Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Hvað eru neglur?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Hér er einnig svarað spurningunum:
 • Úr hverju eru neglurnar?
 • Af hverju vaxa neglur?
 • Eru neglur bein eða dauðar frumur?
 • Til hvers erum við með neglur?

Aðrir spyrjendur eru: Helga Svana Ólafsdóttir, Eva Árnadóttir (f. 1985), Védís Mist Agnadóttir (f. 1998), Sigurður Einarsson (f. 1990) og Brynja Bergsveinsdóttir.

Neglur eru þéttpakkaðar plötur úr hyrnisfrumum húðþekjunnar, en hyrni (e. keratín) er prótín sem er aðaluppistaðan í hári, fjöðrum, hornum og klóm, auk nagla. Neglurnar eru því rétt eins og hárið gerðar úr dauðum frumum eins og lesa má í svarinu Af hverju vex hárið? eftir EMB.

Hver nögl skiptist í naglbol, naglbrún og naglrót. Naglbolurinn er hinn sjáanlegi hluti naglar. Naglbrúnin er sá hluti sem skagar út yfir enda fingurs eða táar en naglrótin er sá hluti naglar sem sést ekki.

Mestallur hluti naglbols sýnist bleikur vegna blóðs í undirliggjandi háræðum. Hvítleita hálfmánalagaða svæðið nálægt naglrótinni kallast naglmáni (e. lunula = lítill máni). Hann sýnist hvítur þar sem undirliggjandi æðavefurinn sést ekki vegna þess að grunnlag húðþekjunnar er óvenju þykkt hér.

Neglur vaxa við það að yfirborðsfrumur naglmassa ummyndast í naglfrumur. Þessar frumur myndast í naglrótinni undir naglabandinu og ýtast smám saman fram á við. Naglbandið sem gert er úr efsta lagi húðþekjunnar, hornlagi, hefur meðal annars það hlutverk að verja þessar nýmynduðu frumur fyrir hnjaski. Táneglur vaxa mun hægar en neglurnar á fingrunum, en meðalvöxtur nagla er um 0,1 mm á dag.

Neglur gegna því hlutverki að hjálpa til við að grípa utan um hluti og meðhöndla þá. Einnig vernda þær fremstu hluta fingra og táa, sem eru afar næmir, eins og hver sá hefur kynnst sem nagað hefur neglur af of mikilli áfergju eða lent í að nögl hafi rifnað af. Ennfremur gera neglur okkur kleift að klóra aðra líkamshluta og gegna að því leyti svipuðu hlutverki og klær annarra dýra.

Heimildir:
 • Gerard J. Tortora (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings.
 • Kidshealth

Höfundur

Útgáfudagur

19.5.2003

Spyrjandi

Hrönn Skaptadóttir, f. 1985

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað eru neglur? “ Vísindavefurinn, 19. maí 2003. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3428.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2003, 19. maí). Hvað eru neglur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3428

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað eru neglur? “ Vísindavefurinn. 19. maí. 2003. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3428>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru neglur?
Hér er einnig svarað spurningunum:

 • Úr hverju eru neglurnar?
 • Af hverju vaxa neglur?
 • Eru neglur bein eða dauðar frumur?
 • Til hvers erum við með neglur?

Aðrir spyrjendur eru: Helga Svana Ólafsdóttir, Eva Árnadóttir (f. 1985), Védís Mist Agnadóttir (f. 1998), Sigurður Einarsson (f. 1990) og Brynja Bergsveinsdóttir.

Neglur eru þéttpakkaðar plötur úr hyrnisfrumum húðþekjunnar, en hyrni (e. keratín) er prótín sem er aðaluppistaðan í hári, fjöðrum, hornum og klóm, auk nagla. Neglurnar eru því rétt eins og hárið gerðar úr dauðum frumum eins og lesa má í svarinu Af hverju vex hárið? eftir EMB.

Hver nögl skiptist í naglbol, naglbrún og naglrót. Naglbolurinn er hinn sjáanlegi hluti naglar. Naglbrúnin er sá hluti sem skagar út yfir enda fingurs eða táar en naglrótin er sá hluti naglar sem sést ekki.

Mestallur hluti naglbols sýnist bleikur vegna blóðs í undirliggjandi háræðum. Hvítleita hálfmánalagaða svæðið nálægt naglrótinni kallast naglmáni (e. lunula = lítill máni). Hann sýnist hvítur þar sem undirliggjandi æðavefurinn sést ekki vegna þess að grunnlag húðþekjunnar er óvenju þykkt hér.

Neglur vaxa við það að yfirborðsfrumur naglmassa ummyndast í naglfrumur. Þessar frumur myndast í naglrótinni undir naglabandinu og ýtast smám saman fram á við. Naglbandið sem gert er úr efsta lagi húðþekjunnar, hornlagi, hefur meðal annars það hlutverk að verja þessar nýmynduðu frumur fyrir hnjaski. Táneglur vaxa mun hægar en neglurnar á fingrunum, en meðalvöxtur nagla er um 0,1 mm á dag.

Neglur gegna því hlutverki að hjálpa til við að grípa utan um hluti og meðhöndla þá. Einnig vernda þær fremstu hluta fingra og táa, sem eru afar næmir, eins og hver sá hefur kynnst sem nagað hefur neglur af of mikilli áfergju eða lent í að nögl hafi rifnað af. Ennfremur gera neglur okkur kleift að klóra aðra líkamshluta og gegna að því leyti svipuðu hlutverki og klær annarra dýra.

Heimildir:
 • Gerard J. Tortora (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings.
 • Kidshealth
...