Eins og fram kemur í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað er danskt fet margir sentímetrar? er bresk-bandarískt tomma 2,54 cm. Þar kemur einnig fram að í feti séu tólf tommur og er það því 30,5 cm.
Pundið er um 0,45 kg. Hér er síða þar sem auðveldlega má breyta milli ýmissa eininga, til dæmis kílóa og punda.
Spyrjandi vill einnig vita hvað maður er stór og þungur á þessum mælikvarða. Undirritaður er 183 cm á hæð og 90 kg. Í fetum/tommum og pundum yrði það:183 cm * 1 fet / 30,5 cm = 6 fet.
90 kg * 1 pund / 0,45 kg = 200 pund.Enn um mann sem er 170 cm á hæð og 55 kg gildir:
170 cm * 1 fet / 30,5 cm = 5 fet og 17,5 cm í afgang sem gera tæpar 7 tommur. Þetta væri skrifað 5'7''.
55 kg * 1 pund / 0,45 kg = 120 pund.