Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru puntsvín og broddgöltur sama tegund?

Jón Már Halldórsson

Dýrafræðin svarar þessari spurningu neitandi. Í reynd koma hér við sögu þrjár ættir spendýra. Tvær þeirra tilheyra ættbálki nagdýra (Rodentia), önnur nefnist á ensku 'old world porcupine' og á latínu Hystricidae. Réttast er að kalla þá ætt puntsvín á íslensku. Hin nagdýraættin nefnist á ensku 'new world porcupine' og á latínu Erethizontidae. Íslenska orðið yfir þá ætt er trjáíglar, en hún hefur líka verið kölluð trjábroddgeltir (e. tree porcupine). Hinir eiginlegu broddgeltir eru hins vegar af ættbálki skordýraæta (Insectivora) og kallast Erinaceidae á latínu og 'hedgehog' á ensku.

Innan ættar puntsvína (Hystricidae), eru alls 11 tegundir í þremur ættkvíslum og lifa þær í Afríku og Asíu. Innan trjáíglaættarinnar (Erethizontidae) eru 12 tegundir í fjórum ættkvíslum sem er að finna í álfum Ameríku. Broddgeltir (Erinaceidae) telja alls 14 tegundir sem lifa í Afríku, Asíu og Evrópu.

Vegna þess að helstu einkenni þessara þriggja ætta eru broddar úr ummynduðum hárum, hefur sú hefð skapast hér á landi að kalla þær allar broddgelti. Fæstir vita að til eru tegundir broddgalta (Erinaceidae) með mjúk hár. Þær tilheyra undirættinni Echinosoricinae og hafa feld þakinn stuttum og mjög grófum hárum. Um fimm tegundir er að ræða og er sú kunnasta malasíska rottusnjáldran (stundum kölluð á ensku 'moon rat', lat. Echinosorex gymnurus).

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.5.2003

Spyrjandi

Adam Bauer, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru puntsvín og broddgöltur sama tegund?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2003, sótt 12. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3430.

Jón Már Halldórsson. (2003, 19. maí). Eru puntsvín og broddgöltur sama tegund? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3430

Jón Már Halldórsson. „Eru puntsvín og broddgöltur sama tegund?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2003. Vefsíða. 12. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3430>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru puntsvín og broddgöltur sama tegund?
Dýrafræðin svarar þessari spurningu neitandi. Í reynd koma hér við sögu þrjár ættir spendýra. Tvær þeirra tilheyra ættbálki nagdýra (Rodentia), önnur nefnist á ensku 'old world porcupine' og á latínu Hystricidae. Réttast er að kalla þá ætt puntsvín á íslensku. Hin nagdýraættin nefnist á ensku 'new world porcupine' og á latínu Erethizontidae. Íslenska orðið yfir þá ætt er trjáíglar, en hún hefur líka verið kölluð trjábroddgeltir (e. tree porcupine). Hinir eiginlegu broddgeltir eru hins vegar af ættbálki skordýraæta (Insectivora) og kallast Erinaceidae á latínu og 'hedgehog' á ensku.

Innan ættar puntsvína (Hystricidae), eru alls 11 tegundir í þremur ættkvíslum og lifa þær í Afríku og Asíu. Innan trjáíglaættarinnar (Erethizontidae) eru 12 tegundir í fjórum ættkvíslum sem er að finna í álfum Ameríku. Broddgeltir (Erinaceidae) telja alls 14 tegundir sem lifa í Afríku, Asíu og Evrópu.

Vegna þess að helstu einkenni þessara þriggja ætta eru broddar úr ummynduðum hárum, hefur sú hefð skapast hér á landi að kalla þær allar broddgelti. Fæstir vita að til eru tegundir broddgalta (Erinaceidae) með mjúk hár. Þær tilheyra undirættinni Echinosoricinae og hafa feld þakinn stuttum og mjög grófum hárum. Um fimm tegundir er að ræða og er sú kunnasta malasíska rottusnjáldran (stundum kölluð á ensku 'moon rat', lat. Echinosorex gymnurus).

Heimildir og myndir:...