Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hver er uppruni orðsins kleykir og hvað þýðir það?

Guðrún Kvaran

Eftir því sem ég kemst næst lifir nafnorðið Kleykir aðeins í örnefnum sem ég kannast við frá tveimur stöðum. Annað er í Suðursveit og er Kleykir þar nafn á bröttum hól milli Uppsala og Hestgerðis. Hitt er úr Reykjadal í Þingeyjarsýslu, nafn á allbröttum melhól.

Í Landnámu kemur kleykir fyrir sem viðurnafn Sigmundar nokkurs Önundarsonar en hann nam land„milli Grímsár og Kerlingarár, er þá féll fyrir vestan Höfða.”

Aðeins ein heimild er til í seðlasafni Orðabókar Háskólans um sögnina að kleykja og er það úr Flateyjarrímu Magnúsar Ólafssonar í Laufási en hún er talin ort 1626 eða 1628. Þar stendur:

Klifberuðu klára sumir

og kleyktu upp böggum ...Sögnin kemur einnig fyrir í orðabók Guðmundar Andréssonar (um 1650) og orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld í merkingunni 'hrúga e-u upp'. Hennar er ekki getið í yngri orðabókum og engin svör bárust við eftirgrennslan minni þannig að hún virðist horfin úr málinu. Tengsl eru örugglega milli sagnarinnar og örnefnisins. Kleykir er að öllum líkindum skylt norsku sögninni klykkja 'binda saman', færeysku sögninni kloykja 'festa lauslega við' og fornensku sögninni clyccan 'grípa, hrífa, hremma'. Sögnin kleykja er skyld nafnorðinu klúka, sem notað er um litla hrúgu og heysátu, og sögninni að klúka 'hanga, sitja á sætisbrún'. Kleykir merkir því líklega 'hrúga' eða 'hóll'.

Mynd: Shipp & Mo's Thelon River Expedition

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

1.5.2003

Spyrjandi

Haraldur Sverrisson

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins kleykir og hvað þýðir það?“ Vísindavefurinn, 1. maí 2003. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3379.

Guðrún Kvaran. (2003, 1. maí). Hver er uppruni orðsins kleykir og hvað þýðir það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3379

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins kleykir og hvað þýðir það?“ Vísindavefurinn. 1. maí. 2003. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3379>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðsins kleykir og hvað þýðir það?
Eftir því sem ég kemst næst lifir nafnorðið Kleykir aðeins í örnefnum sem ég kannast við frá tveimur stöðum. Annað er í Suðursveit og er Kleykir þar nafn á bröttum hól milli Uppsala og Hestgerðis. Hitt er úr Reykjadal í Þingeyjarsýslu, nafn á allbröttum melhól.

Í Landnámu kemur kleykir fyrir sem viðurnafn Sigmundar nokkurs Önundarsonar en hann nam land„milli Grímsár og Kerlingarár, er þá féll fyrir vestan Höfða.”

Aðeins ein heimild er til í seðlasafni Orðabókar Háskólans um sögnina að kleykja og er það úr Flateyjarrímu Magnúsar Ólafssonar í Laufási en hún er talin ort 1626 eða 1628. Þar stendur:

Klifberuðu klára sumir

og kleyktu upp böggum ...Sögnin kemur einnig fyrir í orðabók Guðmundar Andréssonar (um 1650) og orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld í merkingunni 'hrúga e-u upp'. Hennar er ekki getið í yngri orðabókum og engin svör bárust við eftirgrennslan minni þannig að hún virðist horfin úr málinu. Tengsl eru örugglega milli sagnarinnar og örnefnisins. Kleykir er að öllum líkindum skylt norsku sögninni klykkja 'binda saman', færeysku sögninni kloykja 'festa lauslega við' og fornensku sögninni clyccan 'grípa, hrífa, hremma'. Sögnin kleykja er skyld nafnorðinu klúka, sem notað er um litla hrúgu og heysátu, og sögninni að klúka 'hanga, sitja á sætisbrún'. Kleykir merkir því líklega 'hrúga' eða 'hóll'.

Mynd: Shipp & Mo's Thelon River Expedition...