Sólin Sólin Rís 03:33 • sest 23:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:38 • Sest 00:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:35 • Síðdegis: 22:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:26 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:33 • sest 23:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:38 • Sest 00:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:35 • Síðdegis: 22:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:26 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er tíðni bókstafa í íslensku ritmáli?

Einar Örn Þorvaldsson og Jón Gunnar Þorsteinsson

Til að svara þessari spurningu könnuðum við orðtíðni þriggja texta: Nýja testamentisins, Njáls sögu og handrits af væntanlegri bók með völdum svörum af Vísindavefnum. Lítið tölvuforrit var smíðað til að sjá um talninguna og helstu niðurstöður eru þessar:

Algengir stafir, algengustu efst.
Nýja testamentiðNjálaBók Vísindavefsins
RRA
AAR
NII
INN
EEE
SSS
UGT
GUUSjaldgæfir stafir, sjaldgæfustu efst.
Nýja testamentiðNjálaBók Vísindavefsins
CCQ
QQZ
ZZC
XXX
PPÉ
YÆÚ
ÉBP
ÆÚB

Þess ber að geta að stafirnir c, q og z koma aldrei fyrir í Nýja testamentinu eða Njálu og þeim því raðað í stafrófsröð í listanum yfir sjaldséða stafi.

Eins og sjá má skipa sömu bókstafirnir sex efstu sætin yfir algengustu stafina, en að vísu ekki í sömu röð. Þeir sem hafa sérstakan áhuga á orðtíðni íslenskra texta geta auðveldlega lagt á minnið efstu fjóra bókstafina, en þeir mynda þessi orð:
 • Nýja testamentið: rani.
 • Njála: rain eða enska orðið fyrir regn.
 • Bók vísindavefsins: arin, þar vantar að vísu eitt n til að mynda rétt orð í nefnifalli.
Glöggir lesendur sjá einnig að séu fimm algengustu bókstafirnir í Nýja testamentinu lesnir í öfugri röð kemur í ljós sérnafnið Einar.

Samkvæmt talningu á stafatíðni í 9. útgáfu Concise Oxford Dictionary er algengasti bókstafurinn í ensku ritmáli 'e'. Þar á eftir koma bókstafirnir: a, r, og i, og mynda þar með sérnafnið Ari.

Samuel Morse (1791-1872) sem fann upp morsstafrófið kannaði orðtíðni í ensku til að úthluta algengustu bókstöfunum einföldustu táknunum. Niðurstöður hans byggðust hins vegar á talningu á fáum mjög algengum orðum og segja þess vegna ekki fyrir um stafatíðni í ensku ritmáli í heild sinni.

Samkvæmt Íslenskri orðtíðnibók eru tíu algengustu orðin í íslensku þessi:
 • og
 • vera (so.)
 • í
 • á
 • það
 • hann
 • ég
 • sem
 • hafa

Í "Orðstöðulykli Íslendinga sagna" kemur fram að þrjú algengustu orðin eru þessi: maður, konungur og skip.

Hér að neðan má sjá niðurstöður fyrir alla stafina í tíðnikönnunn ritanna þriggja, Nýja testamentisins, Njálu og Vísindavefsbókinni.

Tíðni bókstafa í Nýja testamentinu.

Tíðni bókstafa í Njálu.

Tíðni bókstafa í Vísindavefsbókinni.

Heimildir:

Höfundar

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.4.2003

Síðast uppfært

24.5.2017

Spyrjandi

Þóra B. Helgadóttir

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver er tíðni bókstafa í íslensku ritmáli?“ Vísindavefurinn, 15. apríl 2003, sótt 12. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3344.

Einar Örn Þorvaldsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. (2003, 15. apríl). Hver er tíðni bókstafa í íslensku ritmáli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3344

Einar Örn Þorvaldsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver er tíðni bókstafa í íslensku ritmáli?“ Vísindavefurinn. 15. apr. 2003. Vefsíða. 12. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3344>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er tíðni bókstafa í íslensku ritmáli?
Til að svara þessari spurningu könnuðum við orðtíðni þriggja texta: Nýja testamentisins, Njáls sögu og handrits af væntanlegri bók með völdum svörum af Vísindavefnum. Lítið tölvuforrit var smíðað til að sjá um talninguna og helstu niðurstöður eru þessar:

Algengir stafir, algengustu efst.
Nýja testamentiðNjálaBók Vísindavefsins
RRA
AAR
NII
INN
EEE
SSS
UGT
GUUSjaldgæfir stafir, sjaldgæfustu efst.
Nýja testamentiðNjálaBók Vísindavefsins
CCQ
QQZ
ZZC
XXX
PPÉ
YÆÚ
ÉBP
ÆÚB

Þess ber að geta að stafirnir c, q og z koma aldrei fyrir í Nýja testamentinu eða Njálu og þeim því raðað í stafrófsröð í listanum yfir sjaldséða stafi.

Eins og sjá má skipa sömu bókstafirnir sex efstu sætin yfir algengustu stafina, en að vísu ekki í sömu röð. Þeir sem hafa sérstakan áhuga á orðtíðni íslenskra texta geta auðveldlega lagt á minnið efstu fjóra bókstafina, en þeir mynda þessi orð:
 • Nýja testamentið: rani.
 • Njála: rain eða enska orðið fyrir regn.
 • Bók vísindavefsins: arin, þar vantar að vísu eitt n til að mynda rétt orð í nefnifalli.
Glöggir lesendur sjá einnig að séu fimm algengustu bókstafirnir í Nýja testamentinu lesnir í öfugri röð kemur í ljós sérnafnið Einar.

Samkvæmt talningu á stafatíðni í 9. útgáfu Concise Oxford Dictionary er algengasti bókstafurinn í ensku ritmáli 'e'. Þar á eftir koma bókstafirnir: a, r, og i, og mynda þar með sérnafnið Ari.

Samuel Morse (1791-1872) sem fann upp morsstafrófið kannaði orðtíðni í ensku til að úthluta algengustu bókstöfunum einföldustu táknunum. Niðurstöður hans byggðust hins vegar á talningu á fáum mjög algengum orðum og segja þess vegna ekki fyrir um stafatíðni í ensku ritmáli í heild sinni.

Samkvæmt Íslenskri orðtíðnibók eru tíu algengustu orðin í íslensku þessi:
 • og
 • vera (so.)
 • í
 • á
 • það
 • hann
 • ég
 • sem
 • hafa

Í "Orðstöðulykli Íslendinga sagna" kemur fram að þrjú algengustu orðin eru þessi: maður, konungur og skip.

Hér að neðan má sjá niðurstöður fyrir alla stafina í tíðnikönnunn ritanna þriggja, Nýja testamentisins, Njálu og Vísindavefsbókinni.

Tíðni bókstafa í Nýja testamentinu.

Tíðni bókstafa í Njálu.

Tíðni bókstafa í Vísindavefsbókinni.

Heimildir:

...