Sólin Sólin Rís 03:51 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:03 • Síðdegis: 22:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:51 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:03 • Síðdegis: 22:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er staða ótímabærra þungana á Íslandi miðað við önnur Norðurlönd?

Sóley S. Bender

Hugtakið óráðgerð þungun (e. unplanned pregnancy) felur í sér ótímabæra (e. mistimed pregnancy) og óvelkomna þungun (e. unwanted pregnancy). Þungun er skilgreind sem ótímabær ef hún verður á þeim tíma sem einstaklingurinn ætlaði sér ekki að eignast barn. Þungun er óvelkomin ef viðkomandi ætlaði sér ekki frekari barneign nú eða síðar (Westoff, 1980). Heimildir eru iðulega ónákvæmar í notkun þessara hugtaka og því stundum erfitt að átta sig á því hvað átt sé við hverju sinni. Jafnframt eru þau fyrirbæri sem þessi hugtök lýsa bæði breytileg og flókin. Óráðgerð þungun í byrjun meðgöngu getur til dæmis orðið velkomin þegar líður á þungunina.

Hér á landi hefur ekki verið gerð nein könnun á því hversu margar ótímabærar þunganir eigi sér stað hjá konum á frjósemisskeiði. Sænsk rannsókn sýndi að meðal 128 kvenna sem gengu með barn þá voru 55% þungananna ráðgerðar, 25% ótímabærar og 20% óráðgerðar (líklega er hér átt við óvelkomna þungun). Þó að 45% kvennanna hafi ekki ætlað sér þungun á þessum tíma notuðu 86% þeirra ekki neina getnaðarvörn. Af þessum hópi kvenna sem ráðgerðu ekki þungun höfðu 15% hugleitt fóstureyðingu en ákváðu þó að ganga með barnið (Holmgren og Uddenberg, 1993). Um helmingur þungana í Bandaríkjunum eru taldar vera óráðgerðar. Hjá unglingum er hlutfallið að jafnaði hærra eða um 80% (Henshaw, 1998).

Þær konur sem ákveða að fara í fóstureyðingu standa frammi fyrir ótímabærum og/eða óvelkomnum þungunum og kjósa því að binda endi á þungunina. Óvíst er hvert hlutfall ótímabærra þungana er borið saman við óvelkomnar þunganir innan þessa hóps. Ef eingöngu er borin saman tíðni fóstureyðinga fyrir alla aldurshópa (15-49 ára) við sambærilega aldurshópa á Norðurlöndum, kemur í ljós að á Íslandi var lægsta tíðni fóstureyðinga á hverjar 1000 konur á sjöunda og í byrjun áttunda áratugarins (um 9-11/1000), en upp úr því eru Finnar komnir með lægri tíðni en Íslendingar. Frá þeim tíma hafa Finnar verið með lægstu tíðni fóstureyðinga á Norðurlöndum (Gissler, 1999).

Hefur þróunin verið ólík á Íslandi borið saman við hin Norðurlöndin síðustu áratugi (1976-99). Á Íslandi hefur fóstureyðingum farið fjölgandi meðal kvenna í öllum aldurshópum (7,0/1000 1976, 15,3/1000 1999) meðan þeim hefur almennt farið fækkandi á hinum Norðurlöndunum. Árið 2000 var tíðni fóstureyðinga hjá konum 15-44 ára 18,3/1000 í Svíþjóð, 15,9/1000 í Noregi, 14,7/1000 í Danmörku (bráðabirgða tölur), 15,3/1000 á Íslandi (1999) og 10,7/1000 í Finnlandi (The National Board of Health and Welfare, 2001).

Heimildir:
  • Gissler, M. (1999). Aborter i Norden. Helsinki: Stakes.
  • Henshaw, S. (1998). Unintended pregnancy in the United States. Family Planning Perspectives, 30:24-29.
  • Holmgren, K. og Uddenberg, N. (1993). Ambivalence during early pregnancy among expectant mothers. Gynecologic & Obstetric Investigation, 36:15-20.
  • The National Board of Health and Welfare (2001). Statistics-health and disease 2002:8: Aborter 2001. Stockholm: The National Board of Health and Welfare.
  • Westoff, C.F. (1980). Women´s reactions to pregnancy. Family Planning Perspectives, 12(3), 135-139.

Mynd: Texas Tech University - Food Safety Website

Höfundur

Sóley S. Bender

prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði við HÍ

Útgáfudagur

15.4.2003

Spyrjandi

Jóhanna Jónsdóttir, f. 1985

Tilvísun

Sóley S. Bender. „Hver er staða ótímabærra þungana á Íslandi miðað við önnur Norðurlönd?“ Vísindavefurinn, 15. apríl 2003, sótt 18. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3343.

Sóley S. Bender. (2003, 15. apríl). Hver er staða ótímabærra þungana á Íslandi miðað við önnur Norðurlönd? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3343

Sóley S. Bender. „Hver er staða ótímabærra þungana á Íslandi miðað við önnur Norðurlönd?“ Vísindavefurinn. 15. apr. 2003. Vefsíða. 18. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3343>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er staða ótímabærra þungana á Íslandi miðað við önnur Norðurlönd?
Hugtakið óráðgerð þungun (e. unplanned pregnancy) felur í sér ótímabæra (e. mistimed pregnancy) og óvelkomna þungun (e. unwanted pregnancy). Þungun er skilgreind sem ótímabær ef hún verður á þeim tíma sem einstaklingurinn ætlaði sér ekki að eignast barn. Þungun er óvelkomin ef viðkomandi ætlaði sér ekki frekari barneign nú eða síðar (Westoff, 1980). Heimildir eru iðulega ónákvæmar í notkun þessara hugtaka og því stundum erfitt að átta sig á því hvað átt sé við hverju sinni. Jafnframt eru þau fyrirbæri sem þessi hugtök lýsa bæði breytileg og flókin. Óráðgerð þungun í byrjun meðgöngu getur til dæmis orðið velkomin þegar líður á þungunina.

Hér á landi hefur ekki verið gerð nein könnun á því hversu margar ótímabærar þunganir eigi sér stað hjá konum á frjósemisskeiði. Sænsk rannsókn sýndi að meðal 128 kvenna sem gengu með barn þá voru 55% þungananna ráðgerðar, 25% ótímabærar og 20% óráðgerðar (líklega er hér átt við óvelkomna þungun). Þó að 45% kvennanna hafi ekki ætlað sér þungun á þessum tíma notuðu 86% þeirra ekki neina getnaðarvörn. Af þessum hópi kvenna sem ráðgerðu ekki þungun höfðu 15% hugleitt fóstureyðingu en ákváðu þó að ganga með barnið (Holmgren og Uddenberg, 1993). Um helmingur þungana í Bandaríkjunum eru taldar vera óráðgerðar. Hjá unglingum er hlutfallið að jafnaði hærra eða um 80% (Henshaw, 1998).

Þær konur sem ákveða að fara í fóstureyðingu standa frammi fyrir ótímabærum og/eða óvelkomnum þungunum og kjósa því að binda endi á þungunina. Óvíst er hvert hlutfall ótímabærra þungana er borið saman við óvelkomnar þunganir innan þessa hóps. Ef eingöngu er borin saman tíðni fóstureyðinga fyrir alla aldurshópa (15-49 ára) við sambærilega aldurshópa á Norðurlöndum, kemur í ljós að á Íslandi var lægsta tíðni fóstureyðinga á hverjar 1000 konur á sjöunda og í byrjun áttunda áratugarins (um 9-11/1000), en upp úr því eru Finnar komnir með lægri tíðni en Íslendingar. Frá þeim tíma hafa Finnar verið með lægstu tíðni fóstureyðinga á Norðurlöndum (Gissler, 1999).

Hefur þróunin verið ólík á Íslandi borið saman við hin Norðurlöndin síðustu áratugi (1976-99). Á Íslandi hefur fóstureyðingum farið fjölgandi meðal kvenna í öllum aldurshópum (7,0/1000 1976, 15,3/1000 1999) meðan þeim hefur almennt farið fækkandi á hinum Norðurlöndunum. Árið 2000 var tíðni fóstureyðinga hjá konum 15-44 ára 18,3/1000 í Svíþjóð, 15,9/1000 í Noregi, 14,7/1000 í Danmörku (bráðabirgða tölur), 15,3/1000 á Íslandi (1999) og 10,7/1000 í Finnlandi (The National Board of Health and Welfare, 2001).

Heimildir:
  • Gissler, M. (1999). Aborter i Norden. Helsinki: Stakes.
  • Henshaw, S. (1998). Unintended pregnancy in the United States. Family Planning Perspectives, 30:24-29.
  • Holmgren, K. og Uddenberg, N. (1993). Ambivalence during early pregnancy among expectant mothers. Gynecologic & Obstetric Investigation, 36:15-20.
  • The National Board of Health and Welfare (2001). Statistics-health and disease 2002:8: Aborter 2001. Stockholm: The National Board of Health and Welfare.
  • Westoff, C.F. (1980). Women´s reactions to pregnancy. Family Planning Perspectives, 12(3), 135-139.

Mynd: Texas Tech University - Food Safety Website...