Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hvaða dýr er sterkast miðað við stærð sína?

Jón Már Halldórsson

Maðurinn (Homo sapiens) býr ekki yfir sérlega miklum líkamsstyrk samanborið við fjölmörg önnur dýr. Sterkur karlmaður getur til dæmis lyft þrefaldri eigin þyngd en karlgórilluapi (Gorilla gorilla) sem vegur 200 kg, getur lyft tífaldri eigin þyngd!

Kraftar górilluapans eru þó litlir í samanburði við styrk svonefndrar nashyrningsbjalla, af ættkvíslinni Oryctes. Heimsmetabók Guinness heldur því fram að bjallan geti lyft 850-faldri eigin þyngd! Það væri sambærilegt því að 80 kg karlmaður mundi lyfta 68 tonnum upp fyrir haus!
Bandarískum lífeðlisfræðingi, dr. Rodger Kram hjá Berkeley-háskóla í Kaliforníu, þótti þetta ótrúlegt og reyndi að sannreyna þessa staðhæfingu Heimsmetabókarinnar. Hann framkvæmdi rannsóknina með því að líma blýkubba ofan á skjöld bjöllunnar. Niðurstöður hans bentu til þess að bjallan gat að meðaltali borið 100-faldri þyngd sinni en ekki 850-faldri eins og staðhæft er í Heimsmetabókinni.

Þetta er þó mikið afrek og þrátt fyrir að hugsanlegt heimsmet í lyftingum hafi minnkað verulega, hafa rannsóknir eða athuganir ekki sýnt fram á að nokkur önnur dýrategund geti lyft jafn margfaldri þyngd sinni, og því heldur nashyrningsbjallan enn í titilinn sterkasta dýr heims. Rannsóknir á öðrum dýrum benda til að margar maurategundir geti lyft allt að 30-faldri þyngd sinni. Meðal spendýra geta kameldýr aðeins lyft um 20% af þyngd sinni, og fílar 25% sem samt er meira en eitt tonn!

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.4.2003

Spyrjandi

Ingólfur Helgi, f. 1991

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr er sterkast miðað við stærð sína?“ Vísindavefurinn, 10. apríl 2003. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3328.

Jón Már Halldórsson. (2003, 10. apríl). Hvaða dýr er sterkast miðað við stærð sína? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3328

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr er sterkast miðað við stærð sína?“ Vísindavefurinn. 10. apr. 2003. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3328>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða dýr er sterkast miðað við stærð sína?
Maðurinn (Homo sapiens) býr ekki yfir sérlega miklum líkamsstyrk samanborið við fjölmörg önnur dýr. Sterkur karlmaður getur til dæmis lyft þrefaldri eigin þyngd en karlgórilluapi (Gorilla gorilla) sem vegur 200 kg, getur lyft tífaldri eigin þyngd!

Kraftar górilluapans eru þó litlir í samanburði við styrk svonefndrar nashyrningsbjalla, af ættkvíslinni Oryctes. Heimsmetabók Guinness heldur því fram að bjallan geti lyft 850-faldri eigin þyngd! Það væri sambærilegt því að 80 kg karlmaður mundi lyfta 68 tonnum upp fyrir haus!
Bandarískum lífeðlisfræðingi, dr. Rodger Kram hjá Berkeley-háskóla í Kaliforníu, þótti þetta ótrúlegt og reyndi að sannreyna þessa staðhæfingu Heimsmetabókarinnar. Hann framkvæmdi rannsóknina með því að líma blýkubba ofan á skjöld bjöllunnar. Niðurstöður hans bentu til þess að bjallan gat að meðaltali borið 100-faldri þyngd sinni en ekki 850-faldri eins og staðhæft er í Heimsmetabókinni.

Þetta er þó mikið afrek og þrátt fyrir að hugsanlegt heimsmet í lyftingum hafi minnkað verulega, hafa rannsóknir eða athuganir ekki sýnt fram á að nokkur önnur dýrategund geti lyft jafn margfaldri þyngd sinni, og því heldur nashyrningsbjallan enn í titilinn sterkasta dýr heims. Rannsóknir á öðrum dýrum benda til að margar maurategundir geti lyft allt að 30-faldri þyngd sinni. Meðal spendýra geta kameldýr aðeins lyft um 20% af þyngd sinni, og fílar 25% sem samt er meira en eitt tonn!

Heimildir og mynd:...