Sólin Sólin Rís 09:28 • sest 16:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 15:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:28 • sest 16:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 15:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjir hafa hafnað Nóbelsverðlaununum og af hverju?

Sævar Helgi Bragason

Fimm einstaklingar hafa hafnað Nóbelsverðlaunum frá því þau voru fyrst veitt árið 1901. Þetta eru þeir Boris Pasternak, Jean-Paul Sartre, Le Duc Tho, Adolf Butenandt og Gerhard Domagk. Tveir þeir síðastnefndu tóku þó við verlaununum að lokum.

Árið 1958 hlaut sovéski rithöfundurinn Boris Leonídovítsj Pasternak (1890-1960) bókmenntaverðlaun Nóbels. Í fyrstu veitti hann verðlaununum viðtöku en var svo neyddur til að hafna þeim vegna mikillar andstöðu sovéskra stjórnvalda. Tilnefninguna hlaut hann fyrir afrek á sviði ljóðlistar og rússnesks frásagnarskáldskapar. Meðal þekktra ljóðabóka Pasternaks má nefna Ofar tálmunum og Systir mín lífið, en þekktasta bók Pasternaks er þó vafalítið Sívagó læknir sem kom út ári fyrir tilnefninguna. Í henni fjallar Pasternak af mikilli samúð um þá sem fóru halloka í byltingunni 1917.

Árið 1964 varð franski heimspekingurinn og rithöfundurinn Jean-Paul Sartre (1905-1980) annar maðurinn í sögunni til að hafna bókmenntaverðlaunum Nóbels. Þekkustu verk Sartres eru heimspekiritið L’Être et le néant og skáldsögurnar La Nausée og Les chemins de la liberté. Sartre var jafnframt afkastamikill leikritahöfundur og eru þekktustu leikverkin Flekkaðar hendur og Fangarnir í Altona.

Opinber tilkynning Sartres um að hann hafnaði verðlaununum birtist í blaðinu Le Figaro þann 23. október, 1964. Þar sagði hann að ástæða þess að hann tæki ekki við verðlaununum væri sú að hann hafði sent sænsku akademíunni bréf þess efnis að velja hann ekki og tók það fram að ástæðan væri meðal annars persónuleg. Hann benti á það að hann hafði ætíð hafnað verðlaunum sem féllu honum í skaut.

Árið 1973 var víetnamski stjórnmálamaðurinn Le Duc Tho (1911-1990) útnefndur friðarverðlaunahafi Nóbels ásamt þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Henry Kissinger (1923-). Hlutu þeir verðlaunin fyrir friðarsamninginn sem batt enda á Víetnamstríðið. Kissinger veitti sínum verðlaunum móttöku en Tho hafnaði.

Árið 1939 höfnuðu tveir menn Nóbelsverðlaunum sínum. Þetta voru Þjóðverjarnir Adolf Butenandt (1903-1995) og Gerhard Domagk (1895-1964). Butenandt hlaut verðlaun í efnafræði fyrir rannsóknir á kynhormónum. Hann deildi þeim með svissneska efnafræðingnum Leopold Ruzicka (1887-1976). Domagk hlaut hins vegar verðlaun fyrir uppgötvun á sviði læknisfræði. Báðir voru neyddir til að hafna verðlaununum af yfirstjórn nasista í Þýskalandi, en á þeim tíma var stríðið rétt að hefjast. Báðir fengu hins vegar verðlaunapeninginn og heiðursskírteinin seinna, eftir að stríðinu lauk.

    

Heimildir:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

7.5.2003

Spyrjandi

Steinþór Arnsteinsson

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hverjir hafa hafnað Nóbelsverðlaununum og af hverju?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2003, sótt 6. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3398.

Sævar Helgi Bragason. (2003, 7. maí). Hverjir hafa hafnað Nóbelsverðlaununum og af hverju? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3398

Sævar Helgi Bragason. „Hverjir hafa hafnað Nóbelsverðlaununum og af hverju?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2003. Vefsíða. 6. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3398>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjir hafa hafnað Nóbelsverðlaununum og af hverju?
Fimm einstaklingar hafa hafnað Nóbelsverðlaunum frá því þau voru fyrst veitt árið 1901. Þetta eru þeir Boris Pasternak, Jean-Paul Sartre, Le Duc Tho, Adolf Butenandt og Gerhard Domagk. Tveir þeir síðastnefndu tóku þó við verlaununum að lokum.

Árið 1958 hlaut sovéski rithöfundurinn Boris Leonídovítsj Pasternak (1890-1960) bókmenntaverðlaun Nóbels. Í fyrstu veitti hann verðlaununum viðtöku en var svo neyddur til að hafna þeim vegna mikillar andstöðu sovéskra stjórnvalda. Tilnefninguna hlaut hann fyrir afrek á sviði ljóðlistar og rússnesks frásagnarskáldskapar. Meðal þekktra ljóðabóka Pasternaks má nefna Ofar tálmunum og Systir mín lífið, en þekktasta bók Pasternaks er þó vafalítið Sívagó læknir sem kom út ári fyrir tilnefninguna. Í henni fjallar Pasternak af mikilli samúð um þá sem fóru halloka í byltingunni 1917.

Árið 1964 varð franski heimspekingurinn og rithöfundurinn Jean-Paul Sartre (1905-1980) annar maðurinn í sögunni til að hafna bókmenntaverðlaunum Nóbels. Þekkustu verk Sartres eru heimspekiritið L’Être et le néant og skáldsögurnar La Nausée og Les chemins de la liberté. Sartre var jafnframt afkastamikill leikritahöfundur og eru þekktustu leikverkin Flekkaðar hendur og Fangarnir í Altona.

Opinber tilkynning Sartres um að hann hafnaði verðlaununum birtist í blaðinu Le Figaro þann 23. október, 1964. Þar sagði hann að ástæða þess að hann tæki ekki við verðlaununum væri sú að hann hafði sent sænsku akademíunni bréf þess efnis að velja hann ekki og tók það fram að ástæðan væri meðal annars persónuleg. Hann benti á það að hann hafði ætíð hafnað verðlaunum sem féllu honum í skaut.

Árið 1973 var víetnamski stjórnmálamaðurinn Le Duc Tho (1911-1990) útnefndur friðarverðlaunahafi Nóbels ásamt þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Henry Kissinger (1923-). Hlutu þeir verðlaunin fyrir friðarsamninginn sem batt enda á Víetnamstríðið. Kissinger veitti sínum verðlaunum móttöku en Tho hafnaði.

Árið 1939 höfnuðu tveir menn Nóbelsverðlaunum sínum. Þetta voru Þjóðverjarnir Adolf Butenandt (1903-1995) og Gerhard Domagk (1895-1964). Butenandt hlaut verðlaun í efnafræði fyrir rannsóknir á kynhormónum. Hann deildi þeim með svissneska efnafræðingnum Leopold Ruzicka (1887-1976). Domagk hlaut hins vegar verðlaun fyrir uppgötvun á sviði læknisfræði. Báðir voru neyddir til að hafna verðlaununum af yfirstjórn nasista í Þýskalandi, en á þeim tíma var stríðið rétt að hefjast. Báðir fengu hins vegar verðlaunapeninginn og heiðursskírteinin seinna, eftir að stríðinu lauk.

    

Heimildir:

...