- Þyrna og þistla skal hún bera þér, og þú skalt eta jurtir merkurinnar (1. Mósebók 3:18)
- Betri er einn skammtur kálmetis með kærleika en alinn uxi með hatri (Orðskviðirnir 15:17)
- Þú lætur gras spretta handa fénaðinum og jurtir, sem maðurinn ræktar, til þess að framleiða brauð af jörðinni(Sálmarnir 104:14).
Rastafarar trúa því ekki að þeir megi ekki klippa á sér hárið. Margir klippa hár sitt en sumir kjósa þó að safna því í svokallaða “dreadlocks” sem hefur ýmiss konar táknræna merkingu í hugum þeirra. Meðal annars táknar hármakkinn makka ljónsins af Júda og hinar svörtu rætur rastafaranna. Biblíutextinn sem vísað er í þessu til stuðnings er þessi: “Eigi skulu þeir gjöra skalla á höfði sér, eigi raka skeggrönd sína, né heldur skera skurði í hold sitt” (3. Mósebók 21:5).
Nokkuð misjafnt er hvað rastafarar borða en langflestir hafna svínakjöti, samanber "og svínið, því að það hefir að sönnu klaufir, og þær alklofnar, en jórtrar ekki; það sé yður óhreint." (3. Mósebók 11:7). Strangtrúaðir rastafarar neyta aðeins svokallaðs ital-fæðis sem er saltsnautt og hefur engar dýraafurðir að geyma. Sumir borða þó fisk. Þessu til stuðnings benda þeir á sköpunarsögu Biblíunnar en áherslan virðist þó helst vera á að lifa í samræmi við náttúruna.
Heimildir og mynd: