Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er unglingaólétta algengari í Bandaríkjunum en Evrópu?

Sóley S. Bender

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvaða breytur hafa áhrif a tíðni unglingaóléttu? Af hverju er tíðni unglingaóléttu hærri í Bandaríkjunum en Evrópu?
Tíðni þungana unglingsstúlkna má skýra út frá margvíslegum sjónarhornum, það er samfélaginu, fjölskyldunni og unglingnum. Samfélagssjónarhornið kemur inn á skilaboð samfélagsins um kynlíf og kynlífshegðun en einnig pólitískar ákvarðanir um kynfræðslu og kynheilbrigðisþjónustu. Það hefur til dæmis sýnt sig að þar sem litið er á kynlíf ungs fólks sem eitthvað eðlilegt, rætt um það á opinskáan hátt og á sama tíma gefin skilaboð um leiðir til að stuðla að kynheilbrigði, þá eigi unglingurinn auðveldara með að gera ábyrgar ráðstafanir á þessu sviði. Bæði Holland og Svíþjóð eru góð dæmi um lönd þar sem slíkt fyrirkomulag er fyrir hendi (Cromer og McCarthy, 1999).

Í Bandaríkjunum hefur það almennt ekki verið viðurkennt að ungt fólk megi lifa kynlífi, ólíkt því sem tíðkast í Svíþjóð og Hollandi. Bandarísk ungmenni fá margvíslegar upplýsingar um frjálslyndi í kynlífi í gegnum netið, kvikmyndir og fleiri miðla, en vita það gjarnan frá foreldrum að það sé ekki rétt að byrja að hafa kynmök. Þannig standa unglingar andspænis eigin löngunum og hins vegar siðferðilegum gildum fjölskyldu og viðurkenna því vart sjálf að þau séu í hættu. Stjórnvöld hafa sett mark sitt á þróun mála í Bandaríkjunum hvað þetta varðar bæði gagnvart kynfræðslu og kynheilbrigðisþjónustu. Þau leggja ríka áherslu á kynfræðsluefni sem fjallar um skírlífi en ekki notkun getnaðarvarna.

Hins vegar berjast samtök fræðimanna (SIECUS = Sexuality Information and Education Council of the United States) fyrir heildstæðri kynfræðslu þar sem meðal annars er komið er inn á sjálfsmyndina, góða ákvarðanatöku, ábyrgt kynlíf og getnaðarvarnir. Víða í Bandaríkjunum er kynheilbrigðisþjónusta ekki nægjanlega aðgengileg fyrir ungt fólk (Cromer og McCarthy, 1999). Þar skiptir margt máli. Má þar til dæmis nefna að það getur verið hindrun fyrir ungar stúlkur að verða að fara í kvenskoðun og iðulega er efi um trúnað heilbrigðisstarfsmanns. Jafnframt var fæðu- og lyfjaeftirlit (FDA = Food and Drug Administration) seint að veita leyfi fyrir neyðargetnaðarvörn og viðhorf til hennar iðulega verið neikvætt þar sem meðal annars er litið á hana sem fóstureyðingu.

Innan fjölskyldunnar geta leynst margir þættir sem geta skýrt tíðni þungana. Talið er að hærri tíðni þungana eigi sér stað þegar fjölskyldur eru verr settar félags- og fjárhagslega. Það er talið geta aukið líkur á þungunum unglingsstúlkna að búa við fátækt, eiga lítt menntaða foreldra, alast upp hjá einstæðu foreldri og að skorta náms- og starfstækifæri.

Hvað varðar unglinginn sjálfan þá hefur margt verið rannsakað sem tengist ábyrgri notkun getnaðarvarna eins og aldur, sjálfsmynd, tíðni kynmaka og hvort unglingurinn er í föstu kynferðislegu sambandi eða ekki. Samanburðarrannsóknir hafa komið inn á þætti eins og til dæmis kynlífshegðun og notkun getnaðarvarna (Darroch, Singh og Frost, 2001). Rannsókn Darroch og fleiri (2001) bar saman getnaðarvarnanotkun unglinga í Bandaríkjunum við jafnaldra þeirra í Bretland, Kanada, Frakklandi og Svíþjóð. Í ljós kom að bandarískir unglingar sýndu ólíka notkun getnaðarvarna sem meðal annars kom fram í því að færri unglingar í Bandaríkjunum notuðu öruggar getnaðarvarnir (hormónagetnaðarvarnir) en í hinum löndunum.

Það sem greinir að Bandaríkin og Evrópu hvað þunganir unglingsstúlkna varðar, má meðal annars rekja til almennt lélegri efnahags-og félagslegrar stöðu unglinga í Bandaríkjunum, trúarástæðna, þess að kynlíf ungs fólks sé almennt ekki viðurkennt og að takmarkað aðgengi er að kynheilbrigðisþjónustu. Allt vinnur þetta saman að því að auka líkur á þungunum unglingsstúlkna. Í Bandaríkjunum velja síðan fleiri stúlkur að ganga með barnið heldur en að fara í fóstureyðingu en annars staðar (Singh, Darroch og Frost, 2001).

Heimildir:
  • Cromer, B.A. og McCarthy, M. (1999). Family planning services in adolescent pregnancy prevention: The views of key informants in four countries. Family Planning Perspectives, 31(6), 287-293
  • Darroch, J.E., Singh, S. og Frost, J.J. (2001). Differences in teenage pregnancy rates among five developed countries: The roles of sexual activity and contraceptive use. Family Planning Perspectives, 33(6), 244-250
  • Singh, S., Darroch, J.E. og Frost, J.J. (2001). Socioeconomic disadvantage and adolescent women´s sexual and reproductive behavior: The cost of five developed countries. Family Planning Perspectives, 33(6), 251-258

Mynd: University of Florida - Alumni Association

Höfundur

Sóley S. Bender

prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði við HÍ

Útgáfudagur

25.4.2003

Spyrjandi

Kristinn Ársælsson

Tilvísun

Sóley S. Bender. „Af hverju er unglingaólétta algengari í Bandaríkjunum en Evrópu?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2003, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3363.

Sóley S. Bender. (2003, 25. apríl). Af hverju er unglingaólétta algengari í Bandaríkjunum en Evrópu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3363

Sóley S. Bender. „Af hverju er unglingaólétta algengari í Bandaríkjunum en Evrópu?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2003. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3363>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er unglingaólétta algengari í Bandaríkjunum en Evrópu?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvaða breytur hafa áhrif a tíðni unglingaóléttu? Af hverju er tíðni unglingaóléttu hærri í Bandaríkjunum en Evrópu?
Tíðni þungana unglingsstúlkna má skýra út frá margvíslegum sjónarhornum, það er samfélaginu, fjölskyldunni og unglingnum. Samfélagssjónarhornið kemur inn á skilaboð samfélagsins um kynlíf og kynlífshegðun en einnig pólitískar ákvarðanir um kynfræðslu og kynheilbrigðisþjónustu. Það hefur til dæmis sýnt sig að þar sem litið er á kynlíf ungs fólks sem eitthvað eðlilegt, rætt um það á opinskáan hátt og á sama tíma gefin skilaboð um leiðir til að stuðla að kynheilbrigði, þá eigi unglingurinn auðveldara með að gera ábyrgar ráðstafanir á þessu sviði. Bæði Holland og Svíþjóð eru góð dæmi um lönd þar sem slíkt fyrirkomulag er fyrir hendi (Cromer og McCarthy, 1999).

Í Bandaríkjunum hefur það almennt ekki verið viðurkennt að ungt fólk megi lifa kynlífi, ólíkt því sem tíðkast í Svíþjóð og Hollandi. Bandarísk ungmenni fá margvíslegar upplýsingar um frjálslyndi í kynlífi í gegnum netið, kvikmyndir og fleiri miðla, en vita það gjarnan frá foreldrum að það sé ekki rétt að byrja að hafa kynmök. Þannig standa unglingar andspænis eigin löngunum og hins vegar siðferðilegum gildum fjölskyldu og viðurkenna því vart sjálf að þau séu í hættu. Stjórnvöld hafa sett mark sitt á þróun mála í Bandaríkjunum hvað þetta varðar bæði gagnvart kynfræðslu og kynheilbrigðisþjónustu. Þau leggja ríka áherslu á kynfræðsluefni sem fjallar um skírlífi en ekki notkun getnaðarvarna.

Hins vegar berjast samtök fræðimanna (SIECUS = Sexuality Information and Education Council of the United States) fyrir heildstæðri kynfræðslu þar sem meðal annars er komið er inn á sjálfsmyndina, góða ákvarðanatöku, ábyrgt kynlíf og getnaðarvarnir. Víða í Bandaríkjunum er kynheilbrigðisþjónusta ekki nægjanlega aðgengileg fyrir ungt fólk (Cromer og McCarthy, 1999). Þar skiptir margt máli. Má þar til dæmis nefna að það getur verið hindrun fyrir ungar stúlkur að verða að fara í kvenskoðun og iðulega er efi um trúnað heilbrigðisstarfsmanns. Jafnframt var fæðu- og lyfjaeftirlit (FDA = Food and Drug Administration) seint að veita leyfi fyrir neyðargetnaðarvörn og viðhorf til hennar iðulega verið neikvætt þar sem meðal annars er litið á hana sem fóstureyðingu.

Innan fjölskyldunnar geta leynst margir þættir sem geta skýrt tíðni þungana. Talið er að hærri tíðni þungana eigi sér stað þegar fjölskyldur eru verr settar félags- og fjárhagslega. Það er talið geta aukið líkur á þungunum unglingsstúlkna að búa við fátækt, eiga lítt menntaða foreldra, alast upp hjá einstæðu foreldri og að skorta náms- og starfstækifæri.

Hvað varðar unglinginn sjálfan þá hefur margt verið rannsakað sem tengist ábyrgri notkun getnaðarvarna eins og aldur, sjálfsmynd, tíðni kynmaka og hvort unglingurinn er í föstu kynferðislegu sambandi eða ekki. Samanburðarrannsóknir hafa komið inn á þætti eins og til dæmis kynlífshegðun og notkun getnaðarvarna (Darroch, Singh og Frost, 2001). Rannsókn Darroch og fleiri (2001) bar saman getnaðarvarnanotkun unglinga í Bandaríkjunum við jafnaldra þeirra í Bretland, Kanada, Frakklandi og Svíþjóð. Í ljós kom að bandarískir unglingar sýndu ólíka notkun getnaðarvarna sem meðal annars kom fram í því að færri unglingar í Bandaríkjunum notuðu öruggar getnaðarvarnir (hormónagetnaðarvarnir) en í hinum löndunum.

Það sem greinir að Bandaríkin og Evrópu hvað þunganir unglingsstúlkna varðar, má meðal annars rekja til almennt lélegri efnahags-og félagslegrar stöðu unglinga í Bandaríkjunum, trúarástæðna, þess að kynlíf ungs fólks sé almennt ekki viðurkennt og að takmarkað aðgengi er að kynheilbrigðisþjónustu. Allt vinnur þetta saman að því að auka líkur á þungunum unglingsstúlkna. Í Bandaríkjunum velja síðan fleiri stúlkur að ganga með barnið heldur en að fara í fóstureyðingu en annars staðar (Singh, Darroch og Frost, 2001).

Heimildir:
  • Cromer, B.A. og McCarthy, M. (1999). Family planning services in adolescent pregnancy prevention: The views of key informants in four countries. Family Planning Perspectives, 31(6), 287-293
  • Darroch, J.E., Singh, S. og Frost, J.J. (2001). Differences in teenage pregnancy rates among five developed countries: The roles of sexual activity and contraceptive use. Family Planning Perspectives, 33(6), 244-250
  • Singh, S., Darroch, J.E. og Frost, J.J. (2001). Socioeconomic disadvantage and adolescent women´s sexual and reproductive behavior: The cost of five developed countries. Family Planning Perspectives, 33(6), 251-258

Mynd: University of Florida - Alumni Association...