Sólin Sólin Rís 07:33 • sest 19:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:22 • Sest 18:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:37 • Síðdegis: 15:05 í Reykjavík

Hvað heita tungl Mars?

EÖÞ

Mars hefur tvö lítil tungl, Fóbos (e. Phobos) og Deimos. Bandaríski stjörnufræðingurinn Asaph Hall sá þau fyrstur manna árið 1877. Þá var Mars bæði í gagnstöðu (e. opposition) og sólnánd (e. perihelion), en þá er fjarlægð hans frá jörð í algeru lágmarki.

Tunglin draga nöfn sín af hestunum sem drógu vagn stríðsguðs Grikkja. Hann hét raunar Ares en Mars var arftaki hans hjá Rómverjum.

Braut tunglanna tveggja liggur mjög nálægt miðbaug Mars og bæði snúa þau ávallt sömu hlið að plánetunni rauðu. Eins og sjá má af myndunum hér að neðan eru bæði Fóbos og Deimos óregluleg að lögun og alsett gígum.FóbosDeimos

Fóbos gengur um Mars í aðeins 6.000 km meðalfjarlægð og er umferðartíminn 7 stundir og 39 mínútur. Til samanburðar er tunglið okkar í rúmlega 375.000 km fjarlægð. Þar sem umferðartíminn er svona stuttur tekur það Fóbos aðeins fimm og hálfa klukkustund að ganga yfir Marshimininn eftir að það kemur upp í vestri. Fóbos er talið vera 28x23x20 km að stærð og er því stærra tunglið.

Deimos er utar eða í um 20.000 km meðalfjarlægð. Það er um 16x12x10 km að stærð, nokkru minna en Fóbos. Deimos kemur upp í austri og tekur ferð þess yfir himininn á Mars þrjá sólarhringa.

Uppruni tungla Mars er óþekktur, en tvennt þykir líklegast. Þau gætu verið loftsteinar sem hafa átt leið framhjá Mars en ekki komist frá þyngdartogi reikistjörnunnar. Hitt kemur líka til greina að tunglin séu úr efni sem var afgangs eftir að Mars myndaðist á upphafstíma sólkerfisins.

Heimild: Freedman, R. A. og Kaufmann, William. Universe. W. H. Freedman and Company, New York, 1998. 5. útgáfa.

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

26.5.2003

Spyrjandi

Inga Pálssdóttir

Efnisorð

Tilvísun

EÖÞ. „Hvað heita tungl Mars?“ Vísindavefurinn, 26. maí 2003. Sótt 30. september 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=3450.

EÖÞ. (2003, 26. maí). Hvað heita tungl Mars? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3450

EÖÞ. „Hvað heita tungl Mars?“ Vísindavefurinn. 26. maí. 2003. Vefsíða. 30. sep. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3450>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað heita tungl Mars?
Mars hefur tvö lítil tungl, Fóbos (e. Phobos) og Deimos. Bandaríski stjörnufræðingurinn Asaph Hall sá þau fyrstur manna árið 1877. Þá var Mars bæði í gagnstöðu (e. opposition) og sólnánd (e. perihelion), en þá er fjarlægð hans frá jörð í algeru lágmarki.

Tunglin draga nöfn sín af hestunum sem drógu vagn stríðsguðs Grikkja. Hann hét raunar Ares en Mars var arftaki hans hjá Rómverjum.

Braut tunglanna tveggja liggur mjög nálægt miðbaug Mars og bæði snúa þau ávallt sömu hlið að plánetunni rauðu. Eins og sjá má af myndunum hér að neðan eru bæði Fóbos og Deimos óregluleg að lögun og alsett gígum.FóbosDeimos

Fóbos gengur um Mars í aðeins 6.000 km meðalfjarlægð og er umferðartíminn 7 stundir og 39 mínútur. Til samanburðar er tunglið okkar í rúmlega 375.000 km fjarlægð. Þar sem umferðartíminn er svona stuttur tekur það Fóbos aðeins fimm og hálfa klukkustund að ganga yfir Marshimininn eftir að það kemur upp í vestri. Fóbos er talið vera 28x23x20 km að stærð og er því stærra tunglið.

Deimos er utar eða í um 20.000 km meðalfjarlægð. Það er um 16x12x10 km að stærð, nokkru minna en Fóbos. Deimos kemur upp í austri og tekur ferð þess yfir himininn á Mars þrjá sólarhringa.

Uppruni tungla Mars er óþekktur, en tvennt þykir líklegast. Þau gætu verið loftsteinar sem hafa átt leið framhjá Mars en ekki komist frá þyngdartogi reikistjörnunnar. Hitt kemur líka til greina að tunglin séu úr efni sem var afgangs eftir að Mars myndaðist á upphafstíma sólkerfisins.

Heimild: Freedman, R. A. og Kaufmann, William. Universe. W. H. Freedman and Company, New York, 1998. 5. útgáfa....