Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru kindur nagdýr?

Spyrjandi bætir svo við:
Kindurnar hjá okkur naga allt! Svo sem tréspýtur, putta, járn og saltsteina!

Nei! Kindur tilheyra ættbálki spendýra sem nefnist klaufdýr (Artiodactyla) en í þeim ættbálki eru mörg dýr sem við þekkjum vel á Íslandi, sem húsdýr (nautgripir, svín og geitur) eða innflutt eins og hreindýr. Ennfremur er sauðfé flokkað niður í ættina bovidae (þar má einnig finna nautgripi og antilópur til dæmis), undirættina ruminata eða jórturdýr, og ættkvíslina Ovis.
Nagdýr er allt önnur ætt spendýra, rodentia. Þessi ætt er afar tegundaauðug af spendýraætt að vera og eru flestar tegundirnar smávaxnar, svo sem mýs, stökkmýs og íkornar. Stærstu nagdýrin, suður-amerísku flóðsvínin, geta þó náð um 50 kg þyngd.

Mynd: Atlantik Tours

Útgáfudagur

28.5.2003

Spyrjandi

Guðlaug Bergsveinsdóttir, f. 1991

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

JMH. „Eru kindur nagdýr?“ Vísindavefurinn, 28. maí 2003. Sótt 20. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=3456.

JMH. (2003, 28. maí). Eru kindur nagdýr? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3456

JMH. „Eru kindur nagdýr?“ Vísindavefurinn. 28. maí. 2003. Vefsíða. 20. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3456>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ingibjörg V. Kaldalóns

1968

Ingibjörg V. Kaldalóns er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið HÍ. Í rannsóknum sínum hefur Ingibjörg einkum beint sjónum að starfsháttum í grunnskólum, velfarnaði nemenda og kennara í skólastarfi og hvernig hagnýta megi rannsóknir jákvæðrar sálfræði í uppeldi og menntastarfi.