Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig á að losna við staravarp?

Guðmundur Björnsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Er nóg að taka hreiðrið í burtu og hreinsa svæðið til að losna við stara?

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvenær myndast staralúsin?
  • Eru starar friðaðir?
  • Hvernig er best að losna við stara sem flytur í þakskeggið mitt?

Stari (Sturnus vulgaris) er þéttvaxinn dökkur spörfugl. Á sumrin fær hann á sig grænan og fjólubláan gljáa en á veturna er fjaðurhamurinn ljósdílóttur. Starinn hefur rauðbrúna fætur og langan gogg sem er gulleitur vor og sumar en annars brúnn. Hann er um 21-22 cm á lengd og vegur um 75-80 g.

Stari (Sturnus vulgaris).

Starinn hóf varanlega búsetu á Íslandi um 1940 þegar hann fór að verpa í Hornafirði. Tveimur áratugum seinna var starinn kominn til höfuðborgarsvæðisins þar sem hann er nú langalgengastur.

Starahreiður eru oft á eða í mannabústöðum, í holum undir þakskeggjum, veggjum, hreiðurkössum og jafnvel í yfirgefnum vinnuvélum eða skipum. Starinn gerir sér þó stundum hreiður úti í náttúrunni, til dæmis í klettaglufum. Hann verpir 4-7 eggjum, stundum tvisvar á sumri.

Nábýli starans við mannabústaði vekur oft takmarkaða lukku. Ástæða þess er fuglafló, Ceratophyllus gallinae, sem ásækir hann og marga aðra fugla. Fló þessi sýgur blóð úr fuglinum og getur líka lagst á fólk og valdið óþægindum. Upprunalega koma flærnar með fuglinum og fjölga sér í hreiðrinu. Þar verpa þær eggjum sem breytast í lirfur og verða eftir í hreiðrinu til vors. Þá umbreytast þær í fullorðnar flær sem leggjast á fuglinn þegar hann mætir til að verpa á ný.

Starafló séð í smásjá.

Til þess að losna við staravarp þarf að fjarlægja hreiðrið og í sumum tilfellum að eitra. Ef hreiðrið er nýtt, það er ef fuglinn hefur ekki verið með hreiður á þessum stað árið áður, þá er yfirleitt í lagi að fjarlægja það og hætta á fló er hverfandi. Ef hins vegar um eldra hreiður er að ræða er nauðsynlegt að eitra í hreiðrið og svæðið í kring (nokkra fermetra), láta eitrið liggja í hreiðrinu í um sólarhring og fjarlægja það síðan. Nauðsynlegt er að loka síðan vel því svæði sem hreiðrið var á því fuglinn byrjar strax á hreiðurgerð aftur hafi hann aðgang að svæðinu.

Þar sem starinn er friðaður er ráðlegt að bíða með aðgerðir gegn flónni ef fuglinn er búinn að verpa. Hægt er að bregðast við um leið og ungarnir eru farnir úr hreiðrinu.

Heimildir:
  • Guðmundur P. Ólafsson (1988). Fuglar í náttúru Íslands. Reykjavík, Mál og menning.
  • Jóhann Óli Hilmarsson (2000). Íslenskur fuglavísir. Reykjavík, Iðunn.

Myndir:

Höfundur

Umhverfis- og heilbrigðisskrifstofu Reykjavíkurborgar

Útgáfudagur

20.5.2003

Síðast uppfært

17.5.2023

Spyrjandi

Þuríður Magnúsdóttir
Hjörtur Guðbjartsson

Tilvísun

Guðmundur Björnsson. „Hvernig á að losna við staravarp?“ Vísindavefurinn, 20. maí 2003, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3435.

Guðmundur Björnsson. (2003, 20. maí). Hvernig á að losna við staravarp? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3435

Guðmundur Björnsson. „Hvernig á að losna við staravarp?“ Vísindavefurinn. 20. maí. 2003. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3435>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig á að losna við staravarp?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Er nóg að taka hreiðrið í burtu og hreinsa svæðið til að losna við stara?

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvenær myndast staralúsin?
  • Eru starar friðaðir?
  • Hvernig er best að losna við stara sem flytur í þakskeggið mitt?

Stari (Sturnus vulgaris) er þéttvaxinn dökkur spörfugl. Á sumrin fær hann á sig grænan og fjólubláan gljáa en á veturna er fjaðurhamurinn ljósdílóttur. Starinn hefur rauðbrúna fætur og langan gogg sem er gulleitur vor og sumar en annars brúnn. Hann er um 21-22 cm á lengd og vegur um 75-80 g.

Stari (Sturnus vulgaris).

Starinn hóf varanlega búsetu á Íslandi um 1940 þegar hann fór að verpa í Hornafirði. Tveimur áratugum seinna var starinn kominn til höfuðborgarsvæðisins þar sem hann er nú langalgengastur.

Starahreiður eru oft á eða í mannabústöðum, í holum undir þakskeggjum, veggjum, hreiðurkössum og jafnvel í yfirgefnum vinnuvélum eða skipum. Starinn gerir sér þó stundum hreiður úti í náttúrunni, til dæmis í klettaglufum. Hann verpir 4-7 eggjum, stundum tvisvar á sumri.

Nábýli starans við mannabústaði vekur oft takmarkaða lukku. Ástæða þess er fuglafló, Ceratophyllus gallinae, sem ásækir hann og marga aðra fugla. Fló þessi sýgur blóð úr fuglinum og getur líka lagst á fólk og valdið óþægindum. Upprunalega koma flærnar með fuglinum og fjölga sér í hreiðrinu. Þar verpa þær eggjum sem breytast í lirfur og verða eftir í hreiðrinu til vors. Þá umbreytast þær í fullorðnar flær sem leggjast á fuglinn þegar hann mætir til að verpa á ný.

Starafló séð í smásjá.

Til þess að losna við staravarp þarf að fjarlægja hreiðrið og í sumum tilfellum að eitra. Ef hreiðrið er nýtt, það er ef fuglinn hefur ekki verið með hreiður á þessum stað árið áður, þá er yfirleitt í lagi að fjarlægja það og hætta á fló er hverfandi. Ef hins vegar um eldra hreiður er að ræða er nauðsynlegt að eitra í hreiðrið og svæðið í kring (nokkra fermetra), láta eitrið liggja í hreiðrinu í um sólarhring og fjarlægja það síðan. Nauðsynlegt er að loka síðan vel því svæði sem hreiðrið var á því fuglinn byrjar strax á hreiðurgerð aftur hafi hann aðgang að svæðinu.

Þar sem starinn er friðaður er ráðlegt að bíða með aðgerðir gegn flónni ef fuglinn er búinn að verpa. Hægt er að bregðast við um leið og ungarnir eru farnir úr hreiðrinu.

Heimildir:
  • Guðmundur P. Ólafsson (1988). Fuglar í náttúru Íslands. Reykjavík, Mál og menning.
  • Jóhann Óli Hilmarsson (2000). Íslenskur fuglavísir. Reykjavík, Iðunn.

Myndir:...