Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað eru sáðskipti?

Jónatan Hermannsson

Sáðskipti er það kallað þegar land er unnið (plægt og herfað) árlega eða með fárra ára millibili og sáð nýrri tegund nytjajurta hvert sinn.

Hingað til hefur hugtakið sáðskipti verið nánast óþekkt hérlendis Ástæðan er meðal annars sú að fáar nytjajurtir geta vaxið að gagni hér á landi. Ræktun á Íslandi hefur snúist um að afla heyfóðurs fyrir kýr, kindur og hross. Það fóður kemur af túni og tún eru oft látin verða mjög gömul.

Í nágrannalöndunum hafa bændur stundað sáðskipti öldum saman, enda var korn (bygg, rúgur, hafrar og jafnvel hveiti) ræktað þar á hverjum bæ. Menn fundu að korn óx verr eftir því sem það var ræktað lengur á sama stað. Best var það jafnan fyrsta árið á nýjum stað. Meðan landrými var nóg brenndu menn skóg og sáðu korni í volga öskuna. Þegar byggðin þéttist brugðu menn á það ráð að nota landið til skiptis undir korn og tún, auk þess sem það þótti gott að láta það liggja í tröð (láta það standa ónotað) inn á milli.



Einærar belgjurtir ræktaðar til grænfóðurs (til hægri) og bygg til þroska (til vinstri) ræktað í sáðskiptum á Korpu.

Það sem gerir sáðskipti hagkvæm eru fyrst og fremst fjórir þættir. Í fyrsta lagi er það frjósemi jarðvegs og næringarefni fyrir plöntur. Þessi þáttur var helsti hvati að sáðskiptum áður en tilbúinn áburður kom til sögunnar. Sumar tegundir nytjajurta, svo sem smári, sem oft er í túni, vinna næringarefni (nitur) úr loftinu. Aðrar tegundir, svo sem sykurrófur, sækja steinefni djúpt í jörðu og draga upp á yfirborðið. Hvort tveggja kemur nytjajurtum, sem á eftir koma, til góða. Í öðru lagi er illgresi, en sumar nytjajurtir eru mjög duglegar við að halda því í niðri. Í þriðja lagi eru sjúkdómar. Hverri tegund nytjajurta fylgja sérhæfðir sníkjusveppir og fleira af því tagi. Þeir þurfa yfirleitt tvö ár eða meira til að byggja upp smit og valda verulegu tjóni. Með reglulegum sáðskiptum má halda þeim að miklu leyti í skefjum. Í fjórða lagi og það snýr að varanlegu túni, þá breytist tegundasamsetningin með árunum. Góð fóðurgrös hverfa og í staðinn koma önnur lakari.



Gulrófur. Tilvalið er að rækta þær í sáðskiptum við bygg.

Sáðskipti skipa stóran sess í landbúnaðarrannsóknum nágrannaþjóðanna. Allar hugsanlegar sáðskiptaraðir hafa verið kannaðar. Bændum standa til boða nákvæmar ráðleggingar um sáðskipti, lagaðar að veðurfari og jarðvegi á hverjum stað og eins því, hvort bóndinn heldur kýr eða svín eða kýs að selja uppskeruna. Algengt er að miðað sé við sjö eða átta ára sáðskiptahring. Þar geta komið inn sykurrófur, repja (úr fræinu er unnin jurtaolía), hafrar, vorbygg, vetrarhveiti og kartöflur, svo að dæmi sé nefnt. Algengt er að í svona hring liggi land eitt ár í tröð. Ef bóndinn er með kýr kemur tveggja til þriggja ára tún inn í hringinn.

Í framkvæmd verður þetta þannig að bóndinn skiptir ræktunarlandi sínu í til dæmis átta hluta og ræktar eina tegund nytjajurta á hverjum hluta (eða leggur í tröð). Árið eftir ræktar hann sömu tegundir, en færir ræktunina til þannig að bygginu er sáð í hafraspilduna, hveitinu í byggstykkið og svo framvegis þar til hringnum er lokað. Þannig gengur það ár eftir ár. Eftir átta ár verður byggið þá komið aftur í sína upprunalegu spildu.

Menjar hafa fundist um kornrækt frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Einhvers konar sáðskipti hafa þá verið stunduð eða að minnsta kosti hafa akrar verið hvíldir. Akrar hafa verið á vel girtum blettum eða í svokölluðum gerðum. Sum árin hafa þeir legið í tröð. Þá hefur gerðið verið notað sem aðhald fyrir skepnur, kvíar fyrir mjólkurpening og nátthagi fyrir hross. Þannig hefur tað safnast í tröðina og orðið áburður fyrir korn næstu ára. Undir Eyjafjöllum er enn talað um að traða hross þegar þau eru höfð í aðhaldi yfir nótt.



Kornskurður á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Þarna hafa verið stunduð skipulögð sáðskipti um áratugaskeið og bygg ræktað í sáðskiptum við gras.

Akuryrkja lagðist að mestu af á Íslandi á 13. og 14. öld og með henni jarðvinnsla og ræktun. Við erum fyrst núna að tileinka okkur aftur þá ræktunarmenningu, sem forfeðrum okkar hefur verið í blóð borin. Ræktun hér er samt mjög ólík því, sem gerist í nágrannalöndunum. Hér eru rúmlega 120 þúsund hektarar ræktaðir og þar af eru innan við þúsund hektarar notaðaðir til beinnar matvælaframleiðslu (kartöflur, gulrófur, kál). Afgangurinn er notaður til fóðurframleiðslu og þar af eru um 110 þúsund hektarar varanlegt tún. Einungis um 10 þúsund hektarar eru plægðir árlega undir grænfóður, korn og til að endurrækta tún.

Fáeinir bændur hér á landi hafa tekið upp regluleg sáðskipti og von er til að sú aferð ryðji sér til rúms. Sáðskipti verða aldrei flókin hérlendis, því að ekki er úr mörgum tegundum nytjajurta að velja. Menn miða hér oft við tíu ára hring. Þá er á hverri spildu grænfóður í eitt ár (repja, hafrar eða rýgresi), bygg til þroska í tvö ár og tún í sjö ár. Þessi sáðskipti hafa komist á legg með kornræktinni, en hún hefur aukist ört hin síðari ár. Bændur eru þar með farnir að rækta heima kjarnfóður handa gripum sínum. Heyfóður batnar líka verulega, þegar tún er unnið upp reglulega.

Höfundur

jarðræktarfræðingur á Rannsóknarstofnun landbúnaðarins.

Útgáfudagur

25.5.2003

Spyrjandi

Kristín María Stefánsdóttir

Tilvísun

Jónatan Hermannsson. „Hvað eru sáðskipti?“ Vísindavefurinn, 25. maí 2003. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3447.

Jónatan Hermannsson. (2003, 25. maí). Hvað eru sáðskipti? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3447

Jónatan Hermannsson. „Hvað eru sáðskipti?“ Vísindavefurinn. 25. maí. 2003. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3447>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru sáðskipti?
Sáðskipti er það kallað þegar land er unnið (plægt og herfað) árlega eða með fárra ára millibili og sáð nýrri tegund nytjajurta hvert sinn.

Hingað til hefur hugtakið sáðskipti verið nánast óþekkt hérlendis Ástæðan er meðal annars sú að fáar nytjajurtir geta vaxið að gagni hér á landi. Ræktun á Íslandi hefur snúist um að afla heyfóðurs fyrir kýr, kindur og hross. Það fóður kemur af túni og tún eru oft látin verða mjög gömul.

Í nágrannalöndunum hafa bændur stundað sáðskipti öldum saman, enda var korn (bygg, rúgur, hafrar og jafnvel hveiti) ræktað þar á hverjum bæ. Menn fundu að korn óx verr eftir því sem það var ræktað lengur á sama stað. Best var það jafnan fyrsta árið á nýjum stað. Meðan landrými var nóg brenndu menn skóg og sáðu korni í volga öskuna. Þegar byggðin þéttist brugðu menn á það ráð að nota landið til skiptis undir korn og tún, auk þess sem það þótti gott að láta það liggja í tröð (láta það standa ónotað) inn á milli.



Einærar belgjurtir ræktaðar til grænfóðurs (til hægri) og bygg til þroska (til vinstri) ræktað í sáðskiptum á Korpu.

Það sem gerir sáðskipti hagkvæm eru fyrst og fremst fjórir þættir. Í fyrsta lagi er það frjósemi jarðvegs og næringarefni fyrir plöntur. Þessi þáttur var helsti hvati að sáðskiptum áður en tilbúinn áburður kom til sögunnar. Sumar tegundir nytjajurta, svo sem smári, sem oft er í túni, vinna næringarefni (nitur) úr loftinu. Aðrar tegundir, svo sem sykurrófur, sækja steinefni djúpt í jörðu og draga upp á yfirborðið. Hvort tveggja kemur nytjajurtum, sem á eftir koma, til góða. Í öðru lagi er illgresi, en sumar nytjajurtir eru mjög duglegar við að halda því í niðri. Í þriðja lagi eru sjúkdómar. Hverri tegund nytjajurta fylgja sérhæfðir sníkjusveppir og fleira af því tagi. Þeir þurfa yfirleitt tvö ár eða meira til að byggja upp smit og valda verulegu tjóni. Með reglulegum sáðskiptum má halda þeim að miklu leyti í skefjum. Í fjórða lagi og það snýr að varanlegu túni, þá breytist tegundasamsetningin með árunum. Góð fóðurgrös hverfa og í staðinn koma önnur lakari.



Gulrófur. Tilvalið er að rækta þær í sáðskiptum við bygg.

Sáðskipti skipa stóran sess í landbúnaðarrannsóknum nágrannaþjóðanna. Allar hugsanlegar sáðskiptaraðir hafa verið kannaðar. Bændum standa til boða nákvæmar ráðleggingar um sáðskipti, lagaðar að veðurfari og jarðvegi á hverjum stað og eins því, hvort bóndinn heldur kýr eða svín eða kýs að selja uppskeruna. Algengt er að miðað sé við sjö eða átta ára sáðskiptahring. Þar geta komið inn sykurrófur, repja (úr fræinu er unnin jurtaolía), hafrar, vorbygg, vetrarhveiti og kartöflur, svo að dæmi sé nefnt. Algengt er að í svona hring liggi land eitt ár í tröð. Ef bóndinn er með kýr kemur tveggja til þriggja ára tún inn í hringinn.

Í framkvæmd verður þetta þannig að bóndinn skiptir ræktunarlandi sínu í til dæmis átta hluta og ræktar eina tegund nytjajurta á hverjum hluta (eða leggur í tröð). Árið eftir ræktar hann sömu tegundir, en færir ræktunina til þannig að bygginu er sáð í hafraspilduna, hveitinu í byggstykkið og svo framvegis þar til hringnum er lokað. Þannig gengur það ár eftir ár. Eftir átta ár verður byggið þá komið aftur í sína upprunalegu spildu.

Menjar hafa fundist um kornrækt frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Einhvers konar sáðskipti hafa þá verið stunduð eða að minnsta kosti hafa akrar verið hvíldir. Akrar hafa verið á vel girtum blettum eða í svokölluðum gerðum. Sum árin hafa þeir legið í tröð. Þá hefur gerðið verið notað sem aðhald fyrir skepnur, kvíar fyrir mjólkurpening og nátthagi fyrir hross. Þannig hefur tað safnast í tröðina og orðið áburður fyrir korn næstu ára. Undir Eyjafjöllum er enn talað um að traða hross þegar þau eru höfð í aðhaldi yfir nótt.



Kornskurður á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Þarna hafa verið stunduð skipulögð sáðskipti um áratugaskeið og bygg ræktað í sáðskiptum við gras.

Akuryrkja lagðist að mestu af á Íslandi á 13. og 14. öld og með henni jarðvinnsla og ræktun. Við erum fyrst núna að tileinka okkur aftur þá ræktunarmenningu, sem forfeðrum okkar hefur verið í blóð borin. Ræktun hér er samt mjög ólík því, sem gerist í nágrannalöndunum. Hér eru rúmlega 120 þúsund hektarar ræktaðir og þar af eru innan við þúsund hektarar notaðaðir til beinnar matvælaframleiðslu (kartöflur, gulrófur, kál). Afgangurinn er notaður til fóðurframleiðslu og þar af eru um 110 þúsund hektarar varanlegt tún. Einungis um 10 þúsund hektarar eru plægðir árlega undir grænfóður, korn og til að endurrækta tún.

Fáeinir bændur hér á landi hafa tekið upp regluleg sáðskipti og von er til að sú aferð ryðji sér til rúms. Sáðskipti verða aldrei flókin hérlendis, því að ekki er úr mörgum tegundum nytjajurta að velja. Menn miða hér oft við tíu ára hring. Þá er á hverri spildu grænfóður í eitt ár (repja, hafrar eða rýgresi), bygg til þroska í tvö ár og tún í sjö ár. Þessi sáðskipti hafa komist á legg með kornræktinni, en hún hefur aukist ört hin síðari ár. Bændur eru þar með farnir að rækta heima kjarnfóður handa gripum sínum. Heyfóður batnar líka verulega, þegar tún er unnið upp reglulega....