Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp brandarann?

Unnar Árnason

Ungversk-breski fræðimaðurinn Arthur Koestler telur fyndni vera háða tungumálinu og orðræðueðli þess. (Hægt er að lesa nánar um kenningar Koestler í svari við spurningunni Hvað er hlátur og af hverju hlæjum við?) Ef gengið er út frá þeirri skilgreiningu, sést að brandarinn gæti allt eins verið jafngamall tungumálinu sjálfu. Við getum því ímyndað okkur að fyrstu mennirnir sem gátu talað hafi skemmt hver öðrum með því að segja eitthvað fyndið. Líklega hefur þurft þrjár manneskjur til: eina til að segja brandarann, aðra til að hlæja að honum og þá þriðju til hafa einhvern að segja brandarann um.

Þessi fullyrðing vekur kannski upp fleiri spurningar en hún svarar, og mörgum þeirra er hreinlega ekki hægt að svara. Við vitum þó fyrir víst að brandarar hafa fylgt manninum að minnsta kosti síðan sögur hófust og ritmál varð til. Til eru brandarar á papírus frá fornöld í Egyptalandi, að vísu ekkert sérstaklega fyndnir að því er okkur finnst nú til dags, en greinilega ætlaðir til að kæta lesandann, í flestum tilvikum faraóinn sjálfan.



Þennan fornegypska brandara, sem er eignaður galdrakarlinum Djadjamankh og var sagður faraónum Snefru, má þýða á eftirfarandi máta: Hvernig skemmtir maður faraó sem leiðist? Með því að fylla bát af stúlkum sem eru einungis klæddar í net, setja bátinn á Nílarfljót og segja faraó að fara að veiða.

Sumir fullyrða að finna megi rúmlega 15.000 ára gamla brandara í forsögulegum hellaristum í Evrópu. Hér fylgir mynd af 18.000 ára gömlu spjótskafti sem gæti verið elsti brandari í heimi. Myndin er af fjallageit og að því er virðist, saur sem kemur úr afturenda hennar. Tveir fuglar hafa svo tekið sér stöðu á taðinu og hreykja sér hátt.




Að telja þessa mynd fyndna er auðvitað túlkun sem bundin er samfélags- og sögulegum aðstæðum. Kannski átti skaftið ekki að vera fyndið fyrir 18.000 árum. Kannski er það ekki einu sinni fyndið í dag. Brandarar, eins og önnur fyrirbæri tengd orðræðu, eru börn síns tíma. Það sem þótti fyndið í gær er pínlegt eða vandræðalegt í dag, og það sem þótti hræðilegt áður finnst okkur vera brandari núna. Fyndni á einum stað er lágkúra á öðrum. Því er erfitt að segja til um það hvort fornleifar hafi átt að vera fyndnar, jafnvel þótt okkur finnist þær vera það í dag. Eins gæti einhver forn texti átt að hafa verið brandari sem við hreinlega skiljum ekki nú á tímum, vegna þess að við þekkjum ekki samfélagið, söguna eða tungumálið nógu vel.

Áhugaverð svör á Vísindavefnum sem tengjast þessu efni:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

15.4.2003

Spyrjandi

Margrét Lúthersdóttir, f. 1988

Tilvísun

Unnar Árnason. „Hver fann upp brandarann?“ Vísindavefurinn, 15. apríl 2003, sótt 12. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3341.

Unnar Árnason. (2003, 15. apríl). Hver fann upp brandarann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3341

Unnar Árnason. „Hver fann upp brandarann?“ Vísindavefurinn. 15. apr. 2003. Vefsíða. 12. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3341>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp brandarann?
Ungversk-breski fræðimaðurinn Arthur Koestler telur fyndni vera háða tungumálinu og orðræðueðli þess. (Hægt er að lesa nánar um kenningar Koestler í svari við spurningunni Hvað er hlátur og af hverju hlæjum við?) Ef gengið er út frá þeirri skilgreiningu, sést að brandarinn gæti allt eins verið jafngamall tungumálinu sjálfu. Við getum því ímyndað okkur að fyrstu mennirnir sem gátu talað hafi skemmt hver öðrum með því að segja eitthvað fyndið. Líklega hefur þurft þrjár manneskjur til: eina til að segja brandarann, aðra til að hlæja að honum og þá þriðju til hafa einhvern að segja brandarann um.

Þessi fullyrðing vekur kannski upp fleiri spurningar en hún svarar, og mörgum þeirra er hreinlega ekki hægt að svara. Við vitum þó fyrir víst að brandarar hafa fylgt manninum að minnsta kosti síðan sögur hófust og ritmál varð til. Til eru brandarar á papírus frá fornöld í Egyptalandi, að vísu ekkert sérstaklega fyndnir að því er okkur finnst nú til dags, en greinilega ætlaðir til að kæta lesandann, í flestum tilvikum faraóinn sjálfan.



Þennan fornegypska brandara, sem er eignaður galdrakarlinum Djadjamankh og var sagður faraónum Snefru, má þýða á eftirfarandi máta: Hvernig skemmtir maður faraó sem leiðist? Með því að fylla bát af stúlkum sem eru einungis klæddar í net, setja bátinn á Nílarfljót og segja faraó að fara að veiða.

Sumir fullyrða að finna megi rúmlega 15.000 ára gamla brandara í forsögulegum hellaristum í Evrópu. Hér fylgir mynd af 18.000 ára gömlu spjótskafti sem gæti verið elsti brandari í heimi. Myndin er af fjallageit og að því er virðist, saur sem kemur úr afturenda hennar. Tveir fuglar hafa svo tekið sér stöðu á taðinu og hreykja sér hátt.




Að telja þessa mynd fyndna er auðvitað túlkun sem bundin er samfélags- og sögulegum aðstæðum. Kannski átti skaftið ekki að vera fyndið fyrir 18.000 árum. Kannski er það ekki einu sinni fyndið í dag. Brandarar, eins og önnur fyrirbæri tengd orðræðu, eru börn síns tíma. Það sem þótti fyndið í gær er pínlegt eða vandræðalegt í dag, og það sem þótti hræðilegt áður finnst okkur vera brandari núna. Fyndni á einum stað er lágkúra á öðrum. Því er erfitt að segja til um það hvort fornleifar hafi átt að vera fyndnar, jafnvel þótt okkur finnist þær vera það í dag. Eins gæti einhver forn texti átt að hafa verið brandari sem við hreinlega skiljum ekki nú á tímum, vegna þess að við þekkjum ekki samfélagið, söguna eða tungumálið nógu vel.

Áhugaverð svör á Vísindavefnum sem tengjast þessu efni:

Heimildir og myndir: