Sólin Sólin Rís 08:30 • sest 18:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:02 • Sest 08:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:10 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:09 • Síðdegis: 16:19 í Reykjavík

Stendur í Biblíunni að rastafarar eigi að reykja kannabis og megi ekki klippa á sér hárið eða borða kjöt?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Eins og fram kemur í öðru svari hér á Vísindavefnum byggir Rastafaritrú á ákveðinni túlkun á Biblíunni sem sögð er vera sú túlkun sem laus er undan áhrifum hvítra nýlendusinna.

Rastafaritrú kveður ekki á um kannabisnotkun til skemmtunar en margir rastafarar reykja marijúana í trúarlegum tilgangi. Ekki er litið á það sem skyldu, sem eitthvað sem allir verði að gera, heldur er það nokkuð sem margir rastafarar velja að gera í því skyni að öðlast betri skilning á Biblíutextum eða komast nær sannleikanum. Hvergi stendur í Biblíunni að rastafarar eigi að reykja kannabis en þeir líta svo á að Guð, eða Jah, hafi mælt með kannabisnotkun og vísa meðal annars á eftirtalda staði í Biblíunni máli sínu til stuðnings:
  • Þyrna og þistla skal hún bera þér, og þú skalt eta jurtir merkurinnar (1. Mósebók 3:18)
  • Betri er einn skammtur kálmetis með kærleika en alinn uxi með hatri (Orðskviðirnir 15:17)
  • Þú lætur gras spretta handa fénaðinum og jurtir, sem maðurinn ræktar, til þess að framleiða brauð af jörðinni(Sálmarnir 104:14).
Samkvæmt kenningum rastafara er tilgangur kannabisneyslunnar ekki að komast í vímu og skemmta sér heldur er hann trúarlegur. Kannabisneyslan fer ekki endilega fram með reykingum heldur er jurtarinnar stundum neytt með mat.

Rastafarar trúa því ekki að þeir megi ekki klippa á sér hárið. Margir klippa hár sitt en sumir kjósa þó að safna því í svokallaða “dreadlocks” sem hefur ýmiss konar táknræna merkingu í hugum þeirra. Meðal annars táknar hármakkinn makka ljónsins af Júda og hinar svörtu rætur rastafaranna. Biblíutextinn sem vísað er í þessu til stuðnings er þessi: “Eigi skulu þeir gjöra skalla á höfði sér, eigi raka skeggrönd sína, né heldur skera skurði í hold sitt” (3. Mósebók 21:5).

Nokkuð misjafnt er hvað rastafarar borða en langflestir hafna svínakjöti, samanber "og svínið, því að það hefir að sönnu klaufir, og þær alklofnar, en jórtrar ekki; það sé yður óhreint." (3. Mósebók 11:7). Strangtrúaðir rastafarar neyta aðeins svokallaðs ital-fæðis sem er saltsnautt og hefur engar dýraafurðir að geyma. Sumir borða þó fisk. Þessu til stuðnings benda þeir á sköpunarsögu Biblíunnar en áherslan virðist þó helst vera á að lifa í samræmi við náttúruna.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

11.4.2003

Spyrjandi

Gísli Eyjólfsson

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Stendur í Biblíunni að rastafarar eigi að reykja kannabis og megi ekki klippa á sér hárið eða borða kjöt?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2003. Sótt 2. mars 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3330.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2003, 11. apríl). Stendur í Biblíunni að rastafarar eigi að reykja kannabis og megi ekki klippa á sér hárið eða borða kjöt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3330

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Stendur í Biblíunni að rastafarar eigi að reykja kannabis og megi ekki klippa á sér hárið eða borða kjöt?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2003. Vefsíða. 2. mar. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3330>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Stendur í Biblíunni að rastafarar eigi að reykja kannabis og megi ekki klippa á sér hárið eða borða kjöt?
Eins og fram kemur í öðru svari hér á Vísindavefnum byggir Rastafaritrú á ákveðinni túlkun á Biblíunni sem sögð er vera sú túlkun sem laus er undan áhrifum hvítra nýlendusinna.

Rastafaritrú kveður ekki á um kannabisnotkun til skemmtunar en margir rastafarar reykja marijúana í trúarlegum tilgangi. Ekki er litið á það sem skyldu, sem eitthvað sem allir verði að gera, heldur er það nokkuð sem margir rastafarar velja að gera í því skyni að öðlast betri skilning á Biblíutextum eða komast nær sannleikanum. Hvergi stendur í Biblíunni að rastafarar eigi að reykja kannabis en þeir líta svo á að Guð, eða Jah, hafi mælt með kannabisnotkun og vísa meðal annars á eftirtalda staði í Biblíunni máli sínu til stuðnings:
  • Þyrna og þistla skal hún bera þér, og þú skalt eta jurtir merkurinnar (1. Mósebók 3:18)
  • Betri er einn skammtur kálmetis með kærleika en alinn uxi með hatri (Orðskviðirnir 15:17)
  • Þú lætur gras spretta handa fénaðinum og jurtir, sem maðurinn ræktar, til þess að framleiða brauð af jörðinni(Sálmarnir 104:14).
Samkvæmt kenningum rastafara er tilgangur kannabisneyslunnar ekki að komast í vímu og skemmta sér heldur er hann trúarlegur. Kannabisneyslan fer ekki endilega fram með reykingum heldur er jurtarinnar stundum neytt með mat.

Rastafarar trúa því ekki að þeir megi ekki klippa á sér hárið. Margir klippa hár sitt en sumir kjósa þó að safna því í svokallaða “dreadlocks” sem hefur ýmiss konar táknræna merkingu í hugum þeirra. Meðal annars táknar hármakkinn makka ljónsins af Júda og hinar svörtu rætur rastafaranna. Biblíutextinn sem vísað er í þessu til stuðnings er þessi: “Eigi skulu þeir gjöra skalla á höfði sér, eigi raka skeggrönd sína, né heldur skera skurði í hold sitt” (3. Mósebók 21:5).

Nokkuð misjafnt er hvað rastafarar borða en langflestir hafna svínakjöti, samanber "og svínið, því að það hefir að sönnu klaufir, og þær alklofnar, en jórtrar ekki; það sé yður óhreint." (3. Mósebók 11:7). Strangtrúaðir rastafarar neyta aðeins svokallaðs ital-fæðis sem er saltsnautt og hefur engar dýraafurðir að geyma. Sumir borða þó fisk. Þessu til stuðnings benda þeir á sköpunarsögu Biblíunnar en áherslan virðist þó helst vera á að lifa í samræmi við náttúruna.

Heimildir og mynd:...