Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Heimiliskötturinn (Felis silvestris catus) verður kynþroska við 7 til 12 mánaða aldur og undir eðlilegum kringumstæðum verður læða breima fimm sinnum á ári. Kettir fara því ekki á lóðarí, heldur breima þeir. Það eru hundtíkur sem lóða og fara á lóðarí.
Meðgangan tekur að meðaltali 63 til 65 daga og meðal kettlingafjöldi hjá flestum heimiliskattakynjum eru fjórir kettlingar í goti. Þó þekkist það hjá nokkrum ræktunarafbrigðum að meðalfjöldi kettlinga í hverju goti sé hærri eða lægri. Hjá síamsköttum er meðaltalið til dæmis fimm kettlingar í goti, en hins vegar þrír kettlingar í goti hjá abyssiníuafbrigðinu.
Kettlingarnir fæðast blindir, heyrnarlausir og algjörlega hjálparvana. Þegar þeir eru orðnir 10 til 12 daga gamlir, fara skynfærin að taka við sér og þeir kanna í sívaxandi mæli nánasta umhverfi bælisins. Villikettir gjóta venjulega einu sinni á ári en húskettir geta átt kettlinga allt að þrisvar sinnum á ári. Því taka kattareigendur til þess bragðs (sérstaklega eigendur læðna) að "taka þær úr sambandi" eða fara með þær í ófrjósemisaðgerð, svo þær séu ekki alltaf að ala af sér kettlinga.
Lesa má nánar um ketti og kettlinga á Vísindavefnum með því að smella á efnisorðin hér að neðan.
Mynd:CatsInfo.com
Hér var einnig svarað spurningunni:
Jón Már Halldórsson. „Hvenær verða kettir kynþroska og hvað geta þeir eignast marga kettlinga í einu?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2003, sótt 15. nóvember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=3429.
Jón Már Halldórsson. (2003, 19. maí). Hvenær verða kettir kynþroska og hvað geta þeir eignast marga kettlinga í einu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3429
Jón Már Halldórsson. „Hvenær verða kettir kynþroska og hvað geta þeir eignast marga kettlinga í einu?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2003. Vefsíða. 15. nóv. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3429>.