Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til margar lofttegundir?

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Hér verður einungis svarað hversu mörg frumefnanna séu lofttegundir, en lofttegundir eða gös úr tveimur eða fleiri frumefnum eru mun fleiri.

Frumefni geta verið í þrenns konar ham:
 • storkuham / fast form (e. solid)
 • vökvaham (e. liquid)
 • gasham (e. gas)
Öll efni eru raunar í einhverjum þeim ham sem hér var talinn auk þess sem til er svokallað rafgas sem á ekki við um venjuleg frumefni.

Efni skipta oft um ham, til dæmis þegar ís bráðnar eða vatn breytist í gufu. Engu að síður getum við sagt að viðmiðunarhamur tiltekins efnis sé sá sem það hefur við staðalaðstæður: 1 loftþyngd (ATM) og 298 K (25° C) hita. Hamskipti geta svo orðið við hita- eða þrýstingsbreytingar. Nánar má fræðast um hamskipti með því að lesa svarið við spurningunni Suðumark vatns lækkar við minnkandi þrýsting, en getur ís soðið?

Þau frumefni sem eru í gasham við staðalaðstæður eru:
 • vetni (H)
 • helín (He)
 • nitur (N)
 • súrefni (ildi) (O)
 • flúor (F)
 • neon (Ne)
 • klór (Cl)
 • argon (Ar)
 • krypton (Kr)
 • xenon (Xe)
 • radon (Rn)
Samtals eru þetta 11 frumefni.

Til samanburðar má nefna að einungis 3 frumefni eru í vökvaham við staðalaðstæður, bróm (Br), kvikasilfur (Hg) og ununbíum (Uub). Reyndar hefur aldrei verið myndað nægt magn af ununbíum til að sjá ham þess, en vökvahamur þykir líklegastur.

Hundrað frumefni eru á föstu formi við staðalaðstæður, en þar af eru fjórtán þar sem hamurinn er óviss en talinn vera storkuhamur.

Nánar má fræðast um lotukerfið á vefsetrinu webelements.com. Þar er til dæmis hægt að smella á einstök frumefni og skoða eiginleika þeirra.

Höfundar

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

21.5.2003

Spyrjandi

Jófríður Ákadóttir

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað eru til margar lofttegundir?“ Vísindavefurinn, 21. maí 2003, sótt 23. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3438.

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 21. maí). Hvað eru til margar lofttegundir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3438

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað eru til margar lofttegundir?“ Vísindavefurinn. 21. maí. 2003. Vefsíða. 23. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3438>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar lofttegundir?
Hér verður einungis svarað hversu mörg frumefnanna séu lofttegundir, en lofttegundir eða gös úr tveimur eða fleiri frumefnum eru mun fleiri.

Frumefni geta verið í þrenns konar ham:
 • storkuham / fast form (e. solid)
 • vökvaham (e. liquid)
 • gasham (e. gas)
Öll efni eru raunar í einhverjum þeim ham sem hér var talinn auk þess sem til er svokallað rafgas sem á ekki við um venjuleg frumefni.

Efni skipta oft um ham, til dæmis þegar ís bráðnar eða vatn breytist í gufu. Engu að síður getum við sagt að viðmiðunarhamur tiltekins efnis sé sá sem það hefur við staðalaðstæður: 1 loftþyngd (ATM) og 298 K (25° C) hita. Hamskipti geta svo orðið við hita- eða þrýstingsbreytingar. Nánar má fræðast um hamskipti með því að lesa svarið við spurningunni Suðumark vatns lækkar við minnkandi þrýsting, en getur ís soðið?

Þau frumefni sem eru í gasham við staðalaðstæður eru:
 • vetni (H)
 • helín (He)
 • nitur (N)
 • súrefni (ildi) (O)
 • flúor (F)
 • neon (Ne)
 • klór (Cl)
 • argon (Ar)
 • krypton (Kr)
 • xenon (Xe)
 • radon (Rn)
Samtals eru þetta 11 frumefni.

Til samanburðar má nefna að einungis 3 frumefni eru í vökvaham við staðalaðstæður, bróm (Br), kvikasilfur (Hg) og ununbíum (Uub). Reyndar hefur aldrei verið myndað nægt magn af ununbíum til að sjá ham þess, en vökvahamur þykir líklegastur.

Hundrað frumefni eru á föstu formi við staðalaðstæður, en þar af eru fjórtán þar sem hamurinn er óviss en talinn vera storkuhamur.

Nánar má fræðast um lotukerfið á vefsetrinu webelements.com. Þar er til dæmis hægt að smella á einstök frumefni og skoða eiginleika þeirra....