Sólin Sólin Rís 08:54 • sest 18:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 09:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:33 • Síðdegis: 12:58 í Reykjavík

Hvert er algengasta kvenmannsnafn á Íslandi?

JGÞ

Á vef Hagstofu Íslands má leita að upplýsingum um fjölda þeirra sem bera ákveðin eiginnöfn.

Eftirfarandi grein var skrifuð árið 2003 og svaraði þá spurningunni út frá þeim tölum sem Þjóðskrá gaf upp á þeim tíma. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands voru þrjú algengustu kvennanöfnin í árslok 2001 þessi:
 • Guðrún (5.266)
 • Anna (4.187)
 • Sigríður (3.944)
Algengasta annað nafn kvenna er Björk (2.951) og algengasta tvínefnið er Anna María (334), en þar á eftir koma Anna Margrét (205) og Anna Kristín (202).

Þó að Anna sé annað algengasta kvenmannsnafnið er það eingöngu í 9. sæti yfir algengustu einnefni kvenna, Önnu-nafninu fylgir þess vegna oft annað nafn. Röðin yfir algengustu einnefnin lítur svona út:
 • Guðrún (2.321)
 • Sigríður (1.993)
 • Kristín (1.758)
Samkvæmt fréttatilkynningu frá Hagstofunni er áberandi hversu nöfn sem standa framarlega í stafrófsröð hafa orðið vinsæl undanfarin ár. Þetta á sérstaklega við um stráka: Aron, Arnar, Alexander og Andri, en er ekki eins algengt hjá stúlkum.

Nafngiftir undanfarinna ára (1996-2000) sýna að Sigríðar-nafnið er á undanhaldi. Það er í 14. sæti yfir algengustu kvenmannsnöfn á árabilinu sem um er rætt. Einnig sést að nafnið Ósk (390) nýtur meiri vinsælda nú sem annað nafn kvenna en María (342).

Þrjú vinsælustu kvennanöfn á árunum 1996-2000 eru þessi:
 • Anna (208)
 • Kristín (191)
 • Guðrún (177)
Listinn yfir algengustu einnefnin á sama árabili hefur tekið meiri breytingum. Hann lítur svona út:
 • Birta (35)
 • Hrafnhildur (35)
 • Kristín (32)
Algengasta tvínefni áranna 1996-2000 er enn hið sama, Anna María, en í öðru sæti er Sara Lind (17).

Á afar gagnlegum vef Hagstofunnar (neðst til hægri) er einnig hægt að athuga hversu margir bera ákveðið nafn. Fjórar bera nafnið Nanna Lára, en 297 heita Nanna og 69 bera nafnið Nanna sem 2. eiginnafn.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

28.4.2003

Spyrjandi

Nanna Lára, f. 1990

Tilvísun

JGÞ. „Hvert er algengasta kvenmannsnafn á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 28. apríl 2003. Sótt 24. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3367.

JGÞ. (2003, 28. apríl). Hvert er algengasta kvenmannsnafn á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3367

JGÞ. „Hvert er algengasta kvenmannsnafn á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 28. apr. 2003. Vefsíða. 24. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3367>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er algengasta kvenmannsnafn á Íslandi?
Á vef Hagstofu Íslands má leita að upplýsingum um fjölda þeirra sem bera ákveðin eiginnöfn.

Eftirfarandi grein var skrifuð árið 2003 og svaraði þá spurningunni út frá þeim tölum sem Þjóðskrá gaf upp á þeim tíma. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands voru þrjú algengustu kvennanöfnin í árslok 2001 þessi:
 • Guðrún (5.266)
 • Anna (4.187)
 • Sigríður (3.944)
Algengasta annað nafn kvenna er Björk (2.951) og algengasta tvínefnið er Anna María (334), en þar á eftir koma Anna Margrét (205) og Anna Kristín (202).

Þó að Anna sé annað algengasta kvenmannsnafnið er það eingöngu í 9. sæti yfir algengustu einnefni kvenna, Önnu-nafninu fylgir þess vegna oft annað nafn. Röðin yfir algengustu einnefnin lítur svona út:
 • Guðrún (2.321)
 • Sigríður (1.993)
 • Kristín (1.758)
Samkvæmt fréttatilkynningu frá Hagstofunni er áberandi hversu nöfn sem standa framarlega í stafrófsröð hafa orðið vinsæl undanfarin ár. Þetta á sérstaklega við um stráka: Aron, Arnar, Alexander og Andri, en er ekki eins algengt hjá stúlkum.

Nafngiftir undanfarinna ára (1996-2000) sýna að Sigríðar-nafnið er á undanhaldi. Það er í 14. sæti yfir algengustu kvenmannsnöfn á árabilinu sem um er rætt. Einnig sést að nafnið Ósk (390) nýtur meiri vinsælda nú sem annað nafn kvenna en María (342).

Þrjú vinsælustu kvennanöfn á árunum 1996-2000 eru þessi:
 • Anna (208)
 • Kristín (191)
 • Guðrún (177)
Listinn yfir algengustu einnefnin á sama árabili hefur tekið meiri breytingum. Hann lítur svona út:
 • Birta (35)
 • Hrafnhildur (35)
 • Kristín (32)
Algengasta tvínefni áranna 1996-2000 er enn hið sama, Anna María, en í öðru sæti er Sara Lind (17).

Á afar gagnlegum vef Hagstofunnar (neðst til hægri) er einnig hægt að athuga hversu margir bera ákveðið nafn. Fjórar bera nafnið Nanna Lára, en 297 heita Nanna og 69 bera nafnið Nanna sem 2. eiginnafn....