Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta tígrisdýr og blettatígur eignast afkvæmi og hvað kallast það þá? Geta mismunandi kattardýr eignast afkvæmi?

Páll Hersteinsson (1951-2011)

Blettatígur (Acinonyx jubatus), tígrisdýr (Panthera tigris) og flest önnur kattardýr sem hafa verið rannsökuð eru með sömu litningatölu, 2n=38. Tegundir sem víkja frá þeirri reglu hafa litningatöluna 2n=36. Sami litningafjöldi í skyldum tegundum er venjulega merki um að þau geti átt lífvænleg afkvæmi innbyrðis þótt afkvæmin séu ekki alltaf frjó.

Ljón (Panthera leo) og tígrisdýr hafa átt afkvæmi saman í dýragörðum en ólíklegt er að tígrisdýr og blettatígur eignist afkvæmi saman nema með sæðingum og er mér ekki kunnugt um að sú tilraun hafi verið gerð.

Mest er um að heimiliskettir (Felis catus) hafi átt afkvæmi með öðrum tegundum kattardýra fyrir tilstilli mannsins. Flest kattardýr af svipaðri stærð og heimiliskötturinn virðast geta átt afkvæmi með honum en yfirleitt eru karldýrin ófrjó. Þess vegna hefur blendingskvendýrum verið æxlað með heimilisfressum í tvær til þrjár kynslóðir til þess að ná fram frjóum karldýrum og þá fyrst geta blendingarnir farið að tímgast innbyrðis. Þetta táknar að yfirleitt eru 75-87% genamengis frjórra blendinga upprunnið úr heimilisköttum. Í Bandaríkjunum er nokkuð verslað með þessa blendinga.

Dæmi um villt kattardýr sem hafa átt afkvæmi með heimilisköttum eru asíski hlébarðakötturinn (Felis bengalensis), afríski frumskógakötturinn (Felis chaus), afríski gresjukötturinn (Felis serval) og rauðgaupan (Felis rufus) sem er amerísk tegund.

Höfundur

Páll Hersteinsson (1951-2011)

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

16.4.2000

Spyrjandi

Helgi Gunnarsson, fæddur 1985

Tilvísun

Páll Hersteinsson (1951-2011). „Geta tígrisdýr og blettatígur eignast afkvæmi og hvað kallast það þá? Geta mismunandi kattardýr eignast afkvæmi?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2000, sótt 19. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=341.

Páll Hersteinsson (1951-2011). (2000, 16. apríl). Geta tígrisdýr og blettatígur eignast afkvæmi og hvað kallast það þá? Geta mismunandi kattardýr eignast afkvæmi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=341

Páll Hersteinsson (1951-2011). „Geta tígrisdýr og blettatígur eignast afkvæmi og hvað kallast það þá? Geta mismunandi kattardýr eignast afkvæmi?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2000. Vefsíða. 19. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=341>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta tígrisdýr og blettatígur eignast afkvæmi og hvað kallast það þá? Geta mismunandi kattardýr eignast afkvæmi?
Blettatígur (Acinonyx jubatus), tígrisdýr (Panthera tigris) og flest önnur kattardýr sem hafa verið rannsökuð eru með sömu litningatölu, 2n=38. Tegundir sem víkja frá þeirri reglu hafa litningatöluna 2n=36. Sami litningafjöldi í skyldum tegundum er venjulega merki um að þau geti átt lífvænleg afkvæmi innbyrðis þótt afkvæmin séu ekki alltaf frjó.

Ljón (Panthera leo) og tígrisdýr hafa átt afkvæmi saman í dýragörðum en ólíklegt er að tígrisdýr og blettatígur eignist afkvæmi saman nema með sæðingum og er mér ekki kunnugt um að sú tilraun hafi verið gerð.

Mest er um að heimiliskettir (Felis catus) hafi átt afkvæmi með öðrum tegundum kattardýra fyrir tilstilli mannsins. Flest kattardýr af svipaðri stærð og heimiliskötturinn virðast geta átt afkvæmi með honum en yfirleitt eru karldýrin ófrjó. Þess vegna hefur blendingskvendýrum verið æxlað með heimilisfressum í tvær til þrjár kynslóðir til þess að ná fram frjóum karldýrum og þá fyrst geta blendingarnir farið að tímgast innbyrðis. Þetta táknar að yfirleitt eru 75-87% genamengis frjórra blendinga upprunnið úr heimilisköttum. Í Bandaríkjunum er nokkuð verslað með þessa blendinga.

Dæmi um villt kattardýr sem hafa átt afkvæmi með heimilisköttum eru asíski hlébarðakötturinn (Felis bengalensis), afríski frumskógakötturinn (Felis chaus), afríski gresjukötturinn (Felis serval) og rauðgaupan (Felis rufus) sem er amerísk tegund.

...