Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Wernher von Braun og fyrir hvað var hann frægur?

Sævar Helgi Bragason og Þorsteinn Vilhjálmsson

Wernher von Braun var annar í röð þriggja sona Magnúsar von Brauns baróns og Emmy von Quistorp barónessu. Hann fæddist 23. mars árið 1912 í Wirsitz í Poznan, sem þá var hérað í Prússlandi en tilheyrir nú Póllandi. Wernher var draumóramaður frá unga aldri og hann ákvað aðeins tíu ára gamall að markmið sitt í lífinu væri að "hjálpa til við að snúa hjólum tímans". Áhugi hans leiddi hann á ýmsar brautir snemma á lífsleiðinni; hann samdi meðal annars tónlist og endurnýtti gamla bílaparta til að smíða nýjan bíl. Í bílasmíðina fór svo mikill tími að námið sat á hakanum og hann féll í stærðfræði og eðlisfræði. Lestur hans á vísindaskáldsögum rithöfundanna Jules Verne (1828-1905) og H.G. Wells (1866-1946) og fræðibókum þýska vísindamannsins Hermanns Oberth (1894-1989) um eldflaugar, ásamt sjónauka sem móðir hans gaf honum, leiddi til þess að hann ákvað að helga sig eldflaugafræði.

Wernher von Braun var einn þekktasti og jafnframt mikilvægasti eldflaugaverkfræðingur geimkönnunaráranna frá 1930 til 1970. Frá unglingsárum hafði von Braun mikinn áhuga á geimferðum og hann varð virkur félagi í þýska eldflaugafélaginu árið 1929. Hann hafði mikinn hug á að smíða stórar eldflaugar og fékk vinnu við að þróa skotflaugar hjá þýska hernum árið 1932. Meðan á þessari vinnu stóð tók von Braun doktorspróf í eldflaugaverkfræði árið 1934, aðeins 22 ára.

   

Von Braun var leiðtogi eldflaugaliðsins svokallaða sem þróaði V-2 skotflaugarnar fyrir nasista í seinni heimsstyrjöldinni. V-2 flaugarnar voru undanfarar þeirrar eldflaugatækni sem síðar var notuð í geimferðum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Verkfræðingahópur von Brauns hannaði þær á leynilegri rannsóknarstofu við Peenemünde á Eystrarsaltsströnd Þýskalands. Í flaugunum var fljótandi eldsneyti og voru þær bæði langdrægar og hraðskreiðar. Fyrstu V-2 flaugunum sem notuðu tækni von Brauns var skotið á loft í október 1942 og í september árið 1944 var fyrstu flaugunum beint að skotmarki í Evrópu. Rúmlega 1.100 V-2 flaugum var skotið á Bretland í stríðinu og fjölmörgum skeytum var einnig beint að Belgíu.

Samstarf von Brauns við þýsku nasistastjórnina varð síðar umdeilt, en viðhorf hans til stjórnarinnar voru flókin. Hann var heiðursfélagi í SS-sveitum Himmlers og honum var fullkunnugt um að fangar úr þrælkunarbúðum nasista unnu sem þrælar við eldflaugaframleiðsluna. Á hinn bóginn kom upp ágreiningur milli hans og Himmlers vegna þess að þeim síðarnefnda þótti von Braun hafa of mikinn áhuga á friðsamlegri nýtingu eldflaugatækninnar að stríði loknu, og lá við borð að hann yrði settur út af sakramentinu af þeim sökum.

Í upphafi ársins 1945 varð von Braun ljóst að Þýskaland mundi ekki sigra Bandamenn og hann fór því að huga sérstaklega að framtíðinni. Hann skipulagði uppgjöf sína og 500 annarra eldflaugaverkfræðinga og í fimmtán ár eftir seinni heimsstyrjöldina vann von Braun svo með bandaríska hernum við þróun skotflauga, en hann hlaut bandarískan ríkisborgararétt 14. apríl 1955.

Eftir að von Braun fór vestur um haf sendi sendi hann frænku sinni, Maríu von Quirstorp, sem þá var 18 ára, bónorð í bréfi og gekk að eiga hana 1. mars 1947. Í desember 1948 eignuðust þau sitt fyrsta barn af þremur, dótturina Iris.

Árið 1960 var þróunarmiðstöð eldflauga flutt frá hernum til bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA, sem þá var nýstofnuð. Þar fékk hann það verkefni að búa til hinar risastóru Satúrnus-flaugar. Von Braun var skipaður yfirmaður Marshall-geimferðamiðstöðvarinnar og hann var því aðalmaðurinn á bak við Saturn V flaugarnar, ofureldflaugar sem áttu að koma Bandaríkjamönnum til tunglsins.

Þetta mikla verkefni tókst eins og allir vita. Von Braun varð því þekktasti talsmaður geimferða í Bandaríkjunum á sjötta og sjöunda áratugnum. Árið 1970 var hann beðinn um að flytjast til Washington D.C. til að setja saman herstjórnaráætlun fyrir Bandaríkin. Hann fluttist frá heimili sínu í Huntsville í Alabamaríki, en ákvað aðeins tveimur árum síðar að setjast í helgan stein. Wernher von Braun lést í Alexandríu í Virginíuríki þann 16. júní 1977 úr krabbameini.

Von Braun réttlætti þátt sinn í vopnasmíði með því að vísindarannsóknir væru handan alls siðferðis. Fyrir þá skoðun hefur hann verið mjög umdeildur. Hann taldi að ekki væri hægt að fella siðferðisdóma um V-2 flaugarnar fyrr en þær væru notaðir í stríðinu, þó svo að þær hafi greinilega verið smíðaðar sem vopn.

Heimildir:

Vefsíða NASA um Wernher von Braun í vefhluta undir heitinu Liftoff.

Vefsíða Marshall-geimferðastöðvarinnar um æviferil Wernher von Brauns.

Hér má sjá hvernig bandaríski vísnasöngvarinn og stærðfræðingurinn Tom Lehrer fjallaði um von Braun á sjöunda og áttunda áratug 20. aldar.

Höfundar

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

16.4.2003

Spyrjandi

Björn Benedikt

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hver var Wernher von Braun og fyrir hvað var hann frægur?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2003, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3347.

Sævar Helgi Bragason og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 16. apríl). Hver var Wernher von Braun og fyrir hvað var hann frægur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3347

Sævar Helgi Bragason og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hver var Wernher von Braun og fyrir hvað var hann frægur?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2003. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3347>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Wernher von Braun og fyrir hvað var hann frægur?
Wernher von Braun var annar í röð þriggja sona Magnúsar von Brauns baróns og Emmy von Quistorp barónessu. Hann fæddist 23. mars árið 1912 í Wirsitz í Poznan, sem þá var hérað í Prússlandi en tilheyrir nú Póllandi. Wernher var draumóramaður frá unga aldri og hann ákvað aðeins tíu ára gamall að markmið sitt í lífinu væri að "hjálpa til við að snúa hjólum tímans". Áhugi hans leiddi hann á ýmsar brautir snemma á lífsleiðinni; hann samdi meðal annars tónlist og endurnýtti gamla bílaparta til að smíða nýjan bíl. Í bílasmíðina fór svo mikill tími að námið sat á hakanum og hann féll í stærðfræði og eðlisfræði. Lestur hans á vísindaskáldsögum rithöfundanna Jules Verne (1828-1905) og H.G. Wells (1866-1946) og fræðibókum þýska vísindamannsins Hermanns Oberth (1894-1989) um eldflaugar, ásamt sjónauka sem móðir hans gaf honum, leiddi til þess að hann ákvað að helga sig eldflaugafræði.

Wernher von Braun var einn þekktasti og jafnframt mikilvægasti eldflaugaverkfræðingur geimkönnunaráranna frá 1930 til 1970. Frá unglingsárum hafði von Braun mikinn áhuga á geimferðum og hann varð virkur félagi í þýska eldflaugafélaginu árið 1929. Hann hafði mikinn hug á að smíða stórar eldflaugar og fékk vinnu við að þróa skotflaugar hjá þýska hernum árið 1932. Meðan á þessari vinnu stóð tók von Braun doktorspróf í eldflaugaverkfræði árið 1934, aðeins 22 ára.

   

Von Braun var leiðtogi eldflaugaliðsins svokallaða sem þróaði V-2 skotflaugarnar fyrir nasista í seinni heimsstyrjöldinni. V-2 flaugarnar voru undanfarar þeirrar eldflaugatækni sem síðar var notuð í geimferðum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Verkfræðingahópur von Brauns hannaði þær á leynilegri rannsóknarstofu við Peenemünde á Eystrarsaltsströnd Þýskalands. Í flaugunum var fljótandi eldsneyti og voru þær bæði langdrægar og hraðskreiðar. Fyrstu V-2 flaugunum sem notuðu tækni von Brauns var skotið á loft í október 1942 og í september árið 1944 var fyrstu flaugunum beint að skotmarki í Evrópu. Rúmlega 1.100 V-2 flaugum var skotið á Bretland í stríðinu og fjölmörgum skeytum var einnig beint að Belgíu.

Samstarf von Brauns við þýsku nasistastjórnina varð síðar umdeilt, en viðhorf hans til stjórnarinnar voru flókin. Hann var heiðursfélagi í SS-sveitum Himmlers og honum var fullkunnugt um að fangar úr þrælkunarbúðum nasista unnu sem þrælar við eldflaugaframleiðsluna. Á hinn bóginn kom upp ágreiningur milli hans og Himmlers vegna þess að þeim síðarnefnda þótti von Braun hafa of mikinn áhuga á friðsamlegri nýtingu eldflaugatækninnar að stríði loknu, og lá við borð að hann yrði settur út af sakramentinu af þeim sökum.

Í upphafi ársins 1945 varð von Braun ljóst að Þýskaland mundi ekki sigra Bandamenn og hann fór því að huga sérstaklega að framtíðinni. Hann skipulagði uppgjöf sína og 500 annarra eldflaugaverkfræðinga og í fimmtán ár eftir seinni heimsstyrjöldina vann von Braun svo með bandaríska hernum við þróun skotflauga, en hann hlaut bandarískan ríkisborgararétt 14. apríl 1955.

Eftir að von Braun fór vestur um haf sendi sendi hann frænku sinni, Maríu von Quirstorp, sem þá var 18 ára, bónorð í bréfi og gekk að eiga hana 1. mars 1947. Í desember 1948 eignuðust þau sitt fyrsta barn af þremur, dótturina Iris.

Árið 1960 var þróunarmiðstöð eldflauga flutt frá hernum til bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA, sem þá var nýstofnuð. Þar fékk hann það verkefni að búa til hinar risastóru Satúrnus-flaugar. Von Braun var skipaður yfirmaður Marshall-geimferðamiðstöðvarinnar og hann var því aðalmaðurinn á bak við Saturn V flaugarnar, ofureldflaugar sem áttu að koma Bandaríkjamönnum til tunglsins.

Þetta mikla verkefni tókst eins og allir vita. Von Braun varð því þekktasti talsmaður geimferða í Bandaríkjunum á sjötta og sjöunda áratugnum. Árið 1970 var hann beðinn um að flytjast til Washington D.C. til að setja saman herstjórnaráætlun fyrir Bandaríkin. Hann fluttist frá heimili sínu í Huntsville í Alabamaríki, en ákvað aðeins tveimur árum síðar að setjast í helgan stein. Wernher von Braun lést í Alexandríu í Virginíuríki þann 16. júní 1977 úr krabbameini.

Von Braun réttlætti þátt sinn í vopnasmíði með því að vísindarannsóknir væru handan alls siðferðis. Fyrir þá skoðun hefur hann verið mjög umdeildur. Hann taldi að ekki væri hægt að fella siðferðisdóma um V-2 flaugarnar fyrr en þær væru notaðir í stríðinu, þó svo að þær hafi greinilega verið smíðaðar sem vopn.

Heimildir:

Vefsíða NASA um Wernher von Braun í vefhluta undir heitinu Liftoff.

Vefsíða Marshall-geimferðastöðvarinnar um æviferil Wernher von Brauns.

Hér má sjá hvernig bandaríski vísnasöngvarinn og stærðfræðingurinn Tom Lehrer fjallaði um von Braun á sjöunda og áttunda áratug 20. aldar....