýmist snúist um eðli skynjunarinnar eða eðli heimsins. Svokölluð “bein” eða “naív” hluthyggja gerir ráð fyrir að heimurinn sé óháður skynjunum okkar en að eðli skynjunar sé að vera alveg gegnsæ og sýna okkur heiminn nákvæmlega eins og hann er. Á hinn bóginn gerir hughyggja ráð fyrir að tilvist hluta í heiminum standi og falli með skynjun okkar á þeim og þannig stjórnist eðli heimsins af skynjunum okkar.



Samkvæmt annars konar hluthyggju en beinni, það er hluthyggju sem gerir ráð fyrir að hlutirnir séu til óháð skynjunum okkar og að skynjunin sýni eða gefi hluti til kynna án þess að vera endilega gagnsæ, er hins vegar ekki hægt að gefa sér að við skynjum hlutina nákvæmlega eins og þeir eru. Þó má kannski segja að það fari eftir því hvaða ályktanir við drögum af skynjunum okkar. Ef til vill getum við í auðmýkt haldið okkur við þá ályktun þegar við skynjum einhvern hlut að hann birtist okkur einmitt svona. Það getur þá verið hluti af eðli hans. Svo getum við gert ráð fyrir að eðli hlutarins sé okkur hulið að öðru leyti. Þá má segja að skynjunin gefi okkur upplýsingar um hið rétta eðli heimsins en ekki nema um lítinn hluta þess.

Annar möguleiki er að aðhyllast svokallaða fyrirbærahyggju og skipta heiminum í hið skynjaða og það sem ekki verður skynjað og segja að þekking okkar geti aðeins náð yfir hið skynjaða. Það sem ekki er skynjanlegt fellur undir frumspeki sem samkvæmt skilgreiningu fæst við það sem skilningarvitin geta ekki náð yfir. Slíkar kenningar má rekja til Immanuels Kant (1724-1804) sem gerði greinarmun á hlutnum eins og við skynjum hann og hlutnum eins og hann er í sjálfum sér. Eðli málsins samkvæmt getum við ekki öðlast þekkingu á hlutnum eins og hann er í sjálfum sér og því er ómögulegt að svara því hvort hann er í raun og veru eins og við skynjum hann.

Enn annar möguleiki sem við getum hugsað okkur er að við mundum einhvern veginn finna það út, með frumspeki eða rökhugsun af einhverju tagi, að hið rétta eðli heimsins geti ómögulega verið eins og við skynjum heiminn, til dæmis vegna þess að sú mynd sem skynjunin gefur okkur af heiminum sé ekki rökrétt. Slík uppgötvun mundi færa okkur þær upplýsingar að við skynjuðum ekki hið rétta eðli heimsins en hins vegar segði hún okkur lítið um það hvert hið rétta eðli heimsins væri. Við mundum aðeins fá að vita hvert eðli heimsins væri ekki.

Niðurstaðan er sú að við höfum ekki almennilega upp á neina niðurstöðu að bjóða í þessum efnum. En víst er að ef einhver niðurstaða finnst þá duga skilningarvitin skammt til að finna hana.

Sjá einnig svar Atla Harðarsonar við spurningunni Getur skynjunin gefið okkur raunverulega þekkingu á veröldinni kringum okkur?

Mynd af sjónhverfingarkastala: Art.com

Mynd af kyrri sjónhverfingu sem virðist á hreyfingu: Amazing Optical Illusions

Mynd af Kant: Johns Hopkins University - Department of Philosophy

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

10.4.2003

Spyrjandi

Atli Freyr Steinþórsson, f. 1984

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Skynjum við hið rétta eðli heimsins með skilningarvitunum?“ Vísindavefurinn, 10. apríl 2003, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3327.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2003, 10. apríl). Skynjum við hið rétta eðli heimsins með skilningarvitunum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3327

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Skynjum við hið rétta eðli heimsins með skilningarvitunum?“ Vísindavefurinn. 10. apr. 2003. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3327>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Skynjum við hið rétta eðli heimsins með skilningarvitunum?
Til að geta svarað þessari spurningu þurfum við að vita tvennt: hvað það er sem við skynjum með skilningarvitum okkar og hvert hið rétta eðli heimsins er. Hið fyrrnefnda hafa heimspekingar átt í nokkrum vandræðum með að koma sér saman um en þó getum við gert okkur vonir um að finna svarið með því að rýna nógu mikið í skynjunina. Svarið við hinu síðarnefnda, það er hvert hið rétta eðli heimsins sé, er öllu snúnara.



Þannig er að helsti aðgangur okkar að heiminum í kringum okkur er gegnum skilningarvitin. Til þess að finna út hvert hið rétta eðli heimsins geti verið þurfum við að skoða heiminn. Til að skoða heiminn notum við skilningarvitin. En nú getum við ekki gefið okkur fyrirfram að þessi skilningarvit okkar séu áreiðanleg tæki til að kanna hið rétta eðli heimsins því að það er einmitt það sem við erum að reyna að komast að. Þær upplýsingar sem við höfum aðgang að gegnum skilningarvitin eru nákvæmlega þær sömu hvort sem við hugsum okkur að skilningarvitin endurspegli heiminn nákvæmlega eins og hann er eða að þau blekki okkur rækilega um eðli heimsins.

Við getum kannski hugsað okkur að við hefðum einhverjar aðrar leiðir en skilningarvitin til að uppgötva hið rétta eðli heimsins. Til dæmis rökhugsun eða eitthvað slíkt. Þá gætum við kannski með því að hugsa nógu vel og lengi um heiminn fundið út hvers konar eðli er rökrétt. Kannski kæmumst við þá að því að skynjun okkar væri einmitt alveg í samræmi við þetta eina rökrétta eðli. Þær heimspekikenningar sem komast næst því að halda einhverju slíku fram eru þær sem fela það í sér að samkvæmt skilgreiningu hljóti heimurinn að vera nákvæmlega eins og við skynjum hann. Slíkar kenningar geta ýmist snúist um eðli skynjunarinnar eða eðli heimsins. Svokölluð “bein” eða “naív” hluthyggja gerir ráð fyrir að heimurinn sé óháður skynjunum okkar en að eðli skynjunar sé að vera alveg gegnsæ og sýna okkur heiminn nákvæmlega eins og hann er. Á hinn bóginn gerir hughyggja ráð fyrir að tilvist hluta í heiminum standi og falli með skynjun okkar á þeim og þannig stjórnist eðli heimsins af skynjunum okkar.



Samkvæmt annars konar hluthyggju en beinni, það er hluthyggju sem gerir ráð fyrir að hlutirnir séu til óháð skynjunum okkar og að skynjunin sýni eða gefi hluti til kynna án þess að vera endilega gagnsæ, er hins vegar ekki hægt að gefa sér að við skynjum hlutina nákvæmlega eins og þeir eru. Þó má kannski segja að það fari eftir því hvaða ályktanir við drögum af skynjunum okkar. Ef til vill getum við í auðmýkt haldið okkur við þá ályktun þegar við skynjum einhvern hlut að hann birtist okkur einmitt svona. Það getur þá verið hluti af eðli hans. Svo getum við gert ráð fyrir að eðli hlutarins sé okkur hulið að öðru leyti. Þá má segja að skynjunin gefi okkur upplýsingar um hið rétta eðli heimsins en ekki nema um lítinn hluta þess.

Annar möguleiki er að aðhyllast svokallaða fyrirbærahyggju og skipta heiminum í hið skynjaða og það sem ekki verður skynjað og segja að þekking okkar geti aðeins náð yfir hið skynjaða. Það sem ekki er skynjanlegt fellur undir frumspeki sem samkvæmt skilgreiningu fæst við það sem skilningarvitin geta ekki náð yfir. Slíkar kenningar má rekja til Immanuels Kant (1724-1804) sem gerði greinarmun á hlutnum eins og við skynjum hann og hlutnum eins og hann er í sjálfum sér. Eðli málsins samkvæmt getum við ekki öðlast þekkingu á hlutnum eins og hann er í sjálfum sér og því er ómögulegt að svara því hvort hann er í raun og veru eins og við skynjum hann.

Enn annar möguleiki sem við getum hugsað okkur er að við mundum einhvern veginn finna það út, með frumspeki eða rökhugsun af einhverju tagi, að hið rétta eðli heimsins geti ómögulega verið eins og við skynjum heiminn, til dæmis vegna þess að sú mynd sem skynjunin gefur okkur af heiminum sé ekki rökrétt. Slík uppgötvun mundi færa okkur þær upplýsingar að við skynjuðum ekki hið rétta eðli heimsins en hins vegar segði hún okkur lítið um það hvert hið rétta eðli heimsins væri. Við mundum aðeins fá að vita hvert eðli heimsins væri ekki.

Niðurstaðan er sú að við höfum ekki almennilega upp á neina niðurstöðu að bjóða í þessum efnum. En víst er að ef einhver niðurstaða finnst þá duga skilningarvitin skammt til að finna hana.

Sjá einnig svar Atla Harðarsonar við spurningunni Getur skynjunin gefið okkur raunverulega þekkingu á veröldinni kringum okkur?

Mynd af sjónhverfingarkastala: Art.com

Mynd af kyrri sjónhverfingu sem virðist á hreyfingu: Amazing Optical Illusions

Mynd af Kant: Johns Hopkins University - Department of Philosophy...