Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Hvernig eru jólin haldin í Bretlandi?

Arnar Árnason

Við sendum þessa spurningu til mannfræðings sem hefur dvalist á Bretlandi í nokkur ár. Eins og sönnum mannfræðingi sæmir hefur hann gert ýmsar athuganir á umhverfi sínu og lýsir niðurstöðum þeirra á skemmtilegan og umhugsunarverðan hátt hér á eftir. Hins vegar þarf að hafa í huga að hann er fyrst og fremst að lýsa því sem hann hefur séð. Þess vegna er ekki víst að lýsingin hafi algerlega almennt gildi þó að hún sé góð og gild sem mannfræðileg athugun á sérkennum í tilteknum hópi manna.Á Bretlandi er það árlegur viðburður, svona þegar nokkuð er liðið á aðventuna, að frægur læknir er kallaður á sal morgunsjónvarps BBC og fenginn til þess að svara þar spurningum áhorfenda um jól og heilsufar. Flestar snúast þær um það hvernig hægt sé að njóta alls þess sem jólunum fylgir í mat og drykk, án þess að líða um of fyrir það í meltingartruflunum og timburmönnum dagana á eftir. Þessum spurningum svarar læknirinn mjög greiðlega og leggur glaður sitt af mörkum til þess að fólk geti nú skemmt sér sem best.

Í huga undirritaðs lýsir þetta best jólunum á Bretlandi. Á Bretlandi eru jólin ekki hátíð ljóss eða friðar, barnanna eða fjölskyldunnar. Þau eru samkvæmi - partí - og á breskum jólum er ekkert sem líkist íslensku aðfangadagskvöldi. Víða á Englandi er áramótum hins vegar lítið fagnað en það á hins vegar alls ekki við um Skotland.

Að þessu sögðu er rétt að slá tvo varnagla. Á Bretlandi kennir margra grasa, mun fleiri en undirritaður hefði gert sér grein fyrir að óreyndu. Þar er margt mjög breytilegt frá einu héraði til annars. Bretland er einnig mjög stéttskipt þjóðfélag. Stéttaskiptingin felst ekki nema að hluta til í ólíkum fjárhag. Miklu skipta ólík viðhorf, ólíkt verðmætamat og ólíkir lifnaðarhættir stéttanna. Það gefur að skilja af ofangreindu að jólahald á Bretlandi er margbreytilegra en svo að gera megi því full skil í stuttu máli. Hér er því brugðið á það ráð að byggja á reynslu íslensks mannfræðings sem átt hefur nokkur jól í landi Breta - og notið þeirra í ríkum mæli.

Komu jólanna verður fyrst vart fyrir alvöru upp úr miðjum nóvember þegar verslanir setja upp skreytingar og auglýsingaflóð um allt það sem tilheyrir hátíðinni fyllir fjölmiðla. Heimili sín skreyta flestir Bretar um miðjan desember og jafnvel fyrr. Bogagluggar eru vinsælir í breskum stofum og margir koma jólatrénu sínu fyrir þar. Jólakort taka Bretar upp um leið og þau berast inn um lúguna og koma þeim svo fyrir á góðum stað í stofunni, á arinhillunni til dæmis. Glöggir lesendur munu hafa komið auga á þema hérna. Ákveðin tilhneiging virðist vera til þess að koma tré og kortum fyrir á áberandi stað, gera þau eins sýnileg og kostur er.

Bretar halda jóladag hátíðlegan og margir Bretar, sérstaklega karlmenn, hafa þann sið að fara á pöbbinn á aðfangadagskvöld. Sú heimsókn markar á vissan hátt að undirbúningi jólanna sé lokið. Það er þó að nokkru kaldhæðnislegt því undirbúningurinn hvílir að mestu á konunum sem eiga þá líka flestar eftir að elda jólamatinn daginn eftir.

Að morgni jóladags, eins seint og foreldrum hefur tekist að halda börnum í rúminu, eru jólagjafir opnaðar. Er þá mikill handagangur í öskjunni og opna allir í einu. Gjafir eru oft margar en frekar ódýrar. Oft er þeim ætlað að hafa skemmtanagildi, vera fyndnar frekar en notadrjúgar. Marglit hreinsdýrshorn úr plasti eru dæmi um slíkt.

Upp úr hádegi er borðaður jólamatur. Á Bretlandi er það oftast kalkúnn, en grænmetisætur borða hnetusteik. Sósur og ávaxtamauk er haft með sem og ristaðar kartöflur og soðið grænmeti. Þar skipar rósakál, sem tilheyrir jólunum sérstaklega, heiðursess. Mörgum þykir það vont, en það er sagt vera fádæma hollt og því gott mótvægi við öllu kjötinu sem er neytt. Sumir byrja á kampavíni með matnum eða á undan honum og færa sig svo í rauðvín, hvítvín eða jafnvel bjór. Yfir matnum er sprengt jólaknall sem inniheldur pappírskórónur, sem viðstaddir setja upp, og annað skraut sem Íslendingum finnst kannski tilheyra áramótum frekar en jólum.

Í eftirmat er hafður jólabúðingur. Hann er að stórum hluta fita og að öðru leyti þurrkaðir ávextir og leggst þungt í maga. Margir ljúka svo áti með því að borða Stiltonost. Með honum er haft púrtvín. Síðar um daginn er borin fram ensk jólakaka sem Íslendingar kannast nú við úr verslunum. Með henni er oft haft te eða kaffi og gjarnan áfengir drykkir líka.
Á annan í jólum sækja margir Bretar jólaboð eða halda slíkt boð sjálfir. Þar er haldið áfram að borða og drekka. Annar í jólum kallast „Boxing Day“ á Bretlandi. Áreiðanlegar skýringar á tilurð þeirrar nafngiftar kann undirritaður ekki. Innfæddir vinir hans - en á skýringum slíkra lifa mannfræðingar - hafa þó tjáð honum að sá hafi verið siður hér áður fyrr að á þeim degi færði hefðarfólk þjónustuliði sínu afganga frá jólaveislum sínum í litlum kössum, og þaðan sé nafnið komið.

Sjónvarp skipar veglegan sess í jólahaldi Breta. Á jóladag flytur drottningin ávarp sitt og mikið fer fyrir kvikmyndum sem gerast í síðari heimsstyrjöldinni. Útlendingar hafa á orði að fátt boði Bretum gleðilegri jól betur en það að horfa á breska herinn leika þann þýska grátt. Að kvöldi jóladags ber nú á dögum hæst þáttinn Only Fools and Horses, en sérstakir jólaþættir eru það sem eftir lifir af þáttaröð sem birtist áður reglulega. Um þriðjungur Breta ku horfa á þennan þátt, sem er ansi stórt hlutfall þegar höfð eru í huga þau ógrynni af sjónvarpsrásum sem flestir Bretar hafa nú aðgang að.

Only Fools and Horses segir af tveimur bræðrum sem búa í félagslegu íbúðagettói í London og dreymir stöðugt um að verða milljónamæringar. Þættir þessir eru afbragð, það skemmtilegasta sem verið hefur í bresku sjónvarpi síðan Tindastóll (e. Fawlty Towers) lauk göngu sinni. Þeir eru mjög fyndnir og á tíðum mjög sorglegir líka. Sorgirnar sem þeir greina frá mega þó kallast sammannlegar og yfir þáttunum hvílir það sem innfæddir kalla „feel good factor“. Hvergi er vísað til þess að félagsleg íbúðagettó um allt Bretland eru þéttsetin af fórnarlömbum efnahagslegra hræringa síðustu áratuga, fjölskyldum sem kannski hafa verið án atvinnu í þrjá ættliði, fólki sem hefur hvorki efni né tök á því að sækja vinnu eða atvinnuþjálfun utan síns heima þar sem enga vinnu er að hafa. Þetta sama fólk er svo haft að samnefnara yfir allt það sem miður þykir í bresku samfélagi - glæpi, lauslæti, eiturlyfjaneyslu - nema þá þegar innflytjendum er veittur sá heiður.

Að lokum ætlar undirritaður að leyfa sér að draga út alla varnagla og fullyrða að Bretar hafi um langan tíma haft meltingarfærin í sér og eðlilega starfsemi þeirra á heilanum. Eitt af því sem fyrst vakti athylgi undirritaðs þegar hann fluttist til landsins voru þau ógrynni af lyfjum við allrahanda meltingartruflunum sem kaupa má í hverri búðarholu og sem fylla öll auglýsingahlé í sjónvarpi. Á heimavistarskólum heldra fólksins ku líka vera mikið lagt upp úr reglulegri starfsemi meltingarfæranna. Eðlilegt er að í slíku landi sé litið á jólin, með öllu sínu áti og allri sinni drykkju, að einhverju leyti sem hættu og ógnun og að slíkur máttarstólpi sem BBC vilji því deila út ráðum um það hvernig eiga skuli við vandann. Á Bretlandi, sem víða annars staðar, er svo stundum talað um samfélagið sem líkama. Þá má að lokum velta því fyrir sér hverjir séu nú meltingarfærin í þeirri líkingu og þá aftur huga að þeirri ógnun og óreiðu sem jólunum fylgir. Það eru þó aðrir sálmar sem eiga ekkert skylt við jólahald, nema þá kannski undir Jökli.

Myndir:

Höfundur

mannfræðingur

Útgáfudagur

30.4.2003

Spyrjandi

Rannveig Guðmundsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Arnar Árnason. „Hvernig eru jólin haldin í Bretlandi?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2003. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3374.

Arnar Árnason. (2003, 30. apríl). Hvernig eru jólin haldin í Bretlandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3374

Arnar Árnason. „Hvernig eru jólin haldin í Bretlandi?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2003. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3374>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru jólin haldin í Bretlandi?
Við sendum þessa spurningu til mannfræðings sem hefur dvalist á Bretlandi í nokkur ár. Eins og sönnum mannfræðingi sæmir hefur hann gert ýmsar athuganir á umhverfi sínu og lýsir niðurstöðum þeirra á skemmtilegan og umhugsunarverðan hátt hér á eftir. Hins vegar þarf að hafa í huga að hann er fyrst og fremst að lýsa því sem hann hefur séð. Þess vegna er ekki víst að lýsingin hafi algerlega almennt gildi þó að hún sé góð og gild sem mannfræðileg athugun á sérkennum í tilteknum hópi manna.Á Bretlandi er það árlegur viðburður, svona þegar nokkuð er liðið á aðventuna, að frægur læknir er kallaður á sal morgunsjónvarps BBC og fenginn til þess að svara þar spurningum áhorfenda um jól og heilsufar. Flestar snúast þær um það hvernig hægt sé að njóta alls þess sem jólunum fylgir í mat og drykk, án þess að líða um of fyrir það í meltingartruflunum og timburmönnum dagana á eftir. Þessum spurningum svarar læknirinn mjög greiðlega og leggur glaður sitt af mörkum til þess að fólk geti nú skemmt sér sem best.

Í huga undirritaðs lýsir þetta best jólunum á Bretlandi. Á Bretlandi eru jólin ekki hátíð ljóss eða friðar, barnanna eða fjölskyldunnar. Þau eru samkvæmi - partí - og á breskum jólum er ekkert sem líkist íslensku aðfangadagskvöldi. Víða á Englandi er áramótum hins vegar lítið fagnað en það á hins vegar alls ekki við um Skotland.

Að þessu sögðu er rétt að slá tvo varnagla. Á Bretlandi kennir margra grasa, mun fleiri en undirritaður hefði gert sér grein fyrir að óreyndu. Þar er margt mjög breytilegt frá einu héraði til annars. Bretland er einnig mjög stéttskipt þjóðfélag. Stéttaskiptingin felst ekki nema að hluta til í ólíkum fjárhag. Miklu skipta ólík viðhorf, ólíkt verðmætamat og ólíkir lifnaðarhættir stéttanna. Það gefur að skilja af ofangreindu að jólahald á Bretlandi er margbreytilegra en svo að gera megi því full skil í stuttu máli. Hér er því brugðið á það ráð að byggja á reynslu íslensks mannfræðings sem átt hefur nokkur jól í landi Breta - og notið þeirra í ríkum mæli.

Komu jólanna verður fyrst vart fyrir alvöru upp úr miðjum nóvember þegar verslanir setja upp skreytingar og auglýsingaflóð um allt það sem tilheyrir hátíðinni fyllir fjölmiðla. Heimili sín skreyta flestir Bretar um miðjan desember og jafnvel fyrr. Bogagluggar eru vinsælir í breskum stofum og margir koma jólatrénu sínu fyrir þar. Jólakort taka Bretar upp um leið og þau berast inn um lúguna og koma þeim svo fyrir á góðum stað í stofunni, á arinhillunni til dæmis. Glöggir lesendur munu hafa komið auga á þema hérna. Ákveðin tilhneiging virðist vera til þess að koma tré og kortum fyrir á áberandi stað, gera þau eins sýnileg og kostur er.

Bretar halda jóladag hátíðlegan og margir Bretar, sérstaklega karlmenn, hafa þann sið að fara á pöbbinn á aðfangadagskvöld. Sú heimsókn markar á vissan hátt að undirbúningi jólanna sé lokið. Það er þó að nokkru kaldhæðnislegt því undirbúningurinn hvílir að mestu á konunum sem eiga þá líka flestar eftir að elda jólamatinn daginn eftir.

Að morgni jóladags, eins seint og foreldrum hefur tekist að halda börnum í rúminu, eru jólagjafir opnaðar. Er þá mikill handagangur í öskjunni og opna allir í einu. Gjafir eru oft margar en frekar ódýrar. Oft er þeim ætlað að hafa skemmtanagildi, vera fyndnar frekar en notadrjúgar. Marglit hreinsdýrshorn úr plasti eru dæmi um slíkt.

Upp úr hádegi er borðaður jólamatur. Á Bretlandi er það oftast kalkúnn, en grænmetisætur borða hnetusteik. Sósur og ávaxtamauk er haft með sem og ristaðar kartöflur og soðið grænmeti. Þar skipar rósakál, sem tilheyrir jólunum sérstaklega, heiðursess. Mörgum þykir það vont, en það er sagt vera fádæma hollt og því gott mótvægi við öllu kjötinu sem er neytt. Sumir byrja á kampavíni með matnum eða á undan honum og færa sig svo í rauðvín, hvítvín eða jafnvel bjór. Yfir matnum er sprengt jólaknall sem inniheldur pappírskórónur, sem viðstaddir setja upp, og annað skraut sem Íslendingum finnst kannski tilheyra áramótum frekar en jólum.

Í eftirmat er hafður jólabúðingur. Hann er að stórum hluta fita og að öðru leyti þurrkaðir ávextir og leggst þungt í maga. Margir ljúka svo áti með því að borða Stiltonost. Með honum er haft púrtvín. Síðar um daginn er borin fram ensk jólakaka sem Íslendingar kannast nú við úr verslunum. Með henni er oft haft te eða kaffi og gjarnan áfengir drykkir líka.
Á annan í jólum sækja margir Bretar jólaboð eða halda slíkt boð sjálfir. Þar er haldið áfram að borða og drekka. Annar í jólum kallast „Boxing Day“ á Bretlandi. Áreiðanlegar skýringar á tilurð þeirrar nafngiftar kann undirritaður ekki. Innfæddir vinir hans - en á skýringum slíkra lifa mannfræðingar - hafa þó tjáð honum að sá hafi verið siður hér áður fyrr að á þeim degi færði hefðarfólk þjónustuliði sínu afganga frá jólaveislum sínum í litlum kössum, og þaðan sé nafnið komið.

Sjónvarp skipar veglegan sess í jólahaldi Breta. Á jóladag flytur drottningin ávarp sitt og mikið fer fyrir kvikmyndum sem gerast í síðari heimsstyrjöldinni. Útlendingar hafa á orði að fátt boði Bretum gleðilegri jól betur en það að horfa á breska herinn leika þann þýska grátt. Að kvöldi jóladags ber nú á dögum hæst þáttinn Only Fools and Horses, en sérstakir jólaþættir eru það sem eftir lifir af þáttaröð sem birtist áður reglulega. Um þriðjungur Breta ku horfa á þennan þátt, sem er ansi stórt hlutfall þegar höfð eru í huga þau ógrynni af sjónvarpsrásum sem flestir Bretar hafa nú aðgang að.

Only Fools and Horses segir af tveimur bræðrum sem búa í félagslegu íbúðagettói í London og dreymir stöðugt um að verða milljónamæringar. Þættir þessir eru afbragð, það skemmtilegasta sem verið hefur í bresku sjónvarpi síðan Tindastóll (e. Fawlty Towers) lauk göngu sinni. Þeir eru mjög fyndnir og á tíðum mjög sorglegir líka. Sorgirnar sem þeir greina frá mega þó kallast sammannlegar og yfir þáttunum hvílir það sem innfæddir kalla „feel good factor“. Hvergi er vísað til þess að félagsleg íbúðagettó um allt Bretland eru þéttsetin af fórnarlömbum efnahagslegra hræringa síðustu áratuga, fjölskyldum sem kannski hafa verið án atvinnu í þrjá ættliði, fólki sem hefur hvorki efni né tök á því að sækja vinnu eða atvinnuþjálfun utan síns heima þar sem enga vinnu er að hafa. Þetta sama fólk er svo haft að samnefnara yfir allt það sem miður þykir í bresku samfélagi - glæpi, lauslæti, eiturlyfjaneyslu - nema þá þegar innflytjendum er veittur sá heiður.

Að lokum ætlar undirritaður að leyfa sér að draga út alla varnagla og fullyrða að Bretar hafi um langan tíma haft meltingarfærin í sér og eðlilega starfsemi þeirra á heilanum. Eitt af því sem fyrst vakti athylgi undirritaðs þegar hann fluttist til landsins voru þau ógrynni af lyfjum við allrahanda meltingartruflunum sem kaupa má í hverri búðarholu og sem fylla öll auglýsingahlé í sjónvarpi. Á heimavistarskólum heldra fólksins ku líka vera mikið lagt upp úr reglulegri starfsemi meltingarfæranna. Eðlilegt er að í slíku landi sé litið á jólin, með öllu sínu áti og allri sinni drykkju, að einhverju leyti sem hættu og ógnun og að slíkur máttarstólpi sem BBC vilji því deila út ráðum um það hvernig eiga skuli við vandann. Á Bretlandi, sem víða annars staðar, er svo stundum talað um samfélagið sem líkama. Þá má að lokum velta því fyrir sér hverjir séu nú meltingarfærin í þeirri líkingu og þá aftur huga að þeirri ógnun og óreiðu sem jólunum fylgir. Það eru þó aðrir sálmar sem eiga ekkert skylt við jólahald, nema þá kannski undir Jökli.

Myndir:...