Sólin Sólin Rís 07:30 • sest 19:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:12 • Sest 07:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:04 • Síðdegis: 18:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 12:14 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um indverska nashyrninginn?

Jón Már Halldórsson
Indverski nashyrningurinn (Rhinoceros unicornis) er ein fimm núlifandi tegunda nashyrninga í heiminum. Hann er ólíkur stóru afrísku tegundunum að því leyti að hann hefur aðeins eitt horn (líkt og hinar tvær asísku tegundirnar) eins og latneska heitið gefur til kynna. Hann finnst víða á Indlandi, í Bangladess, Nepal og talið er að enn sé einhverja að finna í norðurhluta Pakistan.

Kjörsvæði indverska nashyrningsins eru staktrjáagresjur með góðum aðgangi að vatni, til dæmis feni eða mýrlendi. Hann lætur sér hins vegar önnur búsvæði vel líka eins og misþétta skóga og jafnvel þétta regnskóga. Indverskir nashyrningar vega 1.500-2.000 kg. Bæði kynin eru gráleit með áberandi fellingum á húð. Á hálssvæði karldýranna eru fellingarnar sérstaklega áberandi þannig að þær minna mjög á brynvörn. Hornið getur verið allt að 60 cm á lengd.

Uppistaða fæðu indverskra nashyrninga er gras líkt og hjá frændum þeirra í Afríku, en einnig éta þeir lauf og ávexti. Öðru fremur virðast þeir þó sækja í safaríkur vatnajurtir. Þeir geta valdið bændum miklu tjóni með því að leggjast á kornuppskeru, éta hana og traðka um leið á ökrum.

Ekkert sérstakt æxlunartímabil er hjá nashyrningum heldur æxlast þeir allt árið um kring. Ráðandi tarfur makast við kvendýrin á sínu svæði og hrekur aðkomutarfa í burtu. Mikil læti eiga sér stað í ástarlífinu, eltingaleikir og jafnvel smávægileg átök (sem sýnast mikil þegar dýr af þessari stærðargráðu lenda í stympingum). Meðgöngutími nashyrninga er langur eða um 480 dagar. Kýrin ber einn kálf sem vegur um 70 kg við fæðingu. Hún hefur hann á spena í rúmt ár, jafnvel í allt að 18 mánuði. Kýrnar verða kynþroska við 4 ára aldur en tarfarnir eru seinþroskaðri, ná kynþroska við 9 ára aldur. Ekki er óalgengt að villtir indverskir nashyrningar nái allt að 40 ára aldri.

Indverskir nashyrningar eru að upplagi einfarar. Oft má sjá smáa hópa saman á beit en annars eru einu tækifærin til að sjá samrýmda hópa nashyrninga á fengitíma, og þegar kvendýr eru með kálfa.

Karldýrin helga sér óðöl og merkja sér landareign sína með því að skíta við mörk hennar. En þar sem skilgreind landamörk eru losaraleg, er mikil skörun á þeim. Landamæradeilur tarfanna geta því verið grimmar. Á svæðum þar sem nashyrningar eru þétt saman, drepast yfirleitt nokkur karldýr í slíkum átökum.

Yifr heitasta hluta dagsins halda nashyrningarnir sig í forsælu eða í vatni til að kæla sig. Þeir velta sér oft upp úr drullu til að stemma stigu við ágangi flugna sem geta gerst æði ágengar við þá á ákveðnum tíma árs.
Sennilega telur heildarstofnstærð Rhinoceros unicornis aðeins um 1.700 dýr. Helsta ógnunin við indverska nashyrninga í dag er veiðiþjófnaður. Horn þeirra eru gerð úr hárum og þeim fylgir sú trú að þau búi yfir miklum lækningamætti, séu þau mulin til neyslu. Auk þess sækjast hnífagerðarmenn mjög eftir hornum nashyrninganna sem þykja víða hin mesta gersemi.

Mörg verndunarverkefni eru í gangi á þeim svæðum þar sem indverski nashyrningurinn finnst enn. Náttúrufræðingar eru farnir að flytja dýr inn á svæði þar sem þeim hafði verið útrýmt á, og víða eru þjóðgarðar vel vaktaðir af þjóðgarðsvörðum. Til dæmis er eitt verndarsvæði í Nepal með um 700 vopnaða verði, eða tvo verði fyrir hvert dýr!

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.4.2003

Spyrjandi

Anna Guðjónsdóttir, f. 1988

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um indverska nashyrninginn?“ Vísindavefurinn, 10. apríl 2003. Sótt 29. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=3329.

Jón Már Halldórsson. (2003, 10. apríl). Hvað getið þið sagt mér um indverska nashyrninginn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3329

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um indverska nashyrninginn?“ Vísindavefurinn. 10. apr. 2003. Vefsíða. 29. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3329>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um indverska nashyrninginn?Indverski nashyrningurinn (Rhinoceros unicornis) er ein fimm núlifandi tegunda nashyrninga í heiminum. Hann er ólíkur stóru afrísku tegundunum að því leyti að hann hefur aðeins eitt horn (líkt og hinar tvær asísku tegundirnar) eins og latneska heitið gefur til kynna. Hann finnst víða á Indlandi, í Bangladess, Nepal og talið er að enn sé einhverja að finna í norðurhluta Pakistan.

Kjörsvæði indverska nashyrningsins eru staktrjáagresjur með góðum aðgangi að vatni, til dæmis feni eða mýrlendi. Hann lætur sér hins vegar önnur búsvæði vel líka eins og misþétta skóga og jafnvel þétta regnskóga. Indverskir nashyrningar vega 1.500-2.000 kg. Bæði kynin eru gráleit með áberandi fellingum á húð. Á hálssvæði karldýranna eru fellingarnar sérstaklega áberandi þannig að þær minna mjög á brynvörn. Hornið getur verið allt að 60 cm á lengd.

Uppistaða fæðu indverskra nashyrninga er gras líkt og hjá frændum þeirra í Afríku, en einnig éta þeir lauf og ávexti. Öðru fremur virðast þeir þó sækja í safaríkur vatnajurtir. Þeir geta valdið bændum miklu tjóni með því að leggjast á kornuppskeru, éta hana og traðka um leið á ökrum.

Ekkert sérstakt æxlunartímabil er hjá nashyrningum heldur æxlast þeir allt árið um kring. Ráðandi tarfur makast við kvendýrin á sínu svæði og hrekur aðkomutarfa í burtu. Mikil læti eiga sér stað í ástarlífinu, eltingaleikir og jafnvel smávægileg átök (sem sýnast mikil þegar dýr af þessari stærðargráðu lenda í stympingum). Meðgöngutími nashyrninga er langur eða um 480 dagar. Kýrin ber einn kálf sem vegur um 70 kg við fæðingu. Hún hefur hann á spena í rúmt ár, jafnvel í allt að 18 mánuði. Kýrnar verða kynþroska við 4 ára aldur en tarfarnir eru seinþroskaðri, ná kynþroska við 9 ára aldur. Ekki er óalgengt að villtir indverskir nashyrningar nái allt að 40 ára aldri.

Indverskir nashyrningar eru að upplagi einfarar. Oft má sjá smáa hópa saman á beit en annars eru einu tækifærin til að sjá samrýmda hópa nashyrninga á fengitíma, og þegar kvendýr eru með kálfa.

Karldýrin helga sér óðöl og merkja sér landareign sína með því að skíta við mörk hennar. En þar sem skilgreind landamörk eru losaraleg, er mikil skörun á þeim. Landamæradeilur tarfanna geta því verið grimmar. Á svæðum þar sem nashyrningar eru þétt saman, drepast yfirleitt nokkur karldýr í slíkum átökum.

Yifr heitasta hluta dagsins halda nashyrningarnir sig í forsælu eða í vatni til að kæla sig. Þeir velta sér oft upp úr drullu til að stemma stigu við ágangi flugna sem geta gerst æði ágengar við þá á ákveðnum tíma árs.
Sennilega telur heildarstofnstærð Rhinoceros unicornis aðeins um 1.700 dýr. Helsta ógnunin við indverska nashyrninga í dag er veiðiþjófnaður. Horn þeirra eru gerð úr hárum og þeim fylgir sú trú að þau búi yfir miklum lækningamætti, séu þau mulin til neyslu. Auk þess sækjast hnífagerðarmenn mjög eftir hornum nashyrninganna sem þykja víða hin mesta gersemi.

Mörg verndunarverkefni eru í gangi á þeim svæðum þar sem indverski nashyrningurinn finnst enn. Náttúrufræðingar eru farnir að flytja dýr inn á svæði þar sem þeim hafði verið útrýmt á, og víða eru þjóðgarðar vel vaktaðir af þjóðgarðsvörðum. Til dæmis er eitt verndarsvæði í Nepal með um 700 vopnaða verði, eða tvo verði fyrir hvert dýr!

Heimildir og myndir:...