Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað er þvagsýrugigt?

Magnús Jóhannsson

Spurningin í heild hljóðar svona:
Hvað er þvagsýrugigt? Af hverju stafar hún? Er hún hættuleg? Hver er meðferðin við henni?

Þvagsýrugigt byrjar oftast skyndilega með miklum verkjum og bólgu í einum lið. Sá liður sem oftast verður fyrir barðinu á þessu er fremsti liður stóru táar en aðrir liðir geta átt í hlut, til dæmis ökkli, hné, úlnliður eða olnbogi. Einkennin líkjast einna helst sýkingu með bólgu, roða og hita og staðurinn er mjög viðkvæmur við snertingu.

Þvagsýrugigt var stundum kölluð ríkra manna gigt. Á 19. öld og fram á þá 20. var þvagsýrugigt af mörgum talin stafa af óhóflegri áfengisdrykkju. Áfengi orsakar ekki sjúkdóminn en getur stundum sett kast af stað.

Þvagsýrugigt kemur oft í köstum sem standa í fáeina daga í fyrstu en þegar frá líður geta þau staðið vikum saman ef ekkert er að gert. Fái sjúklingurinn ekki viðeigandi meðferð getur það valdið langvarandi bólgum í mörgum liðum sem leiða að lokum til skemmda og afmyndunar á liðunum. Þar að auki geta orðið skemmdir í öðrum líffærum, einkum nýrum.

Ef of mikið magn þvagsýru safnast fyrir í líkamanum getur þvagsýran myndað kristalla í liðamótum og næsta umhverfi þeirra og valdið miklum verkjum og bólgu.

Þvagsýrugigt er oftast af óþekktum orsökum. Um 90% sjúklinganna eru karlmenn. Karlmenn fá sjúkdóminn sjaldan fyrir þrítugt og konur yfirleitt ekki fyrr en eftir tíðahvörf. Stundum er erfðaþáttur áberandi og meðal sumra hópa er þvagsýrugigt mun algengari en annars staðar, til dæmis á Kyrrahafseyjunum. Þeir sem fá fyrstu köstin ungir eru í meiri hættu en hinir að fá erfiðan sjúkdóm sem leiðir til skemmda í liðum. Í flestum tilfellum er hægt að halda sjúkdóminum í skefjum og hindra vefjaskemmdir.

Þvagsýra er efni sem myndast við niðurbrot kjarnsýra (DNA og RNA). Þær kjarnsýrur sem brotna niður í líkamanum eru að mestu leyti myndaðar í líkamanum en að litlu leyti komnar beint úr fæðunni. Ef niðurbrot kjarnsýra er óeðlilega mikið eða útskilnaður þvagsýru óeðlilega hægur getur magn þvagsýru í blóðinu hækkað og að lokum geta þvagsýrukristallar myndast í vefjum og valdið þvagsýrugigt.

Meðferðin byggist einkum á þrennu, að lækna köst þegar þau koma, að minnka framleiðslu þvagsýru í líkamanum og að auka útskilnað þvagsýru í nýrum. Í köstum eru notuð ýmis bólgueyðandi lyf, sem geta stytt kastið verulega, og mikilvægt er að hvíla bólgna liði. Til að minnka magn þvagsýru í líkamanum og minnka þannig hættu á þvagsýrugigtarköstum eru til lyf sem draga úr myndun þvagsýru og auka útskilnað hennar. Þeir sem eru með þvagsýrugigt ættu að forðast lyf sem hindra útskilnað þvagsýru í nýrum en það eru einkum þvagræsilyf og aspirín.

Um mataræði eru svolítið skiptar skoðanir en flest bendir til þess að það skipti litlu sem engu máli fyrir magn þvagsýru í líkamanum. Hjá sumum sjúklingum geta þó vissar fæðutegundir eða áfengi hrint af stað kasti. Fáeinar fæðutegundir sem innihalda mikið af kjarnsýrum eru blóðmör, lifur, nýru, sardínur og kjötkraftur. Mikilvægt er að drekka mikið vatn, helst 2-3 lítra á dag.

Frekari fróðleikur:

Mynd:

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

28.4.2003

Spyrjandi

Hilmar Árnason

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Hvað er þvagsýrugigt?“ Vísindavefurinn, 28. apríl 2003. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3366.

Magnús Jóhannsson. (2003, 28. apríl). Hvað er þvagsýrugigt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3366

Magnús Jóhannsson. „Hvað er þvagsýrugigt?“ Vísindavefurinn. 28. apr. 2003. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3366>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er þvagsýrugigt?
Spurningin í heild hljóðar svona:

Hvað er þvagsýrugigt? Af hverju stafar hún? Er hún hættuleg? Hver er meðferðin við henni?

Þvagsýrugigt byrjar oftast skyndilega með miklum verkjum og bólgu í einum lið. Sá liður sem oftast verður fyrir barðinu á þessu er fremsti liður stóru táar en aðrir liðir geta átt í hlut, til dæmis ökkli, hné, úlnliður eða olnbogi. Einkennin líkjast einna helst sýkingu með bólgu, roða og hita og staðurinn er mjög viðkvæmur við snertingu.

Þvagsýrugigt var stundum kölluð ríkra manna gigt. Á 19. öld og fram á þá 20. var þvagsýrugigt af mörgum talin stafa af óhóflegri áfengisdrykkju. Áfengi orsakar ekki sjúkdóminn en getur stundum sett kast af stað.

Þvagsýrugigt kemur oft í köstum sem standa í fáeina daga í fyrstu en þegar frá líður geta þau staðið vikum saman ef ekkert er að gert. Fái sjúklingurinn ekki viðeigandi meðferð getur það valdið langvarandi bólgum í mörgum liðum sem leiða að lokum til skemmda og afmyndunar á liðunum. Þar að auki geta orðið skemmdir í öðrum líffærum, einkum nýrum.

Ef of mikið magn þvagsýru safnast fyrir í líkamanum getur þvagsýran myndað kristalla í liðamótum og næsta umhverfi þeirra og valdið miklum verkjum og bólgu.

Þvagsýrugigt er oftast af óþekktum orsökum. Um 90% sjúklinganna eru karlmenn. Karlmenn fá sjúkdóminn sjaldan fyrir þrítugt og konur yfirleitt ekki fyrr en eftir tíðahvörf. Stundum er erfðaþáttur áberandi og meðal sumra hópa er þvagsýrugigt mun algengari en annars staðar, til dæmis á Kyrrahafseyjunum. Þeir sem fá fyrstu köstin ungir eru í meiri hættu en hinir að fá erfiðan sjúkdóm sem leiðir til skemmda í liðum. Í flestum tilfellum er hægt að halda sjúkdóminum í skefjum og hindra vefjaskemmdir.

Þvagsýra er efni sem myndast við niðurbrot kjarnsýra (DNA og RNA). Þær kjarnsýrur sem brotna niður í líkamanum eru að mestu leyti myndaðar í líkamanum en að litlu leyti komnar beint úr fæðunni. Ef niðurbrot kjarnsýra er óeðlilega mikið eða útskilnaður þvagsýru óeðlilega hægur getur magn þvagsýru í blóðinu hækkað og að lokum geta þvagsýrukristallar myndast í vefjum og valdið þvagsýrugigt.

Meðferðin byggist einkum á þrennu, að lækna köst þegar þau koma, að minnka framleiðslu þvagsýru í líkamanum og að auka útskilnað þvagsýru í nýrum. Í köstum eru notuð ýmis bólgueyðandi lyf, sem geta stytt kastið verulega, og mikilvægt er að hvíla bólgna liði. Til að minnka magn þvagsýru í líkamanum og minnka þannig hættu á þvagsýrugigtarköstum eru til lyf sem draga úr myndun þvagsýru og auka útskilnað hennar. Þeir sem eru með þvagsýrugigt ættu að forðast lyf sem hindra útskilnað þvagsýru í nýrum en það eru einkum þvagræsilyf og aspirín.

Um mataræði eru svolítið skiptar skoðanir en flest bendir til þess að það skipti litlu sem engu máli fyrir magn þvagsýru í líkamanum. Hjá sumum sjúklingum geta þó vissar fæðutegundir eða áfengi hrint af stað kasti. Fáeinar fæðutegundir sem innihalda mikið af kjarnsýrum eru blóðmör, lifur, nýru, sardínur og kjötkraftur. Mikilvægt er að drekka mikið vatn, helst 2-3 lítra á dag.

Frekari fróðleikur:

Mynd:...