Sólin Sólin Rís 09:51 • sest 16:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:51 • Sest 05:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:51 • sest 16:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:51 • Sest 05:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er BMI?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Hér er einnig svar við spurningunni:
Hversu áreiðanlegt er að nota BMI til að ákvarða líkamsástand?
Líkamsmassastuðull (e. body mass index eða BMI), er einn af þremur leiðbeinandi þáttum til að meta hvort einstaklingur er of þungur. Hinir þættirnir eru mittismál og áhættuþættir sjúkdóma og kvilla sem tengjast offitu.

Líkamsmassastuðull er mælikvarði á þyngd eða massa miðað við hæð. Hann er reiknaður með því að deila massa einstaklings í kílóum með líkamshæðinni í metrum í öðru veldi, það er þyngd(kg)/ hæð(m)2.

Mittismál mælir kviðfitu og á að vera undir 100 cm hjá körlum en 90 cm hjá konum.

Helstu áhættuþættir sem tengjast offitu eru háþrýstingur, hátt hlutfall LDL-kólesteróls í blóði, lágt hlutfall HDL-kólesteróls í blóði, mikið af þríglýseríðum í blóði, mikill blóðsykur, fjölskyldusaga um hjartasjúkdóma á unga aldri, hreyfingarleysi og reykingar.

BMI er áreiðanleg vísbending um heildarfitumagnið í líkamanum. Stuðullinn er gjaldgengur fyrir bæði karla og konur en hefur þó ákveðnar takmarkanir. Þær helstu eru:
  • Hann getur ofmetið fitumagnið í íþróttamönnum og öðrum sem hafa mikinn vöðvamassa.
  • Hann getur vanmetið fitumagnið í eldra fólki og öðrum sem hafa lítinn vöðvamassa.

Helstu viðmið BMI eru eftirfarandi:

BMI < 18,5einstaklingur of léttur
BMI = 18,5-24,9einstaklingur eðlilegur
BMI = 25,0-29,9einstaklingur of þungur
BMI ≥ 30,0einstaklingur þjáist af offitu

Á netinu má víða finna reiknivélar til þess að reikna BMI-stuðul sinn, til dæmis á vef Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands.

Heimild:

Höfundur

Útgáfudagur

27.5.2003

Síðast uppfært

22.1.2021

Spyrjandi

Ragnar Sigurðsson
Brynjar Birgisson, f. 1988

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er BMI?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2003, sótt 13. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3452.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2003, 27. maí). Hvað er BMI? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3452

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er BMI?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2003. Vefsíða. 13. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3452>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er BMI?
Hér er einnig svar við spurningunni:

Hversu áreiðanlegt er að nota BMI til að ákvarða líkamsástand?
Líkamsmassastuðull (e. body mass index eða BMI), er einn af þremur leiðbeinandi þáttum til að meta hvort einstaklingur er of þungur. Hinir þættirnir eru mittismál og áhættuþættir sjúkdóma og kvilla sem tengjast offitu.

Líkamsmassastuðull er mælikvarði á þyngd eða massa miðað við hæð. Hann er reiknaður með því að deila massa einstaklings í kílóum með líkamshæðinni í metrum í öðru veldi, það er þyngd(kg)/ hæð(m)2.

Mittismál mælir kviðfitu og á að vera undir 100 cm hjá körlum en 90 cm hjá konum.

Helstu áhættuþættir sem tengjast offitu eru háþrýstingur, hátt hlutfall LDL-kólesteróls í blóði, lágt hlutfall HDL-kólesteróls í blóði, mikið af þríglýseríðum í blóði, mikill blóðsykur, fjölskyldusaga um hjartasjúkdóma á unga aldri, hreyfingarleysi og reykingar.

BMI er áreiðanleg vísbending um heildarfitumagnið í líkamanum. Stuðullinn er gjaldgengur fyrir bæði karla og konur en hefur þó ákveðnar takmarkanir. Þær helstu eru:
  • Hann getur ofmetið fitumagnið í íþróttamönnum og öðrum sem hafa mikinn vöðvamassa.
  • Hann getur vanmetið fitumagnið í eldra fólki og öðrum sem hafa lítinn vöðvamassa.

Helstu viðmið BMI eru eftirfarandi:

BMI < 18,5einstaklingur of léttur
BMI = 18,5-24,9einstaklingur eðlilegur
BMI = 25,0-29,9einstaklingur of þungur
BMI ≥ 30,0einstaklingur þjáist af offitu

Á netinu má víða finna reiknivélar til þess að reikna BMI-stuðul sinn, til dæmis á vef Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands.

Heimild:...