Eins og margir vita eru gull og platína þolgóð efni og fá leysiefni leysa þau upp, en hvaða leysiefni geta það?Gull og platína eru bæði verðmætir málmar og sterkir og leysast ekki auðveldlega upp. Þó er eitt leysiefni sem leysir þá báða upp, kóngavatn. Kóngavatn (lat. aqua regia) er búið til úr einum hluta saltpéturssýru (HNO3) og þremur hlutum saltsýru (HCl). Það er sagt draga nafn sitt af þeim eiginleika að geta leyst upp konung málmanna, gullið. Auk þess að leysast upp í kóngavatni getur platína tærst ef hún kemst í snertingu við halógena, blásýrusölt, brennistein og alkalímálma.
Hvað leysir upp gull og platínu?
Útgáfudagur
22.5.2003
Spyrjandi
Svanur Þórðarson
Tilvísun
EÖÞ. „Hvað leysir upp gull og platínu?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2003, sótt 4. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3442.
EÖÞ. (2003, 22. maí). Hvað leysir upp gull og platínu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3442
EÖÞ. „Hvað leysir upp gull og platínu?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2003. Vefsíða. 4. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3442>.