Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Hvað er hringmunni?

Jón Már Halldórsson

Þróunarfræðingar telja hringmunna (Cyclostomata) vera frumstæðasta hóp hryggdýra. Hringmunnar tilheyra hópi vankjálka (Agnatha) og þó að þeir séu oft flokkaðir með fiskum skera þeir sig frá þeim á margan hátt. Aðalmunurinn liggur í framangreindum skorti á kjálkum en einnig hafa hringmunnar hvorki beinkenndar tennur né samstæða ugga, líkt og fiskar.

Hringmunnar greinast í tvo undirhópa: Myxini, slímálar, sem greinast í tvær ættir og 21 tegund; Petromyzones, steinsugur, sem greinast í þrjár ættir og 22 tegundir.

Ein kunnasta tegundin af undirhóp steinsuga er sæsteinsugan (Petromyzon marinus) sem finnst stundum hér við land. Gunnar Jónsson fiskifræðingur telur hana þó ekki hrygna hér við land heldur vera algengan flækinging. Þetta dýr getur orðið allt að 1 metri á lengd og finnst allt frá tveggja metra dýpi niður á 1.100 metra. Sæsteinsugan lifir á blóði annarra dýra sem hún hengir sig á með því að festa kjaftinn við þau. Eins og algengt er með blóðsugur, dælir sæsteinsugan efni sem hindrar blóðstorknun strax eftir að hafa bitið fórnarlambið, og sýgur síðan úr því blóð. Sæsteinsugan hangir oft á ýmsum hvalategundum en hefur einnig fundist á mörgum tegundum beinfiska, svo sem þorski, síld, makríl og einnig á hákörlum. Sæsteinsugan hrygnir í fersku vatni.
Önnur tegund hringmunna sem hefur fundist hér við land er slímállinn (Myxine glutinosa) sem tilheyrir slímálaætt (Myxinidae). Þessi tegund finnst á tempruðum svæðum heimsins þar sem sjávarhiti fer ekki yfir 13°C. Þeir grafa sig oft í sjávarbotninn og virðast mjög hændir að honum, þar sem þeir leita að hræjum sem hafa sokkið niður á hann. Slímálar geta verið miklar plágur á netafisk.

Hringmunnar draga nafn sitt af kjafti sínum. Þeir hafa aðeins op en ekki kjálkabyggingu líkt og öll önnur hryggdýr. Fæðuopið er hringlaga og í kringum það eru ótal krókar sem minna helst á tennur. Hringmunnar nota hárbeitta krókana til að rispa fiskinn eða hvalinn sem þeir ráðast á og þeir hafa mikinn sogkraft.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.4.2003

Spyrjandi

Ásta Þrastardóttir, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er hringmunni? “ Vísindavefurinn, 15. apríl 2003. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3342.

Jón Már Halldórsson. (2003, 15. apríl). Hvað er hringmunni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3342

Jón Már Halldórsson. „Hvað er hringmunni? “ Vísindavefurinn. 15. apr. 2003. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3342>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er hringmunni?
Þróunarfræðingar telja hringmunna (Cyclostomata) vera frumstæðasta hóp hryggdýra. Hringmunnar tilheyra hópi vankjálka (Agnatha) og þó að þeir séu oft flokkaðir með fiskum skera þeir sig frá þeim á margan hátt. Aðalmunurinn liggur í framangreindum skorti á kjálkum en einnig hafa hringmunnar hvorki beinkenndar tennur né samstæða ugga, líkt og fiskar.

Hringmunnar greinast í tvo undirhópa: Myxini, slímálar, sem greinast í tvær ættir og 21 tegund; Petromyzones, steinsugur, sem greinast í þrjár ættir og 22 tegundir.

Ein kunnasta tegundin af undirhóp steinsuga er sæsteinsugan (Petromyzon marinus) sem finnst stundum hér við land. Gunnar Jónsson fiskifræðingur telur hana þó ekki hrygna hér við land heldur vera algengan flækinging. Þetta dýr getur orðið allt að 1 metri á lengd og finnst allt frá tveggja metra dýpi niður á 1.100 metra. Sæsteinsugan lifir á blóði annarra dýra sem hún hengir sig á með því að festa kjaftinn við þau. Eins og algengt er með blóðsugur, dælir sæsteinsugan efni sem hindrar blóðstorknun strax eftir að hafa bitið fórnarlambið, og sýgur síðan úr því blóð. Sæsteinsugan hangir oft á ýmsum hvalategundum en hefur einnig fundist á mörgum tegundum beinfiska, svo sem þorski, síld, makríl og einnig á hákörlum. Sæsteinsugan hrygnir í fersku vatni.
Önnur tegund hringmunna sem hefur fundist hér við land er slímállinn (Myxine glutinosa) sem tilheyrir slímálaætt (Myxinidae). Þessi tegund finnst á tempruðum svæðum heimsins þar sem sjávarhiti fer ekki yfir 13°C. Þeir grafa sig oft í sjávarbotninn og virðast mjög hændir að honum, þar sem þeir leita að hræjum sem hafa sokkið niður á hann. Slímálar geta verið miklar plágur á netafisk.

Hringmunnar draga nafn sitt af kjafti sínum. Þeir hafa aðeins op en ekki kjálkabyggingu líkt og öll önnur hryggdýr. Fæðuopið er hringlaga og í kringum það eru ótal krókar sem minna helst á tennur. Hringmunnar nota hárbeitta krókana til að rispa fiskinn eða hvalinn sem þeir ráðast á og þeir hafa mikinn sogkraft.

Heimildir og myndir:...