Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar er hægt að sjá stjörnumerkið Hrútinn og hvað getið þið sagt mér um það?

Sævar Helgi Bragason



Hrúturinn er talið fyrsta merki dýrahringsins þó að staðreyndin sé sú að með framrás vorpunktsins sé fiskamerkið það í raun. Í grísku goðafræðinni var hrúturinn klæddur gullna reyfinu og Hermes, sendiboði guðanna, sendi hann til að bjarga tveim börnum konungsins í Þessalóníku frá brjálaðri stjúpmóður sinni. Hrúturinn gat flogið og var að bera börnin á öruggan stað þegar stúlkan, Helle, missti jafnvægið, féll til jarðar og lést. Drengurinn Frixus komst á öruggan stað og í þakklætisvott fórnaði hann hrútnum fyrir guðina og var gullna reyfinu komið fyrir í heilagri gröf. Það var síðar fjarlægt af Jasoni og fylgismönnum hans.

Þrátt fyrir að hrúturinn sé lítið stjörnumerki er fremur auðvelt að þekkja það á himninum. Merkið er við hlið nautsins í vestri og fiskanna í austri; fyrir ofan það eru Perseifur, þríhyrningurinn og Andrómeda en fyrir neðan er hvalurinn.

Ekki er mikið um áhugaverð fyrirbæri í hrútsmerkinu. Björtustu stjörnurnar Hamal (alfa), Sheratan (beta) og Mesartim (gamma) mynda saman nokkuð áberandi þríeyki. Mesartim er fallegt tvístirni sem reyndar er ekki hægt að aðskilja í handsjónauka en auðvelt með stjörnusjónauka. Í merkinu er einnig þyrilvetrarbrautin NGC 772 sem nokkuð auðvelt er að greina í stjörnusjónauka, en hún er af tíunda birtustigi.

Heimildir:
  • Moore, Patrick og Tirion, Wil. Cambridge Guide to Stars and Planets. Cambridge University Press, Cambridge, Bretland, 1997.
  • Discovery Channel Handbook. Night Sky. Discovery Books, New York, Bandaríkin, 1999.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

27.5.2003

Spyrjandi

Hera Dögg, f. 1990

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvar er hægt að sjá stjörnumerkið Hrútinn og hvað getið þið sagt mér um það?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2003, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3454.

Sævar Helgi Bragason. (2003, 27. maí). Hvar er hægt að sjá stjörnumerkið Hrútinn og hvað getið þið sagt mér um það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3454

Sævar Helgi Bragason. „Hvar er hægt að sjá stjörnumerkið Hrútinn og hvað getið þið sagt mér um það?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2003. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3454>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar er hægt að sjá stjörnumerkið Hrútinn og hvað getið þið sagt mér um það?


Hrúturinn er talið fyrsta merki dýrahringsins þó að staðreyndin sé sú að með framrás vorpunktsins sé fiskamerkið það í raun. Í grísku goðafræðinni var hrúturinn klæddur gullna reyfinu og Hermes, sendiboði guðanna, sendi hann til að bjarga tveim börnum konungsins í Þessalóníku frá brjálaðri stjúpmóður sinni. Hrúturinn gat flogið og var að bera börnin á öruggan stað þegar stúlkan, Helle, missti jafnvægið, féll til jarðar og lést. Drengurinn Frixus komst á öruggan stað og í þakklætisvott fórnaði hann hrútnum fyrir guðina og var gullna reyfinu komið fyrir í heilagri gröf. Það var síðar fjarlægt af Jasoni og fylgismönnum hans.

Þrátt fyrir að hrúturinn sé lítið stjörnumerki er fremur auðvelt að þekkja það á himninum. Merkið er við hlið nautsins í vestri og fiskanna í austri; fyrir ofan það eru Perseifur, þríhyrningurinn og Andrómeda en fyrir neðan er hvalurinn.

Ekki er mikið um áhugaverð fyrirbæri í hrútsmerkinu. Björtustu stjörnurnar Hamal (alfa), Sheratan (beta) og Mesartim (gamma) mynda saman nokkuð áberandi þríeyki. Mesartim er fallegt tvístirni sem reyndar er ekki hægt að aðskilja í handsjónauka en auðvelt með stjörnusjónauka. Í merkinu er einnig þyrilvetrarbrautin NGC 772 sem nokkuð auðvelt er að greina í stjörnusjónauka, en hún er af tíunda birtustigi.

Heimildir:
  • Moore, Patrick og Tirion, Wil. Cambridge Guide to Stars and Planets. Cambridge University Press, Cambridge, Bretland, 1997.
  • Discovery Channel Handbook. Night Sky. Discovery Books, New York, Bandaríkin, 1999.
...