Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Í hvaða löndum er töluð spænska?

Margrét Jónsdóttir

Ef þessarar spurningar hefði verið spurt laust upp úr miðri fimmtándu öld hefði svarið verið stutt og laggott: Í konungsríkinu Kastilíu á Píreneaskaganum. Konungsríkið náði þá einungis yfir hluta Spánar. Í dag er spænska töluð um allan heim - reyndar er hún annað mest talaða tungumálið á eftir kínversku. Samtals eiga 332 milljónir manna sér spænsku að móðurmáli.Hvað olli þessari breytingu? Fyrst er að nefna hjónaband Ferdinands og Ísabellu árið 1463. Þá sameinuðust konungsríkin Kastilía og Aragón og þar með allt það landssvæði sem í dag er kallað Spánn. Þau ákváðu að kastilíska eða spænska yrði tungumál konungsríkisins og smám saman tók spænska yfir önnur tungumál og mállýskur sem töluð voru í öðrum héruðum Spánar.

Árið 1492 kom út fyrsta orðabók spænskrar tungu; orðabók Nebrija. Jafnframt markaði þetta ár upphafið á útbreiðslu spænskrar tungu sem enn hefur ekki verið stöðvuð. Kristófer Kólumbus hélt yfir Atlantshafið í leit að nýjum Indíum og opnaði þannig Rómönsku Ameríku fyrir spænskri tungu. Landvinningamennirnir náðu yfirráðum í stjórnmálum og trúarbrögðum og tungumál þeirra urðu ríkjandi í Rómönsku Ameríku og þess vegna er spænska opinbert móðurmál langflestra landanna þar. Þessi lönd eru Mexíkó, Gvatemala, Hondúras, El Salvador, Níkaragva, Kostaríka, Panama, Kúba, Dóminíska lýðveldið, Venesúela, Kólumbía, Ekvador, Bólivía, Perú, Paragvæ, Úrugvæ, Argentína og Chile. (Í Brasilíu er aftur á móti töluð portúgalska sem kunnugt er.)

Stór hluti þess svæðis sem nú telst til Bandaríkjanna tilheyrði Mexíkó allt fram til ársins 1848 og var spænska móðurmál íbúa þess landsvæðis. Þannig bera borgirnar Los Ángeles (englarnir), San Francisco (heilagur Frans) og Santa Cruz (helgur kross) í Kaliforníu spænsk nöfn. Á tuttugustu öld hófst svo mikill straumur fólks frá Rómönsku Ameríku til Bandaríkjanna. Í dag er talið að um 40 milljónir manna í Bandaríkjunum hafi spænsku að móðurmáli en íbúar Spánar eru einmitt rúmar 40 milljónir. Þó er spænska ekki móðurmál allra Spánverja því að þar er líka töluð baskneska (í Baskalandi), galisíska (í Galisíu), katalónska (í Katalóníu) og valensíska (í Valensíu).Að síðustu má geta þess að spænska er töluð í tveimur borgum í Marokkó sem Spánverjar hafa enn yfirráð yfir. Þær heita Ceuta og Melilla.

Mynd af Ferdinand og Ísabellu: The World of Ignatius of Loyola

Kort: HB

Höfundur

lektor í spænsku við HÍ

Útgáfudagur

6.5.2003

Spyrjandi

Lísa Rún Guðlaugsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Margrét Jónsdóttir. „Í hvaða löndum er töluð spænska?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2003. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3394.

Margrét Jónsdóttir. (2003, 6. maí). Í hvaða löndum er töluð spænska? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3394

Margrét Jónsdóttir. „Í hvaða löndum er töluð spænska?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2003. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3394>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Í hvaða löndum er töluð spænska?
Ef þessarar spurningar hefði verið spurt laust upp úr miðri fimmtándu öld hefði svarið verið stutt og laggott: Í konungsríkinu Kastilíu á Píreneaskaganum. Konungsríkið náði þá einungis yfir hluta Spánar. Í dag er spænska töluð um allan heim - reyndar er hún annað mest talaða tungumálið á eftir kínversku. Samtals eiga 332 milljónir manna sér spænsku að móðurmáli.Hvað olli þessari breytingu? Fyrst er að nefna hjónaband Ferdinands og Ísabellu árið 1463. Þá sameinuðust konungsríkin Kastilía og Aragón og þar með allt það landssvæði sem í dag er kallað Spánn. Þau ákváðu að kastilíska eða spænska yrði tungumál konungsríkisins og smám saman tók spænska yfir önnur tungumál og mállýskur sem töluð voru í öðrum héruðum Spánar.

Árið 1492 kom út fyrsta orðabók spænskrar tungu; orðabók Nebrija. Jafnframt markaði þetta ár upphafið á útbreiðslu spænskrar tungu sem enn hefur ekki verið stöðvuð. Kristófer Kólumbus hélt yfir Atlantshafið í leit að nýjum Indíum og opnaði þannig Rómönsku Ameríku fyrir spænskri tungu. Landvinningamennirnir náðu yfirráðum í stjórnmálum og trúarbrögðum og tungumál þeirra urðu ríkjandi í Rómönsku Ameríku og þess vegna er spænska opinbert móðurmál langflestra landanna þar. Þessi lönd eru Mexíkó, Gvatemala, Hondúras, El Salvador, Níkaragva, Kostaríka, Panama, Kúba, Dóminíska lýðveldið, Venesúela, Kólumbía, Ekvador, Bólivía, Perú, Paragvæ, Úrugvæ, Argentína og Chile. (Í Brasilíu er aftur á móti töluð portúgalska sem kunnugt er.)

Stór hluti þess svæðis sem nú telst til Bandaríkjanna tilheyrði Mexíkó allt fram til ársins 1848 og var spænska móðurmál íbúa þess landsvæðis. Þannig bera borgirnar Los Ángeles (englarnir), San Francisco (heilagur Frans) og Santa Cruz (helgur kross) í Kaliforníu spænsk nöfn. Á tuttugustu öld hófst svo mikill straumur fólks frá Rómönsku Ameríku til Bandaríkjanna. Í dag er talið að um 40 milljónir manna í Bandaríkjunum hafi spænsku að móðurmáli en íbúar Spánar eru einmitt rúmar 40 milljónir. Þó er spænska ekki móðurmál allra Spánverja því að þar er líka töluð baskneska (í Baskalandi), galisíska (í Galisíu), katalónska (í Katalóníu) og valensíska (í Valensíu).Að síðustu má geta þess að spænska er töluð í tveimur borgum í Marokkó sem Spánverjar hafa enn yfirráð yfir. Þær heita Ceuta og Melilla.

Mynd af Ferdinand og Ísabellu: The World of Ignatius of Loyola

Kort: HB...