Bandarískum lífeðlisfræðingi, dr. Rodger Kram hjá Berkeley-háskóla í Kaliforníu, þótti þetta ótrúlegt og reyndi að sannreyna þessa staðhæfingu Heimsmetabókarinnar. Hann framkvæmdi rannsóknina með því að líma blýkubba ofan á skjöld bjöllunnar. Niðurstöður hans bentu til þess að bjallan gat að meðaltali borið 100-faldri þyngd sinni en ekki 850-faldri eins og staðhæft er í Heimsmetabókinni. Þetta er þó mikið afrek og þrátt fyrir að hugsanlegt heimsmet í lyftingum hafi minnkað verulega, hafa rannsóknir eða athuganir ekki sýnt fram á að nokkur önnur dýrategund geti lyft jafn margfaldri þyngd sinni, og því heldur nashyrningsbjallan enn í titilinn sterkasta dýr heims. Rannsóknir á öðrum dýrum benda til að margar maurategundir geti lyft allt að 30-faldri þyngd sinni. Meðal spendýra geta kameldýr aðeins lyft um 20% af þyngd sinni, og fílar 25% sem samt er meira en eitt tonn! Heimildir og mynd:
Hvaða dýr er sterkast miðað við stærð sína?
Bandarískum lífeðlisfræðingi, dr. Rodger Kram hjá Berkeley-háskóla í Kaliforníu, þótti þetta ótrúlegt og reyndi að sannreyna þessa staðhæfingu Heimsmetabókarinnar. Hann framkvæmdi rannsóknina með því að líma blýkubba ofan á skjöld bjöllunnar. Niðurstöður hans bentu til þess að bjallan gat að meðaltali borið 100-faldri þyngd sinni en ekki 850-faldri eins og staðhæft er í Heimsmetabókinni. Þetta er þó mikið afrek og þrátt fyrir að hugsanlegt heimsmet í lyftingum hafi minnkað verulega, hafa rannsóknir eða athuganir ekki sýnt fram á að nokkur önnur dýrategund geti lyft jafn margfaldri þyngd sinni, og því heldur nashyrningsbjallan enn í titilinn sterkasta dýr heims. Rannsóknir á öðrum dýrum benda til að margar maurategundir geti lyft allt að 30-faldri þyngd sinni. Meðal spendýra geta kameldýr aðeins lyft um 20% af þyngd sinni, og fílar 25% sem samt er meira en eitt tonn! Heimildir og mynd:
Útgáfudagur
10.4.2003
Spyrjandi
Ingólfur Helgi, f. 1991
Tilvísun
Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr er sterkast miðað við stærð sína?“ Vísindavefurinn, 10. apríl 2003, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3328.
Jón Már Halldórsson. (2003, 10. apríl). Hvaða dýr er sterkast miðað við stærð sína? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3328
Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr er sterkast miðað við stærð sína?“ Vísindavefurinn. 10. apr. 2003. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3328>.