Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur einhver hlotið Nóbelsverðlaun tvisvar sinnum?

Sævar Helgi Bragason

Alls hafa fjórir einstaklingar hlotið Nóbelsverðlaunin tvisvar sinnum, ein kona og þrír karlar. Það eru þau Marie Curie, Linus Pauling, Frederick Sanger og John Bardeen.

Pólsk-franska vísindakonan Marie Curie(1867-1934) hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1903 og í efnafræði 1911. Hún var þar með fyrst allra til að fá Nóbelsverðlaun tvívegis og jafnframt fyrsta konan til að hljóta Nóbelsverðlaun. Verðlaunin fyrir eðlisfræði féllu henni og eiginmanni hennar Pierre Curie (1859-1906) í skaut fyrir rannsóknir þeirra á geislavirkni sem Henri Becquerel (1852-1908) uppgötvaði. Becquerel deildi verðlaununum með Marie og Pierre Curie.

Árið 1911 hlaut Marie Curie sín önnur verðlaun og þá í efnafræði. Þau verðlaun hlaut hún fyrir uppgötvun sína á frumefnunum radíum og pólóníum og fyrir rannsóknir sínar á eðli radíums. Þess má til gamans geta að dóttir Pierre og Marie Curie, Irene Joliot-Curie (1897-1956), hlaut Nóbelsverðlaunin í efnafræði árið 1935 ásamt manni sínum Frédéric Joliot (1900-1958).

Bandaríski efnafræðingurinn Linus Carl Pauling (1901-1994) hlaut Nóbelsverðlaun í efnafræði árið 1954 og einnig friðarverðlaunin árið 1962. Efnafræðiverðlaun sín hlaut hann fyrir rannsóknir á eðli efnatengja og beitingu þeirra til að útskýra byggingu flókinna efna. Friðarverðlaunin hlaut Pauling síðan fyrir þrotlausa baráttu sína gegn kjarnavopnum sem og fyrir baráttu sína gegn stríði sem leið til að leysa alþjóðleg deilumál.


Breski efnafræðingurinn Frederick Sanger (f. 1918) hlaut Nóbelsverðlaun í efnafræði árin 1958 og 1980. Verðlaunin 1958 hlaut hann fyrir rannsóknir sínar á byggingu prótína, sérstaklega insúlíns. Árið 1980 deildi hann verðlaununum með Walter Gilbert (f. 1932) og Paul Berg (f. 1926). Sanger og Gilbert hlutu verðlaunin fyrir rannsóknir á kjarnsýrum. Paul Berg hlaut hins vegar verðlaunin fyrir grunnrannsóknir sínar á lífefnafræði kjarnsýra, sérstaklega fyrir rannsóknir á endurröðun DNA.


Bandaríski eðlisfræðingurinn John Bardeen (1908-1991) hlaut Nóbelsverðlaun í eðlisfræði árin 1956 og 1972. Verðlaunin 1956 hlaut hann ásamt William Shockley (1910-1989) og Walter Brattain (1902-1987) fyrir rannsóknir þeirra á hálfleiðurum og uppgötvun á áhrifum smára. Árið 1972 deildi hann verðlaununum með Leon Cooper (f. 1930) og John Schrieffer (f. 1931) sem þeir hlutu fyrir kenningu sína um ofurleiðni, sem venjulega er nefnd BCS-kenningin.

Heimild:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

23.4.2003

Spyrjandi

Róbert Pétursson, f. 1987

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hefur einhver hlotið Nóbelsverðlaun tvisvar sinnum?“ Vísindavefurinn, 23. apríl 2003, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3354.

Sævar Helgi Bragason. (2003, 23. apríl). Hefur einhver hlotið Nóbelsverðlaun tvisvar sinnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3354

Sævar Helgi Bragason. „Hefur einhver hlotið Nóbelsverðlaun tvisvar sinnum?“ Vísindavefurinn. 23. apr. 2003. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3354>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur einhver hlotið Nóbelsverðlaun tvisvar sinnum?
Alls hafa fjórir einstaklingar hlotið Nóbelsverðlaunin tvisvar sinnum, ein kona og þrír karlar. Það eru þau Marie Curie, Linus Pauling, Frederick Sanger og John Bardeen.

Pólsk-franska vísindakonan Marie Curie(1867-1934) hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1903 og í efnafræði 1911. Hún var þar með fyrst allra til að fá Nóbelsverðlaun tvívegis og jafnframt fyrsta konan til að hljóta Nóbelsverðlaun. Verðlaunin fyrir eðlisfræði féllu henni og eiginmanni hennar Pierre Curie (1859-1906) í skaut fyrir rannsóknir þeirra á geislavirkni sem Henri Becquerel (1852-1908) uppgötvaði. Becquerel deildi verðlaununum með Marie og Pierre Curie.

Árið 1911 hlaut Marie Curie sín önnur verðlaun og þá í efnafræði. Þau verðlaun hlaut hún fyrir uppgötvun sína á frumefnunum radíum og pólóníum og fyrir rannsóknir sínar á eðli radíums. Þess má til gamans geta að dóttir Pierre og Marie Curie, Irene Joliot-Curie (1897-1956), hlaut Nóbelsverðlaunin í efnafræði árið 1935 ásamt manni sínum Frédéric Joliot (1900-1958).

Bandaríski efnafræðingurinn Linus Carl Pauling (1901-1994) hlaut Nóbelsverðlaun í efnafræði árið 1954 og einnig friðarverðlaunin árið 1962. Efnafræðiverðlaun sín hlaut hann fyrir rannsóknir á eðli efnatengja og beitingu þeirra til að útskýra byggingu flókinna efna. Friðarverðlaunin hlaut Pauling síðan fyrir þrotlausa baráttu sína gegn kjarnavopnum sem og fyrir baráttu sína gegn stríði sem leið til að leysa alþjóðleg deilumál.


Breski efnafræðingurinn Frederick Sanger (f. 1918) hlaut Nóbelsverðlaun í efnafræði árin 1958 og 1980. Verðlaunin 1958 hlaut hann fyrir rannsóknir sínar á byggingu prótína, sérstaklega insúlíns. Árið 1980 deildi hann verðlaununum með Walter Gilbert (f. 1932) og Paul Berg (f. 1926). Sanger og Gilbert hlutu verðlaunin fyrir rannsóknir á kjarnsýrum. Paul Berg hlaut hins vegar verðlaunin fyrir grunnrannsóknir sínar á lífefnafræði kjarnsýra, sérstaklega fyrir rannsóknir á endurröðun DNA.


Bandaríski eðlisfræðingurinn John Bardeen (1908-1991) hlaut Nóbelsverðlaun í eðlisfræði árin 1956 og 1972. Verðlaunin 1956 hlaut hann ásamt William Shockley (1910-1989) og Walter Brattain (1902-1987) fyrir rannsóknir þeirra á hálfleiðurum og uppgötvun á áhrifum smára. Árið 1972 deildi hann verðlaununum með Leon Cooper (f. 1930) og John Schrieffer (f. 1931) sem þeir hlutu fyrir kenningu sína um ofurleiðni, sem venjulega er nefnd BCS-kenningin.

Heimild:...