Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað éta nautgripir mikið á dag?

Grétar Hrafn Harðarson



Það eru margir þættir sem hafa áhrif á það hversu mikið nautgripir éta. Hægt er að skipta áhrifaþáttum í þrennt, það sem snýr að gripnum sjálfum, fóðrinu og bóndanum.

Gripurinn

Stærð og holdafar nautgripa hefur áhrif á hversu mikið þeir éta. Ef miðað er við gripi af sömu stærð éta feitir gripir minna en magrir. Annað sem hefur áhrif er framleiðsluskeiðið, til dæmis hvort gripurinn er að vaxa eða er í jafnvægi. Einnig skiptir máli hversu mikla mjólk gripurinn á að gefa.

Fóðrið

Meltanleiki fóðursins hefur áhrif á át nautgripa. Ef það er mikið af tormeltum trefjum í fóðrinu hægist á meltingunni. Samsetning fóðurs er einnig áhrifaþáttur þar sem örverur í vömbinni þurfa að fá næringarefni í réttum hlutföllum til þess að ná hámarksafköstum.

Bóndinn

Fjölbreytni í fóðri og rétt samsetning fóðurs hefur áhrif á átgetu nautgripa. Þessir þættir eru á valdi bóndans og þannig hefur hann og ákvarðanir hans bein áhrif á átgetuna.

Erfitt er að gefa eina tölu yfir át nautgripa. Til eru flóknar formúlur sem taka mið af ofangreindum þáttum til þess að áætla át gripa. Einföld formúla fyrir át mjólkurkúa er:
0,025 x þungi + 0,1 x nyt = át (kg þurrefnis/dag).

Dæmi:
0,025 x 500 + 0,1 x 30 = 15,5 kg
Almennt má segja að naut éti um 2-3% af líkamsþyngd sinni á dag og mjólkurkýr éti sem samsvarar um 3-4% af þyngd sinni.

Mynd: Teepee Heart Guest Ranch

Höfundur

dýralæknir, tilraunastjóri hjá RALA

Útgáfudagur

14.5.2003

Spyrjandi

Hafþór Finnbogason, f. 1991

Tilvísun

Grétar Hrafn Harðarson. „Hvað éta nautgripir mikið á dag?“ Vísindavefurinn, 14. maí 2003, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3416.

Grétar Hrafn Harðarson. (2003, 14. maí). Hvað éta nautgripir mikið á dag? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3416

Grétar Hrafn Harðarson. „Hvað éta nautgripir mikið á dag?“ Vísindavefurinn. 14. maí. 2003. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3416>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað éta nautgripir mikið á dag?


Það eru margir þættir sem hafa áhrif á það hversu mikið nautgripir éta. Hægt er að skipta áhrifaþáttum í þrennt, það sem snýr að gripnum sjálfum, fóðrinu og bóndanum.

Gripurinn

Stærð og holdafar nautgripa hefur áhrif á hversu mikið þeir éta. Ef miðað er við gripi af sömu stærð éta feitir gripir minna en magrir. Annað sem hefur áhrif er framleiðsluskeiðið, til dæmis hvort gripurinn er að vaxa eða er í jafnvægi. Einnig skiptir máli hversu mikla mjólk gripurinn á að gefa.

Fóðrið

Meltanleiki fóðursins hefur áhrif á át nautgripa. Ef það er mikið af tormeltum trefjum í fóðrinu hægist á meltingunni. Samsetning fóðurs er einnig áhrifaþáttur þar sem örverur í vömbinni þurfa að fá næringarefni í réttum hlutföllum til þess að ná hámarksafköstum.

Bóndinn

Fjölbreytni í fóðri og rétt samsetning fóðurs hefur áhrif á átgetu nautgripa. Þessir þættir eru á valdi bóndans og þannig hefur hann og ákvarðanir hans bein áhrif á átgetuna.

Erfitt er að gefa eina tölu yfir át nautgripa. Til eru flóknar formúlur sem taka mið af ofangreindum þáttum til þess að áætla át gripa. Einföld formúla fyrir át mjólkurkúa er:
0,025 x þungi + 0,1 x nyt = át (kg þurrefnis/dag).

Dæmi:
0,025 x 500 + 0,1 x 30 = 15,5 kg
Almennt má segja að naut éti um 2-3% af líkamsþyngd sinni á dag og mjólkurkýr éti sem samsvarar um 3-4% af þyngd sinni.

Mynd: Teepee Heart Guest Ranch...