Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Við höfum ekki fundið orðið hvíthryðja í orðabókum. Það kemur hins vegar fyrir í þýðingu á bíómynd eftir Ridley Scott sem heitir á ensku White Squall (1996) en íslenskt heiti hennar er Skólaskipið.

Í íslenskum texta myndarinnar er orðið hvíthryðja haft um það sem enska heitið er dregið af en það er ógurleg alda á hafi af ókunnum orsökum. Þessi þýðing er ekki sérlega vel heppnuð því að hryðja merkir í íslensku ´steypiskúr, snögg snjóhríð, mikið él (oft með stormi)´ (Íslensk orðabók, 3. útg., 2002).

Til er þekkt fyrirbæri sem líkist bylgjunni sem hér er lýst. Það er risavaxin bylgja sem myndast í hafinu við jarðskjálfta sem á til dæmis upptök sín á sjávarbotni. Þetta nefnist á ensku og fleiri málum tsunami og hefur verið kallað sjávarskafl á íslensku, en einnig skjálftaflóðbylgja (Orðabanki Íslenskrar málstöðvar).

Betri þýðing á fyrirbærinu sem kemur fyrir í kvikmyndinni hefði því verið til dæmis "hvítskafl" eða bara "sjávarskafl".

Mynd: Amazon.com

Höfundar

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.5.2003

Spyrjandi

Íris Björk Óskarsdóttir

Tilvísun

ÞV og JGÞ. „Hvað er hvíthryðja?“ Vísindavefurinn, 5. maí 2003, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3389.

ÞV og JGÞ. (2003, 5. maí). Hvað er hvíthryðja? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3389

ÞV og JGÞ. „Hvað er hvíthryðja?“ Vísindavefurinn. 5. maí. 2003. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3389>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er hvíthryðja?
Við höfum ekki fundið orðið hvíthryðja í orðabókum. Það kemur hins vegar fyrir í þýðingu á bíómynd eftir Ridley Scott sem heitir á ensku White Squall (1996) en íslenskt heiti hennar er Skólaskipið.

Í íslenskum texta myndarinnar er orðið hvíthryðja haft um það sem enska heitið er dregið af en það er ógurleg alda á hafi af ókunnum orsökum. Þessi þýðing er ekki sérlega vel heppnuð því að hryðja merkir í íslensku ´steypiskúr, snögg snjóhríð, mikið él (oft með stormi)´ (Íslensk orðabók, 3. útg., 2002).

Til er þekkt fyrirbæri sem líkist bylgjunni sem hér er lýst. Það er risavaxin bylgja sem myndast í hafinu við jarðskjálfta sem á til dæmis upptök sín á sjávarbotni. Þetta nefnist á ensku og fleiri málum tsunami og hefur verið kallað sjávarskafl á íslensku, en einnig skjálftaflóðbylgja (Orðabanki Íslenskrar málstöðvar).

Betri þýðing á fyrirbærinu sem kemur fyrir í kvikmyndinni hefði því verið til dæmis "hvítskafl" eða bara "sjávarskafl".

Mynd: Amazon.com...