Undanfarna mánuði hefur hins vegar sú kviksaga gengið á veraldarvefnum að sólin muni springa í loft upp og sprengja um leið jörðina og eyða öllu sem þar er á augabragði. Þetta á að gerast innan sex ára. Samkvæmt þessari sögu verður sprengingin vegna ofhitnunar sólarinnar. Vitnað er í vísindamenn þessu til stuðnings.
Þessi saga er uppspuni frá upphafi til enda. Hún birtist upphaflega síðasta haust í slúðurritinu Weekly World News sem birtir iðulega sögur sem búnar eru til fólki til skemmtunar. Lesendur ritsins gera sér grein fyrir því að sannleiksgildi efnis þar er mjög vafasamt. Það sem gerðist í þessu tilfelli var að vefmiðillinn Yahoo! sem þykir tiltölulega áreiðanlegur birti þessa sögu í efnisflokknum “skemmtiefni og slúður” (sjá hér). Fjöldi fólks sem treystir á Yahoo! sem fréttamiðil tók “fréttina” hins vegar alvarlega og sagan tók að breiðast um netið.
Að lokum er rétt að minna lesendur Vísindavefsins á að taka öllum fréttum sem berast með tölvupósti með varúð, hvort sem þær varða fjársöfnun fyrir veikt barn, eiturefni í dömubindum, kettlinga sem aldir eru upp í flöskum, undirskriftasöfnun á vegum Sameinuðu þjóðanna eða gylliboð um fjárfestingarmöguleika og stækkanir á getnaðarlimum.
Heimild:
I'll follow the Sun á Urban Legends Reference Pages
Undanfarna mánuði hefur hins vegar sú kviksaga gengið á veraldarvefnum að sólin muni springa í loft upp og sprengja um leið jörðina og eyða öllu sem þar er á augabragði. Þetta á að gerast innan sex ára. Samkvæmt þessari sögu verður sprengingin vegna ofhitnunar sólarinnar. Vitnað er í vísindamenn þessu til stuðnings.
Þessi saga er uppspuni frá upphafi til enda. Hún birtist upphaflega síðasta haust í slúðurritinu Weekly World News sem birtir iðulega sögur sem búnar eru til fólki til skemmtunar. Lesendur ritsins gera sér grein fyrir því að sannleiksgildi efnis þar er mjög vafasamt. Það sem gerðist í þessu tilfelli var að vefmiðillinn Yahoo! sem þykir tiltölulega áreiðanlegur birti þessa sögu í efnisflokknum “skemmtiefni og slúður” (sjá hér). Fjöldi fólks sem treystir á Yahoo! sem fréttamiðil tók “fréttina” hins vegar alvarlega og sagan tók að breiðast um netið.
Að lokum er rétt að minna lesendur Vísindavefsins á að taka öllum fréttum sem berast með tölvupósti með varúð, hvort sem þær varða fjársöfnun fyrir veikt barn, eiturefni í dömubindum, kettlinga sem aldir eru upp í flöskum, undirskriftasöfnun á vegum Sameinuðu þjóðanna eða gylliboð um fjárfestingarmöguleika og stækkanir á getnaðarlimum.
Heimild:
I'll follow the Sun á Urban Legends Reference Pages