Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Hefur brjóstaminnkun áhrif á getuna til að hafa barn á brjósti?

Björk TryggvadóttirHér er einnig svarað spurningunni:
Er örugglega hægt að hafa barn á brjósti eftir að hafa gengist undir brjóstaminnkunaraðgerð?

Stórum brjóstum geta fylgt verkir í baki og öxlum. Einnig geta böndin á brjóstahaldaranum skorist inn í axlir og sært konur þannig að far sést á öxlum þeirra. Stórum brjóstum getur líka fylgt lágt sjálfsmat kvenna.

Þegar tekin er ákvörðun um brjóstaminnkun þarf að útskýra vel fyrir konunni hvernig aðgerðin er gerð. Margar ungar konur eru ekki að velta brjóstagjöf fyrir sér á þessum tíma, en seinna, þegar þær eignast börn, þá langar þær að hafa þau á brjósti.

Brjóstaminnkun hefur skaðlegri áhrif en brjóstastækkun þar sem geirvartan er oft tekin af á meðan á aðgerðinni stendur. Því fylgir að taugaendar geta skaddast sem leiðir til þess að ekki verður eðlilegt losunarviðbragð mjólkur í mjólkurgöngum og hindrun getur orðið á flæði til mjólkurganga. Konur geta einnig haft minni tilfinningu í geirvörtu eftir aðgerð.

Ef aðgerð er gerð þannig að mjólkurgangar eru ekki snertir þá getur brjóstagjöf gengið vel fyrir sig. Það er því mjög mikilvægt að konur sem hafa farið í brjóstaminnkun prófi að gefa barni brjóst þar sem getan til að brjóstfæða eftir slíka aðgerð er misjöfn eftir einstaklingum. Sumar konur geta brjóstfætt án vandkvæða, aðrar geta brjóstfætt en þurfa að bæta það upp með ábót og enn aðrar geta ekki gefið brjóst þar sem lítil eða engin framleiðsla mjólkur á sér stað þannig að barnið verður að fá næringu með þurrmjólk. Allar konur ættu að hefja brjóstagjöf og láta á það reyna í að minnsta kosti 14 daga hvort ferlið getur gengið.

Aðgerðarskýrsla ætti að fylgja hverri konu sem hefur farið í brjóstaminnkun er hún verður barnshafandi þannig að hægt sé að undirbúa hana vel fyrri þetta ferli hafi hún löngun til að hafa barn sitt á brjósti.

Margar ungar konur vilja í dag láta stækka brjóst sín. Í flestum tilfellum hefur það ekki áhrif á brjóstagjöf þar sem ekki verður skemmd á taugaendum eða mjólkurgöngum. Fyllingin er oftast sett undir brjóstið eða inn í það á hlið og fer undir vöðvann þannig að allir gangar eru heilir og geirvartan líka. Ef fylling er hins vegar sett inn við geirvörtubaug er nánast útilokað að hafa barn á brjósti þar sem skemmd verður á taugaendum við geirvörtu. Þetta er kallað Asian-leið og er hún yfirleitt ekki farin hér á landi.

Heimild:
  • Ruth A. Lawrence, Robert M. Lawrence (1999). Breastfeeding: A Guide for the Medical Profession, 5th edition, Mosby St. Louis.

Mynd: Yahoo! Health

Höfundur

hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og IBCLC(brjóstagjafaráðgjafi), Kvennadeild LSH

Útgáfudagur

25.4.2003

Spyrjandi

Elísa Rún Heimisdóttir
Guðmunda Helgadóttir

Tilvísun

Björk Tryggvadóttir. „Hefur brjóstaminnkun áhrif á getuna til að hafa barn á brjósti?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2003. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3359.

Björk Tryggvadóttir. (2003, 25. apríl). Hefur brjóstaminnkun áhrif á getuna til að hafa barn á brjósti? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3359

Björk Tryggvadóttir. „Hefur brjóstaminnkun áhrif á getuna til að hafa barn á brjósti?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2003. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3359>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hefur brjóstaminnkun áhrif á getuna til að hafa barn á brjósti?


Hér er einnig svarað spurningunni:
Er örugglega hægt að hafa barn á brjósti eftir að hafa gengist undir brjóstaminnkunaraðgerð?

Stórum brjóstum geta fylgt verkir í baki og öxlum. Einnig geta böndin á brjóstahaldaranum skorist inn í axlir og sært konur þannig að far sést á öxlum þeirra. Stórum brjóstum getur líka fylgt lágt sjálfsmat kvenna.

Þegar tekin er ákvörðun um brjóstaminnkun þarf að útskýra vel fyrir konunni hvernig aðgerðin er gerð. Margar ungar konur eru ekki að velta brjóstagjöf fyrir sér á þessum tíma, en seinna, þegar þær eignast börn, þá langar þær að hafa þau á brjósti.

Brjóstaminnkun hefur skaðlegri áhrif en brjóstastækkun þar sem geirvartan er oft tekin af á meðan á aðgerðinni stendur. Því fylgir að taugaendar geta skaddast sem leiðir til þess að ekki verður eðlilegt losunarviðbragð mjólkur í mjólkurgöngum og hindrun getur orðið á flæði til mjólkurganga. Konur geta einnig haft minni tilfinningu í geirvörtu eftir aðgerð.

Ef aðgerð er gerð þannig að mjólkurgangar eru ekki snertir þá getur brjóstagjöf gengið vel fyrir sig. Það er því mjög mikilvægt að konur sem hafa farið í brjóstaminnkun prófi að gefa barni brjóst þar sem getan til að brjóstfæða eftir slíka aðgerð er misjöfn eftir einstaklingum. Sumar konur geta brjóstfætt án vandkvæða, aðrar geta brjóstfætt en þurfa að bæta það upp með ábót og enn aðrar geta ekki gefið brjóst þar sem lítil eða engin framleiðsla mjólkur á sér stað þannig að barnið verður að fá næringu með þurrmjólk. Allar konur ættu að hefja brjóstagjöf og láta á það reyna í að minnsta kosti 14 daga hvort ferlið getur gengið.

Aðgerðarskýrsla ætti að fylgja hverri konu sem hefur farið í brjóstaminnkun er hún verður barnshafandi þannig að hægt sé að undirbúa hana vel fyrri þetta ferli hafi hún löngun til að hafa barn sitt á brjósti.

Margar ungar konur vilja í dag láta stækka brjóst sín. Í flestum tilfellum hefur það ekki áhrif á brjóstagjöf þar sem ekki verður skemmd á taugaendum eða mjólkurgöngum. Fyllingin er oftast sett undir brjóstið eða inn í það á hlið og fer undir vöðvann þannig að allir gangar eru heilir og geirvartan líka. Ef fylling er hins vegar sett inn við geirvörtubaug er nánast útilokað að hafa barn á brjósti þar sem skemmd verður á taugaendum við geirvörtu. Þetta er kallað Asian-leið og er hún yfirleitt ekki farin hér á landi.

Heimild:
  • Ruth A. Lawrence, Robert M. Lawrence (1999). Breastfeeding: A Guide for the Medical Profession, 5th edition, Mosby St. Louis.

Mynd: Yahoo! Health...