Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig gat Stephen Hawking átt börn?

EÖÞ og ÞV

Spurningar af þessu tagi eiga yfirleitt ekki heima hér á Vísindavefnum en sérstakar aðstæður Hawkings réttlæta undantekningu. Hann er í ríkum mæli persónugervingur vísinda á sínu sviði, sjúkdómur hans er afar óvenjulegur og sjaldgæfur og hann hefur sjálfur gengið fram fyrir skjöldu til að kynna hann og aðstæður sínar. Auk þess er að sjálfsögðu merkilegt og áhugavert hvernig honum tekst að lifa lífinu þrátt fyrir þennan mjög svo þungbæra sjúkdóm.



Eins og fram kemur í svari Lárusar Thorlaciusar við spurningunni Hver er Stephen Hawking? þjáist Hawking af sjúkdómi sem nefnist hreyfitaugungahrörnun. Sjúkdómurinn hefur leikið hann grátt og fer hann sinna ferða í hjólastól og talar með hjálp tölvu.

Því er kannski ekki nema von þó spurt sé hvernig Hawking geti verið þriggja barna faðir.

Hreyfitaugungahrörnunin sem Hawking er haldinn ágerist með árunum og á þeim tíma sem hann eignaðist börnin var sjúkdómurinn einungis á byrjunarstigi.

Á heimasíðu Hawkings má finna áhugaverðan pistil eftir hann sjálfan um sjúkdóminn og þau áhrif sem hann hefur.

Mynd: Renato M.E. Sabbatini's Favorite Scientists

Höfundar

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

6.5.2003

Spyrjandi

Rúna Sigurðardóttir

Tilvísun

EÖÞ og ÞV. „Hvernig gat Stephen Hawking átt börn?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2003, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3393.

EÖÞ og ÞV. (2003, 6. maí). Hvernig gat Stephen Hawking átt börn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3393

EÖÞ og ÞV. „Hvernig gat Stephen Hawking átt börn?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2003. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3393>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig gat Stephen Hawking átt börn?
Spurningar af þessu tagi eiga yfirleitt ekki heima hér á Vísindavefnum en sérstakar aðstæður Hawkings réttlæta undantekningu. Hann er í ríkum mæli persónugervingur vísinda á sínu sviði, sjúkdómur hans er afar óvenjulegur og sjaldgæfur og hann hefur sjálfur gengið fram fyrir skjöldu til að kynna hann og aðstæður sínar. Auk þess er að sjálfsögðu merkilegt og áhugavert hvernig honum tekst að lifa lífinu þrátt fyrir þennan mjög svo þungbæra sjúkdóm.



Eins og fram kemur í svari Lárusar Thorlaciusar við spurningunni Hver er Stephen Hawking? þjáist Hawking af sjúkdómi sem nefnist hreyfitaugungahrörnun. Sjúkdómurinn hefur leikið hann grátt og fer hann sinna ferða í hjólastól og talar með hjálp tölvu.

Því er kannski ekki nema von þó spurt sé hvernig Hawking geti verið þriggja barna faðir.

Hreyfitaugungahrörnunin sem Hawking er haldinn ágerist með árunum og á þeim tíma sem hann eignaðist börnin var sjúkdómurinn einungis á byrjunarstigi.

Á heimasíðu Hawkings má finna áhugaverðan pistil eftir hann sjálfan um sjúkdóminn og þau áhrif sem hann hefur.

Mynd: Renato M.E. Sabbatini's Favorite Scientists...