Sólin Sólin Rís 07:08 • sest 20:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:07 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:26 • Síðdegis: 21:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:17 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík

Hvað éta jaðrakanar?

Jón Már Halldórsson

Jaðrakaninn (Limosa limosa) er dæmigerður votlendisfugl. Upp úr aldamótunum 1900 einskorðaðist útbreiðsla hans við Suðurlandsundirlendi en fram eftir 20. öld hefur fuglinn sest víðar að. Hann verpir nú á láglendissvæðum á Vesturlandi, Norðurlandi og einnig fyrir austan.
Fæða jaðrakansins er mestmegnis úr dýraríkinu, hryggleysingjar sem halda til í votlendi, svo sem ýmis konar ormar og skordýr. Utan varptíma heldur hann sig í fjöru og á leirum. Þar tínir hann upp orma, snigla, ýmis krabbadýr og fleiri kvikindi. Jaðrakaninn étur mikið af skordýrum á varptímanum, til dæmis köngulær.

Mikilvægur þáttur í fæðu jaðrakans á varptímanum eru fræ. Á haustin þegar fuglinn er að safna orku fyrir flug á vetrarstöðvarnar, étur hann mikið af berjum. Á öðrum varpsvæðum en hér eru körtur froskdýra mikilvæg fæða jaðrakanans, en eins og allir vita lifa froskar ekki í íslenskri náttúru.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

5.5.2003

Spyrjandi

Kristófer Óli, f. 1993

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta jaðrakanar? “ Vísindavefurinn, 5. maí 2003. Sótt 26. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=3386.

Jón Már Halldórsson. (2003, 5. maí). Hvað éta jaðrakanar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3386

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta jaðrakanar? “ Vísindavefurinn. 5. maí. 2003. Vefsíða. 26. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3386>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað éta jaðrakanar?
Jaðrakaninn (Limosa limosa) er dæmigerður votlendisfugl. Upp úr aldamótunum 1900 einskorðaðist útbreiðsla hans við Suðurlandsundirlendi en fram eftir 20. öld hefur fuglinn sest víðar að. Hann verpir nú á láglendissvæðum á Vesturlandi, Norðurlandi og einnig fyrir austan.
Fæða jaðrakansins er mestmegnis úr dýraríkinu, hryggleysingjar sem halda til í votlendi, svo sem ýmis konar ormar og skordýr. Utan varptíma heldur hann sig í fjöru og á leirum. Þar tínir hann upp orma, snigla, ýmis krabbadýr og fleiri kvikindi. Jaðrakaninn étur mikið af skordýrum á varptímanum, til dæmis köngulær.

Mikilvægur þáttur í fæðu jaðrakans á varptímanum eru fræ. Á haustin þegar fuglinn er að safna orku fyrir flug á vetrarstöðvarnar, étur hann mikið af berjum. Á öðrum varpsvæðum en hér eru körtur froskdýra mikilvæg fæða jaðrakanans, en eins og allir vita lifa froskar ekki í íslenskri náttúru.

Heimildir og mynd:...